Mosfellingur - 16.05.2012, Side 4
Sunnudagur 20. maí
Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl.14
Hin árlega hestareið hestamannafélags-
ins Harðar í Mosfellsbæ til kirkju.
Karlakór Kjalnesinga syngur.
Fjölmennum. Allir velkomnir!
Prestur: Sr. Ragnheiður Jónsdóttir
Sunnudagur 27. maí
Hvítasunnudagur
Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11
Þennan dag munu þær Kristín Anna
Jensdóttir og Sjöfn Pálsdóttir syngja
dúetta með kirkjukórnum.
Prestur: Sr. Skírnir Garðarsson
Sunnudagur 3. júní
Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11
Vorboðarnir, kór eldri borgara
í Mosfellsbæ syngur.
Prestur: Sr. Skírnir Garðarsson
HelgiHald næStu vikna
www.lagafellskirkja.is
kirkjustarfið
- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64
Skráning á landsmót
50+ gengur vel
Skráningar á 2. landsmót UMFÍ 50+
sem haldið verður í Mosfellsbæ 8.-
10. júní í sumar ganga vel. Undir-
búningi miðar vel áfram og er reikn-
að með góðri þátttöku á mótið. Það
er mikill hugur í mótshöldurum og
gengur undirbúningur samkvæmt
áætlun. Athygli skal vakin á því að
þátttakendafjöldi í golfi og pútti
verður takmarkaður og því er um að
gera fyrir keppendur í umræddum
greinum að skrá sig í tíma. Allir
geta skráð sig til leiks óháð félagi.
Mótið er fjölskylduhátíð með
fjölbreyttri dagskrá. Ásamt keppni í
hinum ýmsu íþróttagreinum verða
fyrirlestrar og sýningarhópar. Allar
upplýsingar og fyrirkomulag um
mótið má finna á www.umfi.is.
Lyktarmengun frá Álfsnesi hefur ekki minnkað þrátt fyrir aðgerðir Sorpu undanfarin ár
lagst gegn áframhaldandi
starfsleyfi Sorpu í Álfsnesi
Íbúafundur sem haldinn var í
Listasal Mosfellsbæjar 3. maí 2012 um
starfsemi SORPU bs í Álfsnesi, leggst
gegn því að SORPA fái áframhaldandi
starfsleyfi í Álfsnesi. Íbúafundurinn
telur starfsemina ekki eiga heima
nálægt byggð meðal annars vegna
lyktarmengunar. Þær aðgerðir sem
gripið hefur verið til á undanförnum
árum til að bregðast við lyktarmeng-
uninni hafa ekki skilað tilætluðum
árangri. Íbúafundurinn skorar á
stjórn SORPU og aðildarsveitarfélög
að standa saman að því að finna
nýtt framtíðarsvæði fyrir starfsemin
SORPU.
Ályktun íbúafundar
í Mosfellsbæ, 3. maí
Samfylkingarfélagið í Mosfellsbæ hélt íbúa-
fund þann 3. maí um starfsemi Sorpu í Álfs-
nesi. Fundurinn var haldinn í Listasalnum
og var hann vel sóttur. Til máls tóku Oddný
Sturludóttir stjórnarformaður Sorpu, Björn
H. Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu,
Stefán Gíslason umhverfisfræðingur Rúnar
Þór Guðbrandsson formaður íbúasamataka
Leirvogstungu.
Fulltrúar frá stjórnmálaflokkunum í
Mosfellsbæ sátu fyrir svörum og komu
sínum sjónarmiðum á framfæri en pólitísk
samstaða virðist vera um að starfsleyfi
Sorpu í Álfsnesi skuli ekki endurnýjað.
Starfsleyfið rennur út um næstu áramót
en Sorpa er í eigu sveitarfélaganna sjö á
höfuðborgarsvæðinu.
Finna þarf nýtt framtíðarsvæði
Í ályktun sem samþykkt var á fundinum
segir að íbúafundurinn telji starfsemina
ekki eiga heima nálægt byggð meðal annars
vegna lyktarmengunar. Þær aðgerðir sem
gripið hafi verið til á undanförnum árum til
að bregðast við lyktarmenguninni hafi ekki
skilað tilætluðum árangri. Íbúafundurinn
skorar á stjórn SORPU og aðildarsveitarfé-
lög að standa saman að því að finna nýtt
framtíðarsvæði fyrir starfsemi SORPU.
Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu
talar á Íbúafundi sem haldinn var í Listasalnum.
SORPA er
byggðasamlag í
eigu sveitarfélaganna
sjö á höfuðborgar-
svæðinu; Reykjavík,
Hafnarfjörður, Kópa-
vogur, Seltjarnarnes,
Mosfellsbær, Garða-
bær og Álftanes.
M
yn
d/
Ra
gg
i Ó
la
Mosfellingar kvarta bæði und
an sjón og lyktarmengun frá
Álfsnesi og sumir líkja svæðinu
við risa stóran útikamar.
Aðalfundur og vor-
ferð Sögufélagsins
Sögufélag Kjalarnesþings heldur
aðalfund sinn fimmtudaginn 31.
maí kl. 17 á kaffihúsinu Álafossi.
Eftir venjuleg aðalfundarstörf verð-
ur flutt fræðsluerindi sem tengist
sögu Mosfellsbæjar. Nýir félagar eru
boðnir velkomnir og verður upp á
kaffiveitingar.
Það er löng hefð fyrir því hjá
Sögufélaginu að fara í vorferð og
að þessu sinni verður hún laugar-
daginn 2. júní. Þá verða skoðaðar
rústir þriggja fjárrétta í suðurhluta
sveitarfélagsins. Einnig verður litið
við í gullnámunni í Þormóðsdal.
Lagt verður af stað með rútu frá
Hlégarði kl.10 en komið heim um
kl. 13.30. Hér er um fjölskylduferð
að ræða og eru allir velkomnir í
hana. Þátttakendur eru hvattir til að
koma vel búnir til útiveru og taka
með sér nestisbita.
Meðfylgjandi mynd var tekin í
ferð félagsins síðastliðið vor þegar
haldið var á vit eyðibýla sveitar-
innar og þau merkt með skiltum.
Hér er sögufélagsfólk statt við rústir
Óskots, vestan við Hafravatn.
BINGÓ
Fimmtudagi
nn 17.maí
Miðvikudag
inn 16.maí
Próflokadjamm meðDJBoombastic
sixties
Minnum
á matseð
ilinn og
fylgstu
með okk
ur á fac
ebook!
djamm!
Hljómsveitin Laugardaginn 26.maí
heldur uppi fjörinu!
Tandoori Johnson
Laugardaginn 19.maí
Hljómsveitin
Háholti 13 - 566 6222
Restaurant - Bar - Sportbar
með John Andrews og Co.
w w w. l a g a fe l l s k i r k j a . i s