Mosfellingur - 16.05.2012, Síða 10
Stöllurnar syngja
um ástina og lífið
Í kvöld, miðvikudaginn 16. maí kl.
20 í Bæjarleikhúsi Mosfellsbæjar
heldur kvennakórinn Stöllurnar
sína árlegu vortónleika. Tónleikarn-
ir verða sérlega glæsilegir í ár þar
sem að kórinn er 5 ára á árinu. Kór
þessi var stofnaður haustið 2007 af
konum sem vinna í leikskólum bæj-
arins. Þar sem kórinn er í samstarfi
við Leikfélag Mosfellsbæjar verða
stuttir leikþættir inn á milli laga.
Yfirskrift tónleikana er „ástin og líf-
ið“ þar sem öll lögin fjalla um ástina
eða lífið í öllum sínum myndum.
Mikið er um íslensk dægurlög og
bítlaög á efnisskránni, m.a. Reyndu
aftur og Draumaprinsinn. En einnig
verða sungin bítlalögin All you need
is love, Blackbird og Let it bee.
Stjórnandi kórsins er Heiða
Árnadóttir. Miðar eru seldir við
innganginn en miðaverð er 1000 kr.
en ókeypis fyrir 12 ára og yngri.
Sýning í tilefni 50 ára
afmælis Varmárskóla
Á myndinni er hluti leikhóps sem
frumsýnir nýtt verk í Bæjarleik-
húsinu þann 2. júní. Sýningin er
sett upp í tilefni af 50 ára afmæli
Varmárskóla og það eru nemendur
í leiklistarvali 9. og 10. bekkjar
Lágafells- og Varmárskóla sem
leika. Leikstjóri er María Pálsdóttir
leikkona sem hefur kennt val-
greinina í vetur og hún er einnig
höfundur ásamt leikhópnum. Óskar
Einarsson aðstoðar við tónlist.
Í verkinu skarast tvennir tímar;
nútíminn og árið 1962. Við sögu
koma verðandi gagnfræðingar, Bára
kennari, Hlégarður, sveitasíminn,
Sæmi Rokk, rómantíkin, sagan af
bandarísku hjúkkunni ásamt fleiru
krassandi. Sýningar verða laugar-
daginn 2. júní kl. 16.30 og kl. 19.
Miðar seldir við innganginn á litlar
500 krónur.
- Fréttir úr Mosfellsbæ10
STAFRÆN PRENTUN I STÓRLJÓSMYNDAPRENTUN I STAFRÆN HÖNNUN
ARTPRO ehf. I Háholti 14, 2. hæð I 270 Mosfellsbæ I Sími: 566 7765 I www.artpro.is I artpro@artpro.is
VERSLUM Í HEIMABYGGÐNafnspjöld I Bæklingar
Auglýsingar I Dreimiðar
Ljósmyndir I Bækur I KortLISTRÆN FAGMENNSKA
ARTPRO
WWW.ARTPRO.IS
PRENTÞJÓNUSTA
Kæru Mosfellingar!
Ég vil nota tækifærið og þakka ykk-
ur öllum innilega fyrir stuðninginn
síðustu mánuði.
Hann hefur verið
ómetanlegur og
hefur heldur bet-
ur munað um að
hafa bæjarfélagið
á bak við sig. Ég
er stolt að segja
að ég sé hluti
af þessu frábæra samfélagi sem
Mosfellingar eru! Takk fyrir mig, þið
eruð frábær!
Kv. Greta Salóme,
Mosfellingur með meiru.
Þakkarorð
Um 2000 skólabörn úr Mosfellsbæ kvöddu Eurovision-farana Gretu Salóme og Jónsa
Kveðjuhóf á Miðbæjartorginu
Greta Salóme oG
Jón JóSep taka laGið
bæJarStJórinn
færir lukkurGripi
Skólabörnin létu
votviðri ekki á SiG fá
Mosfellingurinn Greta Salóme Stefánsdóttir höfundur og flytjandi lagsins Mundu eftir
mér sem fer fyrir Íslands hönd í Eurovision var kvödd á Miðbæjartorginu á dögunum.
Um 2000 skólabörn fylltu torgið og tóku vel undir þegar Greta og Jónsi fluttu framlag
Íslands. Greta á án efa eftir að vera Mosfellsbæ og öllu Íslandi til sóma í keppninni sem
fram fer í Baku í Azerbaijan.
StemninG á torGinu
þrátt fyrir Skúrir