Mosfellingur - 10.01.2013, Qupperneq 28

Mosfellingur - 10.01.2013, Qupperneq 28
 - Aðsendar greinar28 Afturelding hefur í 100 ár staðið að íþróttaiðkun meðal Mosfellinga og því stuðlað að betri heilsu í sveit- arfélaginu. Skipulögð íþróttastarf- semi hefur forvarnargildi og er leið til þess að leiða börnin okkar í átt að heilsusamlegu líferni. Til eru ýmar kannanir sem styðja við þessa full- yrðingu og nokkrar má sjá á heima- síðu Menntamálaráðuneytisins á slóðinni: www.menntamalaraduneyti.is/ithrottao- geskulydsmal/aeskulydsrannsoknir Nú á tímum efnahagsþrenginga hafa ráðstöfunartekjur heimila snarminnkað, en það eru heimilin sem standa að mestu leyti undir daglegum rekstri íþróttafélaga eins og Aftureldingar í formi æfingagjalda iðkanda. Afleiðing þessa er brottfall ið- kenda sem er áhyggjuefni. Íþróttafélög eru sjálfstæð félög sem rekin eru af sjálfboðaliðum og tekjur þeirra eru félagsgjöld, æfingagjöld, frjáls framlög og styrkir. Mosfellsbær styrkir Aftureldingu, en styrkur sveitarfélagsins er að stærstum hluta í formi íþróttaaðstöðu og húsnæðis. Síðan 1974 hefur verið starfrækt knatt- spyrnudeild innan Aftureldingar sem í dag er stærsta deild félagsins með nálægt þriðj- ung iðkenda félagsins. Knattspyrnudeild er rekin í þremur sjálfstæðum rekstrarein- ingum, 1) barna og unglingastarf (BUR), 2) meistaraflokkur kvenna, 3) meistaraflokk- ur karla og er hver eining fjárhagslega sjálf- stæð. Við skoðun á rekstri BUR eru æfingagjöld iðkenda einungis 60% af heildarrekstrar- kostnaði og styrkur Mosfellsbæjar 10%. Það þýðir að sjálfboðaliðar þurfa að finna fjáröflunarleiðir til þess að dekka 30% af rekstrarkostnaði á hverju ári. Þetta eru 9 milljónir á ári, sem þarf að safna til þess að endar nái saman. Það er ekki sjálfgefið að það sé rekin knattspyrnudeild hjá Aftureld- ingu ef reksturinn stendur ekki undir sér. Bent hefur verið á að ein leið sé sú að hækka æfingagjöld iðkenda um 50% en ég er hræddur um að það myndi fækka iðkendum verulega. Samkvæmt könnun- um eru innan við 50% krakka á eldri stig- um grunnskóla sem taka þátt í skipulagðri íþróttaiðkun á höfuðborgarsvæðinu. Það hlutfall er skammarlega lágt og því ættum við að taka höndum saman og reyna að fjölga iðkendum í stað þess að sitja aðgerð- arlaus hjá og treysta því að aðrir sjái um þessa þjónustu. Lykilfjáraflanir BUR eru annars vegar Atlantismót, sem er krakka- mót á Tungubökkum á hverju sumri, í fyrra voru um 1.000 krakkar sem tóku þátt og hinsveg- ar þorrablót Aftureldingar. Það er mikilvægt að bæjarbúar mæti á þorrablótið og styðji við barna- og unglingastarf í leið- inni ásamt því að taka þátt í frábærri bæj- arskemmtun. Fjölmargar minni fjáraflanir eru einnig framkvæmdar árlega. Ein þeirra er hópa- leikur í getraunum þar sem allur hagnaður rennur til BUR. Leikurinn hefur verið starf- ræktur í fjölmörg ár, nú síðustu misseri á veitingastaðnum Hvíta riddaranum. Vorleikur 2013 hefst laugardaginn 12. janúar og er opið frá kl 11:45 – 