Mosfellingur - 10.01.2013, Side 10

Mosfellingur - 10.01.2013, Side 10
 - í 10 ár10 Starfsfólk Apótekarans í Kjarnanum gerir ýmislegt til að gera vinnuna skemmtilegri. Eins og margir Mosfellingar hafa tekið eftir fá allir viðskiptavinir Apótekarans gullkorn í kaupbæti á föstudögum. „Upphafið að þessu var að við fórum tvær á Dale Carn- egie námskeið og í framhaldinu langaði okkur að leggja okkar af mörkum við að gera vinnuna skemmtilegri. Við útbjugg- um gullkorn eða spakmæli til að afhenda viðskiptavinum. Í upphafi ætluðum við að gera þetta einu sinni í mánuði en fundum fljótlega að fólki líkaði þetta vel og úr varð að nú eru allir föstudagar gullkornadagar,“ segir María Gunnlaugsdóttir ein af starfs- mönnum Apótekarans. Ekki hægt að hætta „Það er eiginlega ekki hægt að hætta, þetta hefur fallið niður einu sinni síðan við byrjuðum á þessu og fólk var alveg miður sín. Auðvitað er einn og einn sem hnussar og skilur miðann eftir á borðin en hinir eru miklu fleiri. Það er svo gaman að hafa ekki alla daga eins. Til dæmis er hefð hjá okkur og hefur verið lengi að við konurnar sem hér vinnum mætum í kjól eða pilsi og karlmennirnir í skyrtu og með bindi á föstudögum,“ segir María að lokum. Það eru ekki allir dagar eins hjá starfsfólki apóteksins Dreifa gullkornum á föstudögum María, Hulda, InIgbjörg, renata, ÁlfHIldur og andrI. Litlu mátti muna að illa færi þegar skotterta fór á hliðina á gamlárskvöld. „Unnur Elísa var sem betur fer með öryggisgleraugu sem björguðu líklega sjóninni hjá henni,“ segir Ásta Kristín móðir Unnar Elísu. „Skot úr tertunni fór í gleraugun og braut þau, við fundum brotin í 4-5 metra fjarlægð frá staðnum þar sem hún stóð. Í þessu tilfelli var Unnur Elísa áhorfandi sem sýnir hvað það er mikilvægt að allir séu með öryggisgler- augu, ekki bara þeir sem eru að kveikja í flugeldum eða tertum,“ segir Ásta sem starfar sjálf í björgunarsveitinni Kyndli. Hún vill taka það fram að það sé mjög mikilvægt að skottertum sé stillt upp á algjörlega sléttum fleti. Sigurður Thorlacius lýkur burtfararprófi frá tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar með tónleikum í Fella- og Hólakirkju laug- ardaginn 12. janúar kl. 17. Ólafur Elíasson er kennari Sigurðar og hefur verið það síð- an 2007. Margir nemenda Ólafs hafa lokið burtfararprófi og spilað við ýmis tækifæri á námsferli sínum, meðal annars í Mos- fellsbæ. Sigurður spilaði á friðartónleikum í Kjarna 2009, við setningu Framhaldsskóla Mosfellsbæjar í Brúarlandi 2009, á tónleik- um í Varmárskóla 2010 og á Gljúfrasteini 2011. Í vor stefnir Sigurður að því að ljúka BS gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hann var í Mennta- skólanum við Hamrahlíð og í Varmárskóla. Unnusta hans er Guðrún Birna Jakobsdóttir, læknanemi. Fyrri píanókennarar Sigurðar voru Jón Sigurðsson, Berglind Björk Jóns- dóttir og Vignir Þór Stefánsson. Tónleikarn- ir hefjast kl. 17 og eru allir velkomnir. Ánægður vIðskIptavInur gullkornIn vekja lukku Unnur Elísa með gleraugun sem björguðu líklega sjóninni þegar skotterta fór á hliðina á gamlárskvöld. Öryggisgleraugu bjarga Lýkur burtfararprófi sIgurður tHorlacIus Heldur tónleIka Á laugardagInn

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.