Mosfellingur - 10.01.2013, Side 16

Mosfellingur - 10.01.2013, Side 16
GRÍPTU MEÐ ÞÉR GÓMSÆTA ELDBAKAÐA PIZZU ELDHEIT MEÐ TVEIMUR Stærri pizza með tveimur áleggstegundum. 1.590 kr. TVENNU TILBOÐ Þú kaupir eina pizzu af matseðli og brauðstangir og færð aðra pizzu sömu stærðar að auki. SÓTT SÓTT BÆJARLIND • HRAUNBÆ • GRENSÁSVEGI • MOSFELLSBÆ Þórir heldur sýningu í Álafosskvosinni Mosfellingurinn og frjálsíþrótta- garpurinn Þórir Gunnarsson, öðru nafni Listapúkinn, heldur sína aðra einkasýningu á málverkum sínum í gallerýi Kaffihússins Álafoss í Álafosskvosinni. Allir eru velkomn- ir á opnunina nk. laugardag12. janúar kl. 15-17 . Þórir hefur verið í mikilli þróun sem listamaður og bera efnistök og litaval þess vel merki. Fyrir stuttu seldi Þórir jólasveinamyndir sínar á jólamark- aði Skógræktarfélags Reykjavíkur við Elliðavatn. Sýningin verður opin á opnunartíma kaffihússins og mun Þórir hafa viðverðu um helgar og virka daga þegar hann kemur því við. Meðan fólk virðir sér myndirnar getur það svo gætt sér á kræsingum kaffihússins. Þórir er Mosfellingur í húð og hár, starfar hjá Múlalundi á Reykjalundi og æfir frjálsíþróttir hjá Aftureld- ingu. Þórir er einstök fyrirmynd annarra og sannur afreksmaður í því sem hann tekur sér fyrir hendur - jákvæður, bjartsýnn, viljasterkur og vinnusamur. - Bæjarblað í Mosfellsbæ í 10 ár16 Aðalfundur Gufubaðsfélags Mosfellsbæjar (Mosfellsbaer Steam Society) fór að vanda fram á gamlársdag í gufubaðsaðstöðunni í Varmárlaug undir styrkri stjórn andlegs leiðtoga og djákna, Sigurjóns Ásbjörns- sonar, líkt og síðustu ár. Eins og venja er var mæting góð enda fátt betra en að fara andlega og líkamlega hreinn inn í nýtt ár. Árið var líflegt og óvenjulegt á margan hátt. Fundir voru að vanda vel sóttir. Heilsa félagsmanna er með besta móti enda fátt sem bætir betur andlega og líkamlega heilsu en gott gufubað með heilbrigðum hópi manna. Starfsemi félagsins vekur athygli Forseti og veraldlegur leiðtogi Gufubaðs- klúbbsins, Valur Oddsson, reifaði í ítarlegri skýrslu stjórnar það helsta í starfsemi ársins en stjórnarmenn, þá ekki síst forseti, hafa haft í mörg horn að líta þar sem starfsemi félagsins hefur vakið gríðarlega athygli um víða veröld. „Okkar gufulýðræði hefur vakið verð- skuldaða athygli og hafa stjórnarmenn ver- ið önnum kafnir í viðtölum við fjölmiðla, íslensk stjórnvöld og fulltrúa Evrópusam- bandsins í Brussel. Það sem mesta athygli hefur vakið er óvenju öguð og góð fundar- stjórn þar sem ekki heyrist hósti né stuna frá fundarmönnum, en af og til má heyra klapp og húrrahróp,“ svo vitnað sé orðrétt í ræðu forseta um starfsemi ársins. Skálkaskelfir í stjórn Vegna gífurlegs álags á stjórnarmenn ákvað forseti að bæta Haraldi Sigurðssyni, hinum landsfræga skálkaskelfi inn í stjórn Gufuklúbbsins. Haraldi er fyrst og fremst ætlað að hafa agamál innan félagsins á sinni könnu. Þá greindi forseti frá að ekkert hefði orð- ið af útskriftarveislu félaga Guðbjörns Sig- valdasonar af skötuátsnámskeiðinu á Þor- láksmessi. Hann var kolfelldur eftir að hafa beðið um tómatsósu með skötunni. Fylltust félagsmenn hryggð yfir þessum miklu og vondu tíðindum af félaga Guðbirni, sem því miður gat ekki verið viðstaddur aðal- fund að þessu sinni. Forsetinn situr sem fastast Fjórir félagar áttu stórafmæli á árinu og fengu tveir þeirra hefðbundnar stórhátíðar- gjafir frá félaginu. Aðrir tveir, Valur forseti og Guðjón Kristinsson, sem gegnir emb- ættum fjárhirðis og aðalritara, auk þess að vera handhafi forsetavalds, báðust undan gjöfum en áskildu sér í staðinn „allan rétt á að ganga ótæpilega í sjóði félagsins.” Vitanlega varð ekkert af stjórnarkjöri þetta árið fremur en síðustu áratugi. Ástæðan er einföld svo vitnað sé orðrétt í ávarp Vals forseta. „Forseti vill viðhalda lýðræði fyrri ára, virða mótframboð að vettugi og sitja áfram sem fastast.“ Hrópuðu þá fundarmenn allir sem einn ferfalt húrra fyrir forsetanum og óskuðu honum langra og heilsugóðra lífdaga. Bókhaldsóreiða til fyrirmyndar Að lokinni ræðu forseta lagði Guðjón fjárhirðir fram reikninga sem voru ítarlegir að vanda. Reikningunum var fylgt úr hlaði með eftirfarandi ferskeytlu: Mikill er nú orðinn gróðinn yndi er mér þann feng að sýna. Og enn er ég að safna í sjóðinn sem passar vel í vasa mína. Rekningarnir voru að vanda endurskoð- aðir af virtum endurskoðendum sem ekki mega vamm sitt vita en nöfn þeirra verða ekki opinberuð. „Við undirritaðir höfum skoðað reikninga Gufufélags Mosfellsbæjar og vottum að bókhaldsóreiða félagsins er til fyrirmyndar í alla staði,” sagði m.a. í áliti löggiltra end- urskoðenda sem skrifuðu hiklaust upp á reikninga félagsins fyrir starfsárið 2012. Fjöldasöngur í lok fundar Engar umræður voru undir liðnum önnur mál. Söngmálastjóri Gufuklúbbsins, Guðmundur Guðlaugsson, stýrði fjölda- söng í lok aðalfundar. Sungu félagsmenn að vanda við raust „Nú árið er liðið” og „Stóð ég úti í tunglsljósi”. Valur forseti hreifst svo á þeirri hátíðlegu stund að hann komst við. Hann lét þess get- ið að stundin hafi verið svo „menningarleg að hún jaðraði við að vera væmin.” Þóttu það góð lokaorð og héldu þá fé- lagsmenn heim til þess að fagna áramótum í faðmi fjölskyldna og vina. Aðalfundur Gufubaðsfélagsins fór fram á gamlársdag • Öguð og góð fundarstjórn Heilsuhraustir félagsmenn Ekki eru leyfðar myndatökur á fundum félagsins.

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.