13 alla laug- ardaga. Leikurinn fer þannig fram að tveir mynda hvert lið. Þátttökugjald er kr. 2.000 á mann. Leikurinn gengur út á það að liðin tippa tvær raðir vikulega í 10 vikur og gildir sú röð sem gefur betri árangur hverju sinni. Við notum sömu getraunaseðla og Íslensk- ar getraunir og er mönnum frjálst að senda sínar raðir inn til Íslenskra getrauna og geta því unnið verulega fjármuni. Þetta er ekki bara leið til fjáröflunnar heldur hittast menn og horfa jafnvel sam- an á hádegisleiki, kynnast og frétta hvað er að gerast á hverjum tíma yfir kaffibolla og morgunverðarhlaðborði. Einnig eru haldnir flóamarkaðir og marg- slags kökusölur og fjölmargir viðburðir sem of langt er upp að telja hér, en allir eiga það sameiginlegt að skila tekjum í það bil sem upp á vantar í reksturinn að frátöldum æf- ingagjöldum og styrk frá Mosfellsbæ. Að lokum erum við sem stöndum að þessu sjálfboðaliðastarfi ávallt opnir fyrir hug- myndum til fjáröflunnar. Uppbygging knattspyrnustarfsins Aftur- eldingar undanfarin ár hefur vakið athygli annara félaga innan KSÍ og það er von mín að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í þessari mikilvægu uppbyggingu barna og unglingastarfs knattspyrnudeildar Aftur- eldingar. Áfram Afturelding Snorri Gissurarson stjórnarmaður í BUR Knattspyrnan í Mosfellsbæ Mosfellsbær hefur átt í samstarfi við hjúkrunarheimilið Eir um nokkurra ára skeið. Þannig var m.a. stofnað til samstarfs um byggingu þjón- ustuíbúða í Mosfellsbæ, Eirhamra, með sérstökum samstarfssamningi þar um. Íbúar keyptu sér búseturétt í þeirri góðu trú að þarna væri vel staðið að uppbyggingu og treystu því að með aðkomu Mosfellsbæjar væri þetta ör- ugg og traust fjárfesting þar sem áhyggju- laust ævikvöld væri tryggt. Síðla hausts 2012 birti dagblaðið DV ít- rekað fréttir af fjárhagsvanda Eirar og að þar væri ekki allt með felldu. Drógu þeir fráfarandi forstjóra Sigurð Guðmundsson og stjórnarformann Eirar Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson inn í miður góða umræðu. Fleiri fjölmiðlar bættust í hópinn og var málið fyrirferðarmikið um skeið. Fulltrúi Mosfellsbæjar í stjórn steig þá fram og sagði sig frá stjórnarstörfum en Mosfellsbær hefur átt fulltrúa í stjórn Eirar í þónokkur ár. Ekkert hefur heyrst frá bæjarstjórn Mos- fellsbæjar og í raun hefur þögnin verið ærandi. Íbúar sem í góðri trú keyptu sér búseturétt hljóta að vera órólegir og staða mála yfirskyggt jólamánuðinn. Ég er sannfærður um að fjölmarg- ir íbúar bæjarfélagsins hljóti að vera áhyggjufullir um hag íbúa þjónustuíbúðanna. Með vísan í aðkomu Mosfells- bæjar að sérstökum samstarfs- samningi við Eir vil ég hvetja bæjarstjórn til að birta staðfestingu um að hagur íbúa Eirhamra verði tryggður og að þeir þurfi ekki að óttast um sína stöðu. Jafnframt vil ég óska eftir því að bæjarstjórn upplýsi um aðkomu bæjarins að málinu. Hafði fulltrúi Mosfellsbæjar í stjórn Eirar ekki gert neina athugasemdir við reikn- ingana? Hvernig komu