Mosfellingur - 04.04.2013, Síða 23

Mosfellingur - 04.04.2013, Síða 23
XXXX x xxfellinga - 27www.mosfellingur.is 3 K y n n i n g Við bjóðum góðar framtíðarhorfur Við bjóðum góða þjónustu Með honum geta foreldrar, ömmur, afar, frændur og frænkur tryggt fermingarbarninu veglegan sjóð sem losnar við 18 ára aldur, um það bil þegar næstu stóru áfangar í lífinu blasa við. Framtíðarreikningur ber ávallt hæstu vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga bankans og er því framúrskarandi valkostur fyrir langtímasparnað. Hægt er að stofna og leggja inn á Framtíðarreikning í útibúi Íslandsbanka í Mosfellsbæ. Framtíðarreikningur Íslandsbanka er góð fermingargjöf *Eitt framlag fyrir hvert fermingarbarn Þeir sem leggja fermingarpeningana sína, 30.000 kr. eða meira, inn á Framtíðarreikning Íslandsbanka geta fengið 5.000 kr. í mótframlag inn á Framtíðarreikninginn sinn.* Leggðu fermingarpeningana inn á Framtíðarreikning islandsbanki.is Sími 440 4000 Ungmenni sem vilja ná langt í námi og íþróttum hafa í dag um spennandi kost að velja. Frá árinu 2008 hefur Borgarholtsskóli boðið upp á afreks- íþróttasvið sem er algjörlega sniðið að þörfum ungs íþróttafólks sem langar að ná árangri í íþrótt- um og námi. Afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla býður framhaldsskólanemendum upp á að stunda nám á hvaða bóknámsbraut sem er ásamt því að stunda íþrótt sína; knattspyrnu, handknattleik, golf eða körfubolta þrisvar í viku og fá 4 einingar fyrir á hverri önn. Þarna geta afreksíþróttakonur og -menn í þessum íþróttagreinum æft íþrótt sína með álagi afreksmannsins samhliða námi. Þessi valmöguleiki sem Borgarholtsskóli býð- ur upp á hefur óteljandi kosti. Hingað til hafa flestar afreksbrautir gengið út á að stunda nám á íþróttabraut. Í þessu tilviki er það ekki nauðsyn- legt. Nemendur geta valið sér það nám sem þeir vilja og því heftir íþróttaiðkun ekki námsmögu- leika þeirra. Nemendur stunda þrjár æfingar í viku inni í stundatöflu ofan á æfingar með félagsliðum sínum. Fagmenntaðir þjálfarar sem allir hafa reynslu af því að vinna með bestu íþróttamönn- um landsins í þessum aldurshópi sjá um að þjálfa nemendur. Þjálfararnir eru allir vel menntaðir í sinni grein og leggja áherslu á einstaklingsmið- aða tækniþjálfun enda eru ávallt fáir leikmenn á hvern þjálfara. Það sem helst háir ungu íþróttafólki í dag er tímaleysi, slakt mataræði og ónógur svefn. Hæfi- leikar íslenskra ungmenna eru svo sannarlega til staðar. Í Borgarholtsskóla heldur þjálfarinn sér- staklega vel utan um afreksnemendur, þeir læra forvarnaræfingar gegn meiðslum, fá fræðslu um mataræði og mikilvægi hvíldar og þar með allar þær forsendur sem þarf til að ná hámarksárangri. Nemendur fá að auki fræðslu um íþróttasálfræði, þjálffræði, jóga og fleiri stoðgreinar sem tengjast afreksmönnum í íþróttum. Þjálfarinn heldur utan um hópinn eins og umsjónarkennari um bekk og góð stemning myndast í hópnum líkt og í bekkjar- kerfi. Lagt er kapp á að nemendur uppfylli kröfur um námsmarkmið. Nemendur orða þetta best sjálfir: „Eftir að ég byrjaði á afrekssviðinu í Borgó hafa framfarirn- ar svo sannarlega sýnt sig! Þvílík snilld sem þetta er, mæli eindregið með þessu fyrir alla sem að hafa áhuga á að ná langt í sinni íþróttagrein,“ segir stúlka á handboltaafrekssviði. „Ég mæti á 6 skipulagðar æfingar í viku með afrekinu og mínum golfklúbbi. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Ég er mjög ánægður með að ég sótti um á afreksbrautinni í Borgarholtsskóla,“ segir dreng- ur á golfafrekssviði. „Ég hef bætt skottækni mjög mikið,“ segir afreksknattspyrnumaður. „Eftir að ég byrjaði í afreks hef ég bætt mig sem leikmann alveg heilmikið bæði tækni og leikskilning,“ segir nemandi á handboltaafrekssviði. „Afreksbraut- in er frábær leið til að æfa ennþá meira. Flottar og vel skipulagðar æfingar. Frábær aðstaða til að huga að öllum þáttum íþróttarinnar. Ég er mjög ánægður með afreksbrautina,“ segir ungur afreks- kylfingur. Í Borgarholtsskóla er í boði frábært tækifæri fyrir afreksíþróttafólk sem ég hefði svo sannarlega þegið að taka þátt í þegar ég var í framhaldsskóla. Kröfurnar til inngöngu eru miklar enda þarf að standast miklar kröfur ef árangri skal ná í íþrótt- um og námi. Nemendur þurfa að hafa náð grunn- skólaprófi, hafa stundað íþrótt sína í nokkur ár, vera vímulausir og skila fyrirmyndar skólasókn. Nánari upplýsingar eru á www.bhs.is Íris Björk Eysteinsdóttir Verkefnastjóri afreksíþróttasviðs Borgarholtsskóla „Hef bætt bæði tækni og leikskilning“ Nemendur á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla ánægðir með námsmöguleika skólans

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.