Mosfellingur - 04.04.2013, Page 28

Mosfellingur - 04.04.2013, Page 28
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Tvíeggja tvíburar fæddir 18. ágúst 2012. Stefán Mikael Grétarsson og Sigurður Andreas Grétarsson. For- eldrar eru Thelma Ósk Kristjáns- dóttir og Grétar Már Sigurðarson Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Brynjar Freyr Snorrason fæddist 3. desember 2012. Hann vó 3560 gr. og var 52 cm. Foreldrar eru Snorri Fannar Guðlaugsson og Sigrún Ámundadóttir. Stóra systir heitir Fanney Rún og er tveggja ára. Eysteinn skorar á Elías Þórhallsson að deila með okkur uppskrift í næsta blaði Kjúklingur með Ritzkexi Í eldhúsinu Eysteinn Leifsson leyfir okkur að skyggnast í eldhúsið í Byggðarholtinu. „Ég þakka Ásgeiri pent fyrir áskorunina, mér er margt betur til lista lagt en matseld. Ég samdi við frúna um að senda inn uppskrift sem er einföld og góð og ég gæti gert á góðum degi.“ Kjúklingur með Ritzkexi 1-2 sætar kartöflur 1 poki spínat 1 krukka fetaostur 4 kjúklingabringur 1 krukka mango chutney (stór) ritzkex og rifinn ostur Kartöflur hreinsaðar og skornar í þunnar sneiðar, lagðar í botninn á eldföstu móti. Spínati dreift yfir. Fetaosti jafnað yfir og olía látin fara með. Kjúklingabringur skornar í 3 hluta hver Þær steiktar á pönnu og mango chutney hellt yfir. Þetta síðan sett í mótið ofan á fetaostinn, mulið ritzkex og rifinn ostur sett yfir. Bakað í um 40-50 mín. við 180°C. Borið fram með fersku salati hjá EystEini Tveir mánuðir Ég held það sé ekki flókið fyrir nokkurn mann að ímynda sér hvar hann/hún verður eftir tvo mán- uði. Sumarið er stutt undan, fólk er strax farið að ganga í hlýra- bolum og margir hverjir farnir að kaupa sér sólarvörn. Sólin er að láta sjá sig og ég er ekki frá því að fólk spennist meira upp fyrir því að komast í sumarið heldur en að komast í jólin. Ég er alla vega á þeirri skoðun að það er skemmti- legra að komast í hitann heldur en slabbið yfir jólin. Flott að sjá hvernig annar hver Mosfellingur er farinn að ráðast á garðinn hjá sér og í kappi við nágranna að hafa garðinn sinn sem flottastan fyrir sumarið, þótt það sé nú enn smá frost í jörðu. Mig langar að taka það fram hérna hvað þessi blessaði Mosfellsbær er að verða fullkominn. Það liggur við að við þurfum ekki að verja okkur lengur fyrir Reykvíkingum þar sem þeir kalla okkur Mosfells„sveit“, þeir eru allir farnir að sækja hingað í sveitina. Við höfum allt hér og Domino´s setti lokapunktinn á það nú á dögunum. Þrátt fyrir spenningin fyrir sumr- inu þá verður líka gaman að horfa á handboltann hjá Aftureldingu eftir sumarið. Undirbúningstímabilið hjá þeim verður eflaust spennandi þar sem þeir munu taka á móti nýj- um liðum í nýrri deild.Leiðinlegt að þeir skyldu falla á tímabilinu en mér finnst þetta samt jákvætt á þann hátt að ég held að fleiri muna sækja völlinn næsta vetur til að hvetja sína menn áfram. Mæting- arnar hafa ekki verið upp á það besta upp á síðkastið. Ég hef sjálfur ekki verið duglegur að mæta en ætla mér að bæta þeim það upp og láta mig ekki vanta á leikina eftir sumarið. Bragi þór - Heyrst hefur...28 Heyrst Hefur... ...að útibúi Íslandsbanka í Kjarnanum verði lokað í haust. ...að Mosfellsbær gæti séð sig knúinn til að hætta öllum viðskiptum við bankann sem hefur verið í Kjarnan- um um árabil. ...að Helgi Björns og reiðmenn vind- anna verði með Vorblót í Hlégarði í byrjun maí. ...að Brynja Jóns sé tekin við formennsku fimleikadeildarinnar af evu Magnúsdóttur. ...að meistaraflokkur kvenna í blaki hafi ekki náð að verja Íslands- og bikarmeistaratitla sína frá því í fyrra. ...að knattspyrnukona Aftureldingar, Lára Kristín, haldi til Bandaríkjanna í haust og stundi þar nám samhliða boltanum. ...að búið sé að opna veitingastaðinn Magamál við hliðina á Bónusvideo í Kjarnanum. ...að Bubbi Morthens verði með tónleika í Hlégarði í kvöld. ...að María Pálsdóttir úr Útsvarsliði Mosfellsbæjar verði á lista Bjartrar framtíðar fyrir Alþingiskosningarnar. ...að hugmyndir séu uppi um að opna útibú frá Lágafellsskóla sem hugs- anlega yrði staðsett á Þrastarvöllum við Þrastarhöfða. ...að Hrói Höttur sé búinn að loka pizzastaðnum í Kjarnanum. ...að í undirbúningi sé útgáfa á sögu hestamannfélagsins Harðar. ...að Heiðar snyrtir verði kynnir á konukvöldi Hvíta riddarans laugar- daginn 13. apríl. ...að stefanía svavars hafi slegið í gegn á 25 ára afmælistónleikum sálarinnar. ...að Gunnar Böðvars og Axelína hafi slegið til og gift sig á dögunum. ...að Duna í Melkoti sé á lista Lýðræð- isvaktarinnar fyrir kosningar. ...að sólin sé farin að skína á nýjan leik í Hlíðatúnshverfi. ...að stefanía Ósk hafi fagnað fertugs- afmæli sínu á dögunum. ...að Kristján Þór hafi leikið Hlíðarvöll- inn á 66 höggum í páskamótinu. ...að markmaðurinn Dabbi svans ætli að leika áfram með Aftureldingu. ...að Biggi Haralds troði upp á spot á laugardaginn með nýrri hljómsveit sem ber nafnið rokksveitin Gullfoss. ...að Mosfellingurinn Þorsteinn Gunnar friðriksson hafi lent í öðru sæti í Músíktilraunum með hljómsveit sinni. ...að Ingimundur Helga sé búinn að fá sér svartan Labrador. ...að kærustukrúttin Árni Magg og thelma eigi afmæli í dag. ...að verið sé að safna í stækkunarsjóð Harðarbóls. mosfellingur@mosfellingur.is Sendið okkur myndir af nýjum Mosfellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is MOSFELLINGUR Hvað er að frétta? Sendu okkur línu... mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.