Mosfellingur - 16.05.2012, Qupperneq 36

Mosfellingur - 16.05.2012, Qupperneq 36
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Davíð Kárason fæddist 30. des 2011. Algjör gullmoli og býr í Akurholtinu. Foreldrarnir heita Áslaug Heiða Gunnarsdóttir og Kári Sighvatsson. högni snær Kolagrillað lambalæri Í eldhúsinu Kolagrillað lambalæri að hætti afa og ömmu í Markholti er einfaldlega uppáhaldsmaturinn hjá fjölskyldunni. Ef vel á til að takast þarf að kaupa lærið 5 til 7 dögum áður en það er matreitt og láta það meyrna í ísskápnum. Ef við höfum ekki tíma til þess förum við bara til Geira í Kjötbúðinni á Grensásveg- inum og kaupum það tilbúið - hann klikkar aldrei. Þegar grilldagurinn rennur upp sker afi Gaui lykilbeinið (mjaðma/rófubeinið) frá svo bara sé leggurinn eftir. Nú tekur amma Helga við og nuddar lærið með matarolíu og kryddar vel með því sem til er og látum við það síðan liggja í stofuhita í nokkra klukkutíma. Nú er komið að aðalatriðinu: „opna einn kaldan og kveikja í kolunum á Weber grillinu“. Það er kúlugrill með kúptu loki sem virkar eins og kolakynntur bakaraofn – snilldar uppfinning. Í grillinu okkar eru tvær hálfmána-grindur undir kolin sem dregnar eru til hliðar þegar þau eru orðin heit. Svo er útbúinn bakki úr álpappír og lagður á milli kolagrindanna til að taka við safanum sem lekur úr lærinu. Síðan er lærið lagt á grillgrindina fyrir ofan álbakkann þannig að heit kolin eru sitt hvoru megin við lærið og lokið sett á grillið. Best er að byrja að grilla um leið og kolin eru tilbúin því þá er hitinn mestur svo safinn í kjötinu lokast inni. Eftir um það bil 45 mínutur þarf að snúa lærinu við og setja lokið aftur á. Mikilvægt er að opna ekki grillið oft því þá dettur hitinn niður. Yfirleitt nægir að grilla um hálftíma í viðbót eða þar til kjötið er farið að dragast upp hækilinn, þá er lærið tilbúið. Lærið er tekið af grillinu, álpappír lagður yfir og látið standa í 10 til 15 mínútur áður en það er skorið. Af því að einungis lærleggurinn er í kjötinu er auðvelt að rista vöðvana frá beininu og skera þá niður í fallega bita og bera á borð. Á meðan afi er úti í sólinni að grilla er amma inni í eldhúsi að útbúa sósu og kartöflur. Bernais - sósa fyrir c.a. 8-10 manns. 9 stk. eggjarauður 700 gr. smjör 2 msk. esdragon 2 msk. bernais-essens 2 msk. kjötkraftur. Eggjarauður þeyttar vel í hrærivel (ekki stoppa þeytinguna) Smjörið brætt og kryddið út í, suðan látin koma upp, síðan er smjörinu hellt rólega út í eggjarauðurnar og þeytt á meðan og sósan er tilbúin. Kartöflur og grænmeti í ofninum er einfalt og gott meðlæti þegar margir eru í mat. Bökunarkartöflur, sætar kartöflur, rófur, gulrætur og rauðlaukur skorið í bita og látið í ofnskúffu. Síðan er matarolíu hellt yfir og hrært vel saman. Stráið grófu sjávar-salti og og þurrkuðu Basil yfir. Bakið í ofni við 180°C í c.a 30 mínútur og hrært varlega tvisvar til þrisvar á meðan eldun stendur. Við skorum á saltfisk snillinginn Guðrúnu Sigurðardóttur í Dvergholti 9 að miðla sinni þekkingu. hjá gauja og helgu ísland lang best í heimi Ég hef alltaf verið vonlaus þjóðremba sem lýsir sér þannig að ég hef óbil- andi trú á Íslandi og Íslendingum, jafnvel er rembingurinn svo mikill að þegar allt er í rúst þrjóskast ég við og held í trúna. Ég er þessi óþolandi „Ísland lang bezt í heimi“ týpa. Við eigum besta vatnið, fiskinn, fallegasta kvenfólkið og karlpung- arnir eru fallegir líka, hreinasta loftið , besta ísinn. Við erum duglegasta fólkið, við eigum bestu fótboltamenn í heimi (ef tekinn er blessuð höfða- talan með í reikninginn) og besta handboltafólk í heimi líka. Við erum hamingjusömust, flottust, feitust, grönnust, sterkust, eigum flottustu sauðkindina, snjallasta hundinn og bestu hestana, mestu snillingana og svo mætti lengi telja. Nú