stjórnarmenn upp- lýsingum á framfæri við bæjarstjórn um stöðu mála þegar ljóst var í hvað stefndi og til hvaða ráðstafana greip bæjarstjórn? Um þetta hlýtur að hafa verið bókað í bæjar- stjórn. Ég lít á það sem skyldu bæjarstjórn- ar að upplýsa bæjarbúa og þá sérstaklega íbúa þjónustuíbúðanna um stöðu mála og þróun þeirra frá einum tíma til annars og skora ég á bæjarstjóra að gera grein fyrir málinu hér í blaðinu! Marteinn Magnússon Fv. bæjarfulltrúi Ærandi þögn um þjónustu­ íbúðir Eirar í MosfellsbæKæru Mosfellingar!Um áramót er hollt og gott að líta yfir farinn veg og rifja og meta hvernig liðið ár hefur skilað okkur fram á veginn. Fyrir okkur Mosfellinga hefur árið 2012 á margan hátt verið gott. Er það þrátt fyrir að hinn langþráði almenni efnahagsbati hafi kannski látið meira á sér standa en góðu hófi gegn- ir. Í kjölfar efnahagshrunsins afdrifaríka haustið 2008 var af hálfu Mosfellsbæjar sett upp áætlun um á hvern hátt bæjarfé- lagið brygðist við gjörbreyttum aðstæðum og aðlagaði sig að nýju efnahagsumhverfi. Árangur þessara áætlana erum við að sjá nú með því að rekstur hefur náð jafnvægi og framþróun bæjarfélagsins hafin á ný með framkvæmdum og stefnumótun í takt við nýja tíma. Miklar framkvæmdir í gangi Á árinu 2012 var tekin fyrsta skóflu- stunga að nýju húsi framhaldsskólans í miðbæ Mosfellsbæjar. Þetta er langþráð verkefni sem lengi hefur verið barist fyrir. Framkvæmdir eru komnar vel á veg og er gert ráð fyrir að nýtt húsnæði verði tilbúið í kringum næstu áramót. Ríkið mun sjá um rekstur skólans en Mosfellsbær greiðir 40% af stofnkostnaði. Framkvæmdir við nýtt 30 rýma hjúkrunarheimili ganga vel og er utanhúss- frágangi lokið og stendur innréttingavinna yfir. Gert er ráð fyrir að húsnæðið verði til- búið nú á vormánuðum. Framkvæmdin er á vegum Mosfellsbæjar sem mun svo leigja ríkinu húsið til 40 ára. Á Hlaðhömrum stendur einnig yfir önnur mikilvæg fram- kvæmd í þágu aldraðra en það er innrétting á nýju rými fyrir þjónustumiðstöð. Þeirri framkvæmd lýkur einnig í vor og verður mikil lyftistöng fyrir félagsstarf eldri borg- ara hér í bæ. Bætt íþróttaaðstaða Mosfellsbær er þekktur sem mikill íþrótta- og útivistarbær og þarf aðstaðan að taka mið af því. Mosfellingar hafa löngum verið ánægðir með íþróttaaðstöðuna í bæn- um og í síðustu þjónustukönnun Gallup voru um 90% bæjarbúa ánægðir með þá aðstöðu. En lengi má gott bæta og með stækkandi bæjarfélagi þarf að bæta við. Á síðasta ári var tekin í notkun ný skrifstofu- og félagsaðstaða fyrir Aftureldingu á 2. hæð í íþróttamiðstöðinni að Varmá sem mun án efa bæta aðstöðu þessa mikilvæga félags. Að ósk Aftureldingar var einnig ákveðið að ráðast í byggingu nýs íþróttasalar við íþróttamiðstöðina að Varmá. Sá salur er ætlaður fyrir fimleika og bardagaíþróttir og verður um 1.200 fm að stærð ásamt 300 fm millilofti. Jarðvegsframkvæmdir fóru fram á árinu 2012 en bygging sjálfs hússins mun hefjast nú í febrúar og ljúka næsta haust. Tilkoma þessa húss