Mosfellingur - 16.05.2012, Blaðsíða 16
Stefán Bjarnarson gekk í Leikfélag Mosfellssveitar árið 2000 og hefur frá þeim tíma tekið þátt í mörgum
uppfærslum með félaginu. Hann hefur
einnig tekið að sér hlutverk í kvikmynd-
um, skemmtiþáttum og áramótaskaup-
inu. Með dyggum stuðningi fjölskyldu
sinnar lét hann gamlan draum rætast og
skellti sér í leiklistarnám til Bandaríkj-
anna og segist ekki sjá eftir því.
„Ég ólst upp fyrstu tíu ár ævi minnar í
vesturbænum í Kópavogi og gekk í Kárs-
nesskóla. Síðan lá leiðin í austurbæinn í
Digranesskóla og þaðan í Víghólaskóla.
Við strákarnir í hverfinu lékum okkur oft í
fjörunni í Fossvoginum og bjuggum til fleka
og sigldum út voginn. Oft var barist á milli
blokka með heimatilbúnum sverðum og
skjöldum á Ásbrautinni þar sem ég bjó og
oft fór það nú svo að á endanum fór einhver
grenjandi heim.“
Varð skákmeistari tólf ára
„Þegar ég varð átta ára þá lærði ég mann-
ganginn í skák. Ég hef alla tíð teflt mikið
sérstaklega á mínum yngri árum bæði hér
heima og erlendis. Ég varð skákmeistari
barnaskólanna í Kópavogi tólf ára gamall.
Ég var einnig mikið í knattspyrnu og spilaði
með ÍK og Víking.“
Keppti í ræðumennsku
„Á unglingsárunum gekk ég í JC í Kópa-
vogi og keppti í ræðumennsku vítt og breytt
um landið. Þetta var afskaplega lærdóms-
ríkur tími og byggði upp hjá manni mikið
sjálfstraust sem hefur skilað sér í verkefn-
um sem ég hef tekið að mér í gegnum tíð-
ina eins og veislustjórn, á skemmtunum og
fleiru tilfallandi.“
Stefán er fæddur í Reykjavík 20. maí
1964. Foreldrar hans eru Sigurður Bjarnar-
son sölumaður og Jóna Þorláksdóttir starfs-
maður hjá Norvík. Systkini Stefáns eru þau
Rósa Björk og Arnar. Stefán á tvær dætur
þær Elísabetu Heiðu 24 ára sem er á öðru
ári í hjúkrunarfræði og Díönu Mjöll 17 ára
á fyrsta ári í íþróttabraut Fjölbrautarskól-
ans í Breiðholti. Hann á þrjá stjúpsyni þá
Mána 26 ára, Mímir 22 ára og Móses 15 ára.
Heimilishundurinn heitir Dexter.
Lauk sveinsprófi í húsasmíði
„Ég hef fengist við ýmislegt um ævina
eins og að vera á sjó, vinna í fiski, sölu-
maður og verið umboðsmaður
fyrir skemmtikrafta. Ég ákvað að
skella mér í nám og lauk sveins-
prófi í húsasmíði frá Fjölbrautar-
skólanum í Breiðholti árið 1988
og vann við smíðar til fjölda ára.
Árið 1997 flutti ég í Mosfellsbæ ásamt
fyrrverandi sambýliskonu minni en okkar
leiðir skildu árið 2001. Mér finnst mjög
gott að búa í þessu fallega bæjarfélagi og er
margt sem tengir mig við bæinn og næsta
nágrenni. Afi minn og amma í
móðurætt voru fyrstu ábúend-
urnir í Hlégarði en afi er frá
Álfsnesi. Langafi minn, Kristján
Þorkelsson var hreppsstjóri á Kjalarnesi.“
Kynntist mörgum bæjarbúum
„Ég tók mér hlé frá smíðunum og tók við
rekstri Grillnestis í Mosfellsbæ og rak þann
stað í fimm ár. Sá tími var mjög skemmti-
legur og maður kynntist mörgum bæjarbú-
um og lenti líka í mörgum skemmtilegum
uppákomum. Eitt sinn bað viðskiptavinur
mig um eina pylsu með öllu nema í stað
pylsunnar vildi hann Síríuslengju sem
sökk ofaní allt gumsið. Eftir þetta lét ég
ekkert koma mér á óvart. Eftir að ég seldi
Grillnesti þá fór ég að smíða aftur og gerði
næstu þrjú árin.
