Mosfellingur - 16.05.2012, Qupperneq 30

Mosfellingur - 16.05.2012, Qupperneq 30
 - Íþróttir26 Nokkrir efnilegir leikmenn 2. flokks karla í knattspyrnu skrifuðu undir leikmannasamn- ing við Aftureldingu í vikunni. Alls voru það níu drengir sem gerðu samning, tveir voru að framlengja við félagið en sjö að skrifa undir sinn fyrsta leikmannasamning. Það er barna- og unglingaráð sem gerir samning við piltana en nokkrir þeirra hafa þegar fengið tækifæri með meistaraflokki félagsins. SumarnámSkeið www.mos.is Efri röð frá vinstri: Elvar Ingi Vignisson, Valgeir Steinn Runólfsson, Anton Ari Einarsson, Magni Kolbeinsson og Sindri Snær Ólafsson. Neðri röð frá vinstri: Ægir Örn Snorrason, Gunnar Andri Pétursson, Marinó Haraldsson og Birgir Örn Birgisson Efnilegir knattspyrnumenn skrifa undir við Aftureldingu Framtíðarleikmenn davíð svansson og hilmar stefánsson Örn Ingi Bjarkason er kominn aftur heim Lykilmenn skrifa undir Fagnað sigri á stjörnunni Mikill fögnuður braust út þegar ljóst var að Afturelding héldi sæti sínu í N1-deildinn. Reynir Þór Reynisson þjálfari, Jóhann Már Helgason framkvæmdastjóri, Hilmar Stefánsson Örn Ingi Bjarkason, Davíð Svansson, Böðvar Páll Ásgeirsson, Jóhann Jóhannsson og Ásgeir Sveinsson formaður mfl.ráðs. Mikill hugur er í leikmönnum og forráðamönnum Aftureldingar í handknattleik fyrir næstu leiktíð. Liðið hélt sæti sínu í N1-deild- inni og styrkir nú liðið enn frekar. Margir af lykilmönnum liðsins hafa skrifað undir áframhaldandi samning við félagið. Þá er Örn Ingi Bjarkason búinn að gera tveggja ára samning við Aftureld- ingu. Ljóst er að með Erni Inga styrkist lið Aftureldingar til muna en hann hefur leikið fyrir FH síðustu fjögur árin. Hinn ungi og efnilega Böðvar Páll Ásgeirsson hefur framlengt samning sinn við félagið en Böðvar verður 18 ára gamall í lok mánaðarins. Þá hefur vinstri hornamaðurinn Benedikt Reynir Kristinsson skrifað undir samning en hann er uppalinn FH-ingur en spilaði með Gróttu á síðasta tímabili. Benedikt er öflugur leikmaður sem hefur spilað með unglingalandsliðum Íslands og á eftir að styrkja hópinn verulega. Það er því ljóst að tímarnir eru bjartir framundan í herbúðum Aftureldingar og blekið eflaust ekki enn þornað hjá Ásgeiri Sveinssyni formanni meistaraflokksráðs. Reynir Þór Reynisson mun þjálfa liðið áfram. örni ingi og Böðvar verðlaunaðir á lokahófi HsÍ Örn Ingi Bjarkason leikstjórnandi sem spilaði fyrir FH á síðasta tímabili var valinn í lið N1 deildarinnar á lokahófi HSÍ sem fram fór um helgina. Böðvar Páll Ásgeirsson leikmaður Aftureldingar var valinn efnilegast leikmaður deildarinnar. Það verður því gaman að fylgjast með þessum flottu Mosfellingum á komandi leiktíð með Aftureldingu. Örn ingi og bÖðvar páll ásgeir og benedikt M yn di r/ Ra gg iÓ la

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.