verður mikil lyftistöng fyrir fim- leika- og bardagaíþróttir í bæn- um en einnig aðrar íþróttagreinar því það mun skapast meira rými í þeim þremur íþróttasölum sem fyrir eru að Varmá. Skólamál í öndvegi Þó að Mosfellsbær eigi sér langa og merka sögu þá er bæjarfélagið „ungt” í þeim skilningi að hér býr mikið af börnum og því meðalaldur bæjarbúa lágur. Fjöl- skyldufólk sækir í að búa í Mosfellsbæ. Fræðslumálin eru því okkar mikilvægasti málaflokkur og í hann fer rúmlega helm- ingur af skatttekjum bæjarins. Þrátt fyr- ir minnkandi tekjur hefur tekist að verja þennan málaflokk að mestu fyrir hörðum niðurskurði og starfsfólk bæjarins hefur unnið aðdáunarvert starf í að sinna þessum málaflokki við erfiðar aðstæður. Síðastliðið sumar voru kynntar breytingar á sérfræði- þjónustu hjá Mosfellsbæ sem munu fela í sér umbætur á þjónustu við börn með sér- þarfir. Vinnuhópur lagði m.a. til að stofn- aðar yrðu sérdeildir við Lágafellsskóla og Varmárskóla til að sinna þessum málum. Á undanförnum tveimur árum hafa verið tekin í notkun tvö ný skólamannvirki, þ.e. Krikaskóli og Leirvogstunguskóli og hefur það breytt miklu í þessu barnmarga sam- félagi. Þrátt fyrir þetta er það ein stærsta áskorunin sem bærinn stendur frami fyrir á næstu árum að bæta aðstöðu skólanna enn frekar. Stóru skólarnir okkar, Varmárskóli og Lágafellsskóli eru nú með stærstu skól- um landsins og hefur einkum Lágafells- skóli stækkað hratt á undanförnum árum. Er nú svo komið húsnæðisþörf skólans er orðin brýn og er nú unnið að áætlun um uppbyggingu nýrra skólamannvirkja á vest- ursvæði. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru hvað varðar það sem gerst hefur í Mos- fellsbæ á s.l. ári, og of langt mál væri að telja það allt upp. Bæjarbúar geta líka ver- ið stoltir af sínum eigin afrekum, Mosfell- ingurinn Greta Salóme var fulltrúi Íslands í Eurovision og stóð sig þar frábærlega og Mosfellingar státa nú af Íslandsmeistur- um kvenna í blaki, svo eitthvað sé nefnt. Framtíðin er björt í Mosfellsbæ með gild- in okkar góðu VIRÐINGU – FRAMSÆKNI – JÁKVÆÐNI og UMHYGGJU að leiðarljósi. Ég vil nota tækifærið og þakka ykkur öllum fyrir gott samstarf, samskipti og vináttu á nýliðnu ári og megi árið 2013 verða okkur gæfuríkt og gleðilegt. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Um áramót VANTAR EIGNIR Á SKRÁ! Erum með áhugasama kaupendur að eftirfarandi eignum: Einbýlishús á einni hæð, 170-200 m2 í Holtum eða Töngum – verðhugmynd 40-45 milljónir Einbýlishús, 200-260 m2 í Höfðum eða Hlíðum – verðhugmynd 45-55 milljónir. 100-140 m2 raðhús m/bílskúr í Höfðum eða Hlíðum 2ja herbergja íbúð í Klapparhlíð. 3-4ra herbergja íbúð á jarðhæð á Lágafellsskólasvæðinu. www.fastmos.is 586 8080 Sími: Þverholti 2 • Mosfellsbæ Fasteignasala Mosfellsbæjar Sími: 586 8080 www.fastmos.ishafðu samband E.BAC K M A N Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali Viltuselja... E .B A C K M A N

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.