Mín helstu áhugamál eru skák, hesta-
mennska, knattspyrna og golf og þessa
stundina er ég aðallega að berjast við að
lækka forgjöfina mína í golfinu,“ segir Stef-
án og glottir. „Ég myndi gjarnan vilja sjá
öflugt skákfélag í Mosfellsbæ því ég veit að
það vantar ekki áhugann.“
Eitt öflugasta áhugaleikhús á landinu
„Árið 2000 gekk ég í Leikfélag Mosfells-
sveitar og hef ég leikið með þeim allar
götur síðan. Í leikhúsinu ríkir sérstakur
andi og þykir mér mjög vænt um alla vini
mína þar. Leikfélagið er meðal öflugustu
áhugaleikhúsa á landinu og hefur staðið að
mörgum góðum sýningum en mér finnst að
bæjarbúar mættu vera duglegri að sækja
okkur heim.
Eftir að hafa leikið með leikfélaginu, í
bíómyndum, skemmtiþáttum og fleiru
í átta ár ákvað ég með dyggri hvatningu
fjölskyldunnar að láta slag standa og stíga
skrefið til fulls og nema leiklist. Ég flaug til
Bandaríkjanna og kláraði leiklistarnámið
þar árið 2011.“
Sjálfstætt starfandi nuddari
„Í Bandaríkjunum sótti ég líka nám í
heilsunuddi og starfa í dag sjálfstætt sem
nuddari. Ég hef verið að nudda strákana
í meistaraflokki Víkings í knattspyrnu auk
þess sem ég hef verið síðasta hálfa árið á
Nordica Spa á Hótel Hilton.
Það hentar mér ágætlega að vera að
nudda því þá hef ég sveigjanlegan vinnu-
tíma og get því tekið að mér hin ýmsu
verkefni í leiklistinni sem oft koma upp
með stuttum fyrirvara. Ég er einnig í hálfu
starfi hjá Íþróttafélaginu Víkingi við hin
ýmsu störf.“
Ætla að opna veitingahús
„Núverandi sambýliskona mín er Guð-
laug Ágústa Halldórsdóttir hönnuður en
hún rekur verslunina Má mí mó í Ingólfs-
stræti. Um miðjan júní ætlum við að opna
veitingahús í miðbæ Reykjavíkur sem
verður með áherslu á heilsusamlegan fisk
og fullt af góðu meðlæti og þessa dagana
stendur undirbúningur sem hæst.
Við höfum bæði ágætis reynslu af fyrir-
tækjarekstri og þá sér í lagi Guðlaug sem
hefur rekið nokkur veitingahús eins og
Gauk á Stöng, Apótekið, Hótel Loftleiðir
og fleiri.
Allir Mosfellingar eru að sjálfsögðu vel-
komnir til okkar nema kannski Steindi Jr.
sem hefur ekki enn boðið mér hlutverk í
þáttunum sínum,“ segir Stefán og hlær er
við kveðjumst.
Myndir: Ruth Örnólfs og úr einkasafni
Eftir að hafa leikið með
leikfélaginu, í bíómyndum,
skemmtiþáttum og fleiru í átta ár
ákvað ég með dyggri hvatningu
fjölskyldunnar að láta slag
standa og stíga skrefið til fulls
og nema leiklist.
MOSFELLINGURINN
Eftir Ruth Örnólfsdóttur
ruth@mosfellingur.is
- Viðtal / Mosfellingurinn Stefán Bjarnarson16
Leiklist er lífið
Stefán Bjarnarson húsasmiður lét gamlan draum rætast og skellti sér í leiklistarnám til Bandaríkjanna
Stefán og Guðlaug Ágústa á góðri stundu.
Uppáhaldsrakspíri?
Beckham, enda ManU maður.
Hvernig Facebook týpa ertu?
Afmælisfacebookarinn.
Hver er þín óvenjulegasta lífsreynsla?
Að kynnast Gullu minni.
Hver myndi leika þig í bíómynd?
Val Kilmer og Ágúst Sæland og ef þeir
skildu vera uppteknir þá Brad Pitt.
Fallegasti staður í Mosfellsbæ?
Leirurnar á hestbaki við sólsetur.
Ertu A eða B manneskja? A.
Hver er þín versta martröð?
Að missa trúna á sjálfum mér.
Lýstu þér í þrem orðum?
Hamingjusamur, heill og hjálpsamur.
HIN HLIÐIN
dæturnar á fermingardaginnungur að árum
FÖ
Ð
U
R
LA
N
D
IÐ
A
U
G
LÝ
S
IN
G
A
S
TO
FA
SUMARGLEÐI
ALLAR PIZZUR Á MATSEÐLI Á
1.490 KR. EF ÞÚ SÆKIR
ALLA DAGA FRÁ KL 11 - 15
BÆJARLIND HRAUNBÆ GRENSÁSVEGI MOSFELLSBÆ