Mosfellingur - 10.01.2013, Síða 18

Mosfellingur - 10.01.2013, Síða 18
Útnefning á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2012 Kynning á íþróttafólKinu sem tilnefnt er Kosning fer fram á www.mos.is Úrslit verða tilKynnt 24. janÚar Kosning fer fram á vef mosfellbæjar www.mos.is dagana 7. - 18. janúar. velja skal einn karl og eina konu. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 24. janúar kl. 19 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Íþróttakona Golfklúbbsins Kjalar ársins 2012. Heiða hefur æft golf frá unga aldri en hún kom í golfklúbbinn Kjöl árið 2009. Heiða er dugleg við æfingar, sam- viskusöm og metnaðargjarn kylfingur. Sumarið 2012 varð Heiða klúbbmeistari Kjalar í kvennaflokki. Heiða setti einnig vallarmet á bláum teigum á Hlíðarvelli þegar hún spilaði á 74 höggum á fjórða móti mótaraðar GKJ. Heiða lék á Eim- skipsmótaröðinni með ágætum árangri. Heiða hafnaði í 9. sæti stigalistans og stefnir hærra á næsta tímabili. Heiða var lykilmaður í sveit GKj í sveitakeppni GSÍ í kvennaflokki en sveitin hafnaði í 5. sæti í efstu deild. Heiða er einstaklega góð fyrirmynd fyrir yngri kylfinga klúbbsins og hefur hún unnið gott og óeigingjarnt starf með stúlkunum og á stóran þátt í því að þeim er farið að fjölga í starfinu. Heiða Guðnadóttir kylfingur Íþróttakarl ársins 2012 hjá golfklúbbnum Kili. Theodór Emil hefur æft golf hjá golfklúbbnum Kili frá unga aldri og hefur náð miklum og góðum framförum og árangri. Þetta árið sýndi Theodór einstaklega mikinn dugnað og elju við æfingar sem skiluðu sér í hans besta sumri í golfinu. Theodór varð klúbbmeistari Kjalar með yfirburðum þetta árið en hann lék hringina fjóra á 286 höggum eða tveimur höggum undir pari. Theodór varð einnig stigameistari á mótaröð GKj. Theodór keppti á Eimskipsmótaröð GSÍ í sumar þar sem hann hafnaði í 29. sæti á stigalistanum þrátt fyrir að spila aðeins 4 mót af 6. Theodór var lykilmaður í sveit GKj í sveitakeppni GSÍ en sveitin hafnaði í 6. sæti í efstu deild. Theodór er frábær fyrirmynd og sinnir yngri kylfingum klúbbsins afar vel og bera þeir miklu virðingu fyrir honum. Theodór er í háskólanámi í Bandaríkjunum þar sem hann spilar golf með náminu og mun það án efa hjálpa honum til að ná enn betri árangri næsta sumar. Theodór Emil Karlsson kylfingur Íþróttakona Íþróttafélags aspar árið 2012. Karen Axelsdóttir er fædd 5. júlí 1992, hennar fötlun er CP sem er algengasta tegund hreyfihömlunar og keppir hún í sundi í flokki S2. Flokkar í sundi hreyfi- hamlaðra eru frá S1- S10. Karen æfir sund hjá íþróttafélaginu Ösp tvisvar í viku í Lágafellslaug og einu sinni í viku í sundlauginni í Laugardal. Þjálfarar hennar eru Friðrik G. Sigurðsson og Ingigerður M. Stefánsdóttir. Líkt og flest besta afreksfólk úr röðum fatlaðra hóf Karen þátttöku sína í alþjóðlegum mótum með keppni á norrænu barna- og unglingamóti sem fram fór í Svíþjóð árið 2009. Karen hefur undanfarin ár verið í stöðugri framför og í dag stefnir hún á að ná lágmörkum til æfinga með landsliðshóp Íþróttasambands fatlaðra. Karen er mjög metnaðarfull og er tilbú- in að leggja mikið á sig til að ná árangri í sinni íþrótt. Hún er góður félagi og öðru ungu sundfólki góð fyrirmynd. Fyrsta íslandsmet Karenar var sett 16. maí 2010 í 50m baksundi í 25m laug. Einnig á hún íslandsmet í 50m baksundi sett 2011 í 50m laug. Íslandsmet í 50m baksundi var sett á Íslandsmóti ÍF í 25m laug í Ásvallalaug. Þetta er frábær árangur hjá þessari 20 ára gömlu sundkonu. Karen fer ásamt 15 öðrum sundmönnum úr Ösp á sundmótið Malmö Open í byrjun febrúar. Í þeim hópi er líka gullverðlaunahafinn frá London 2012, Jón Margeir Sverrisson. Karen Axelsdóttir sundkona Íþróttakarl Hestamanna- félagsins Harðar 2012. Reynir Örn er framúrskarandi afreks- maður í hestaíþróttinni. Hann hefur verið valinn hestaíþróttamaður Harðar fimm sinnum. Hann hefur sinnt félags- störfum og starfað sem reiðkennari hjá Herði um árabil, ásamt því að reka stórt hestabú. Hann er alinn upp í Herði og hefur aðeins keppt sem Harðarmaður. Hann er mjög góð fyrirmynd fyrir kyn- slóðina sem við erum að ala upp í Herði. Árið 2012 var einstaklega farsælt hjá Reyni Erni, hann keppti á öllum mótum sem Hörður hélt, ásamt því að keppa á öllum stórmótum sem haldin voru á Íslandi og nánast alltaf í úrslitum. Hann var jafnframt valinn í landslið Íslands sem keppti á gríðarlega sterku Norðurlandamóti í Svíþjóð. Árangur árið 2012: Íþróttamót Mána: 5gangur - 1.sæti. Reykjavíkurmeistaramót: Tölt2 – 3.sæti .Íþróttamót Harðar: Tölti2 – 1.sæti – 5gangur – 3. Sæti. Samanlagður fimmgangssigurvegari. Gæðingamót Harðar: Tölt1 – 1. sæti Unghrossakeppni - 1. sæti. Íslandsmót: 5gangi – 7. sæti - B úrslit Tölt2. Landsmót 2012: A flokkur – 10. Sæti. Suðurlandsmót: Tölti 2 – 3. sæti.Gæðingaveisla Sörla: A flokkur – 3 Norðurlandamót Svíþjóð: Tölti2 – 2. sæti. Opið Íþróttamót Svíþjóð:Tölt1 - 1. sæti - Fjórgangur - 2. Sæti. Töltfimi Skeiðvöllum: - Tölt – 1. sæti. reynir Örn Pálmason hestaíþróttamaður Í ár gefst bæjarbúum í fyrsta skipti kostur á, ásamt aðal- og varamönnum í Íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2012.

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.