svona seinni ár hafa ýmsar staðreyndir bent mér á að þetta sé nú kannski ekki svona. Þar sem bent var á að loftið Íslandi væri ekki svona hreint, ísinn væri í meðallagi, fótboltastrákarnir okkar væru bara þokkalegir og aldrei komist á stórmót þrátt fyrir höfðatölu og allt það. Við eigum heldur ekki mestu snillingana það sýndi sig þegar við klúðruðum fjármálakerfinu okkar og okkur er varla treystandi fyrir að hafa umsjón með sparibauk. Við byggjum stór- glæsilegt tónleikahús fyrir marga milljarða og menn rífast um það hvort það haldi vatni og vindi. Landeyjarhöfnin er gott dæmi um okkar verk og hugvit sem við getum verið stolt af og svo er það nýjasta útspil okkar sem toppar allt annað sem við höfum klúðrað, að þegar þjóðir með vit í kollinum eru að reyna koma sér út úr Evrópusambandinu sem allra fyrst, hvað gerum við, jú við sækjum um að fá að koma inn og ætl- um við að borga fyrir það. Ég vildi að þetta væri brandari, en sorrý. En skítt með þetta allt ég er enn á því að Ísland sé lang bezt í heimi. Gaui og Helga skora á Guðrúnu Sigurðardóttur að deila með okkur uppskrift í næsta blaði - Heyrst hefur...32 Heyrst Hefur... ...að siggi Valli og Ásta eigi von á barni síðar á þessu ári. ...að þrefalt reunion hafi verið haldið um þar síðustu helgi þegar ‘66, ‘67 og ‘68 árgangarnir hittust allir í Hlégarði. ...að Ljótu hálfvitarnir verði með tónleika í Hlégarði þann 1. júní. ...að fyrsta útskrift fMos fari fram laugardaginn 26. maí. ...að sálin hans Jóns míns verði með ball í íþróttahúsinu á laugardaginn. ...að ritfangaverlsunin togo í Kjarnanum sé til sölu. ...að hin árlega formannsfrúarreið verði farin laugardaginn 26. maí ...að Hótel Laxnes sé komið upp fyrir Grand Hótel í einkunnagjöfinni á booking.com með 8,2 í einkunn. ...að stormsveitin sem sló rækilega í gegn á þorrablótinu æfi stíft fyrir þjóðhátíðartónleika sem verða þann 16. júní í Hlégarði. Biggi úr Gildrunni, Jenni úr sálinni og Þorleifur úr egó munu stíga á stokk með sveitinni. ...að Bubbi og Hrafnhildur séu nýlega búin að fjölga Kjósverjum. ...hægt sé að hlusta á beinar lýsingar af fótboltanum á Varmárvelli á vefsíðunni www.sportradio.is. ...að nágrannakærleikurinn sé mikill í Hulduhlíðinni svo að eftir sé tekið. ...að Mosfellingurinn Bjarki sig hafi verið valinn þjálfari 1. deildar á lokahófi HsÍ um síðustu helgi. ...að það sé próflokadjamm á Hvíta riddaranum í kvöld. ...að stjáni póstur hafi tekið þátt í firmakeppni Harðar á dögunum en hann er orðinn 94 ára gamall. ...að krakkarnir kvarti yfir flísum úr stóru rennibrautinni í Lágafellslaug. ...að Kristófer sem spilar hjá Bjarka í Ír hafi verið valinn markmaður 1. deildar en Ír-ingar munu spila í N1 deildinni á næsta tímabili. ...að staffið í Lágó ætli að gera sér glaðan dag í kvöld og fara út í Viðey. ...að meistaraflokkarnir í knattspyrnu hafi gert með sér veðmál fyrir fyrstu leiki deildarinnar. ef strákarnir myndu tapa þyrftu þeir að leiða stelpurnar inn á völlinn í næsta leik og svo öfugt. Bæði lið gerðu jafntefli. ...að reykjavíkurborg sé að leggja 10 milljarða í almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu en Kjalnesingar sitji eftir með sárt ennið. ...að lagt verði upp í heljarinnar karlrembureið í dag. ...að Dóri DNA eigi afmæli í dag. ...að uMfA útvarpið fari af stað um mánaðarmótin og verði starfrækt fyrstu daga júní-mánaðar. ...að emma og sigurjón séu búin að eignast stelpu. mosfellingur@mosfellingur.is Ísey Álfrún Sævarsdóttir og Eva María Einarsdóttir Nilsen héldu tombólu og söfnuðu 309 krónum sem þær færðu Rauða krossinum að gjöf. Hlutavelta Tristan Þórðarson og Egill Steingrímur Arnarsson héldu tombólur og söfnuðu 1.696 krónur sem þeir færðu Rauða krosssinum að gjöf. MOSFELLINGUR kemur næst 7. júní

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.