Mosfellingur - 27.09.2012, Side 6

Mosfellingur - 27.09.2012, Side 6
Bæjarblaðið Mosfelling- ur kom fyrst út á haust- mánuðum árið 2002 og er því 10 ára um þessar mundir. Stofnandi blaðs- ins er Karl Tómasson og ritstýrði hann blaðinu fyrstu árin. Hugmyndin var að gefa út eitt öflugt, frjálst og óháð bæjarblað með reglulega útgáfu. Hefur það ætíð verið haft að leiðarljósi þennan fyrsta áratug og mun verða áfram um ókomna tíð. Haustið 2005 settist Hilmar Gunnarsson í ritstjórastólinn og hefur haldið utan um útgáfuna síðan. Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós. Mosfellingur er rekinn eingöngu af auglýsingatekjum og hefur útgáfan vaxið og dafnað síðustu árin. Til að mynda var fyrsta blaðið var 8 blaðsíður en afmælis- blaðið í dag er 40 blað- síður. Allt frá upphafi hefur verið kappsmál að flytja jákvæðar og skemmtilegar fréttir úr Mosfellsbæ og nágrenni sem og birta aðsendar greinar. „Án öflugra fyrirtækja sem sjá hag sinn í því auglýsa í blaðinu væri þetta ekki hægt. Mörg fyrirtæki hafa minnt á sig með reglubundnum hætti í fleiri ár og lagt þannig útgáfunni lið og erum við þeim afar þakklát fyrir. Án þeirra væri ekki mögulegt að gefa út bæjarblað sem dreift er frítt í öll hús. Lesendur hafa tekið okkur opnum örm- um og er ljóst að lesendahópur blaðsins er orðinn afar tryggur. Bæjarbúar eru einnig duglegir að senda okkur efni og ábendingar um fréttir sem eiga heima í blaðinu. Við hlökkum til að flytja ykkur skemmti- legar fréttir úr bæjarfélaginu um ókomin ár,“ segir Hilmar Gunnarsson ritstjóri Mos- fellings. Sunnudagur 30. september 17. sunnudagur eftir þrenningarhátíð Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 11:00 Prestur: Sr. Skírnir Garðarsson Sunnudagur 7. október 18. sunnudagur eftir þrenningarhátíð Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00 Prestur: Sr. Ragnheiður Jónsdóttir Sunnudagur 14. október 19. sunnudagur eftir þrenningarhátíð Fjölskylduguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00 Prestur: Sr. Skírnir Garðarsson Safnaðarstarf vetrarins er hafið! Sjá nánar á www.lagafellskirkja.is. HelgiHald næStu vikna www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ6 RÉTT INGAVERKSTÆÐ IJóns B. ehfFlugumýri 2, MosfellsbæSímar: 566 7660 og 697 7685 jonrett@internet.isNý heiMaSíða - www.joNb.iS Þjónustuverkstæðiútvegum bílaleigubíla cabas tjónaskoðun Ný Brattholt - einbýlishús eign vikunnar www.fastmos.is 586 8080 selja... 11. tBl. 11. árg. fimmtudagur 6. septemBer 2012 Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í mosfellsbæ, á kjalarnesi og í kjós Gleðileg jól MOSFELLINGUR 4 Páll Helgason var sæmdur nafnbótinni á bæjarhátíðinniÍ túninu heima. Mynd/RaggiÓla bæjarlistamaður mosfellsbæjar Páll Helgason tónlistarmaður Fyrsta tölublað Mosfellings kom út 13. september 2002 Mosfellingur 10 ára 2002 2012 Ritstjóraskipti haustið 2005. Hilmar Gunnarsson núverandi ritstjóri tekur við af Karli Tómassyni stofnanda Mosfellings. Frítt, frjálst og óháð bæjarblað - mosfellingur@mosfellingur.is Í tilefni 10 ára afmælis Mosfellings fylgir blaðinu í dag segull til að hengja á ísskápinn. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 12 -1 86 7 VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA Póstappið er stysta leiðin að margvíslegri þjónustu Póstsins. Þú getur fundið pósthús og póstkassa, keypt SMS frímerki og fylgst með sendingum. Ef þú þarft frekari þjónustu gefur Póstappið þér beint samband við þjónustuver. HAFÐU PÓSTINN Í HENDI ÞÉR! www.postur.is Fyrir Android og iPhone „Þetta byrjaði þegar ég var í BS-námi í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Þá fengum við það verkefni að hanna vindhraðamæli. Mig langaði að gera eitthvað óhefðbundið þannig að hönnunin er eiginlega fengin frá túrbínum bíla,“ segir Sæþór. Hugmyndin að vindmyllunni kom hins vegar í umræðum innan fjölskyld- unnar, foreldrar Sæþórs þau Ásgeir og Helga eiga sumarhús sem hitað er upp með rafmagni. „Kostnaður við það er mikill og vildu þau gjarnan skera hann niður. Þá ákvað ég að láta reyna á þetta, að láta vindhraða- mælinn framleiða rafmagn. Ég bjó til fyrstu vindmylluna 2007 en frá árinu 2009 hefur vindmylla staðið við sumarhúsið og í stanslausri notkun. Hún sér bústaðnum fyrir allt að helmingi alls rafmagns sem notað er, en það fer aðeins eftir vindi. Rafall- inn hefur reyndar verið endurnýjaður,“ segir Sæþór en sjálfur hannaði hann og smíðaði rafalinn. Hönnuð fyrir íslenskar aðstæður Sæþór hafði íslenskar aðstæður í huga við hönnun vind- myllunnar. „Hún á að þola allar mögulegar aðstæður sem geta komið upp hér á landi. Þá er ég að tala um vind upp á fimmtíu metra á sekúndu. Auk þess á hún að duga í meira en tuttugu ár. Hún er gerð fyrir staðvindasvæði, t.d. sumarbústaðasvæði þar sem vindstyrkur er lítill. Hún er gerð til að grípa þann vind sem fyrir hendi er og búa til eitthvað úr honum,“ útskýrir Sæþór og bætir við að vindmyllan er algjörlega hljóðlaus. Hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð Sæþór kynnti vindmylluna á bæjarhátinni Í túninu heima og var mjög ánægður með þau viðbrögð sem hann fékk. „Viðbrögð- in voru ótrúleg, ég hef fengið fjölda símtala síðan á bæjarhá- tíðinni bæði frá fólki hér innanlands og erlendis og er jafnvel komin með endursöluaðila í þremur löndum. En ég er að klára meistarnámið nú í janúar og ætla alfarið að sinna þessu. Við pabbi höfum stofnað fyrirtækið Ice wind og ætlum að halda áfram með framleiðslu og markaðssetningu. Þeim sem hafa áhuga á að skoða þetta nánar er bent á heimasíðu okkar sem fer senn í loftið www.icewind.is. Einnig er hægt að senda okkur tölvupóst á info.icewind@gmail.com,“ segir Sæþór að lokum. w w w. l a g a fe l l s k i r k j a . i s Sæþór Ásgeirsson hannar vindmyllur sem koma á markað snemma á næsta ári Ungur uppfinningamaður hannar of smíðar vindmyllur Sæþór kynnti vindmylluna á bæjarhátíðinni Krásir í Kjósinni á laugardaginn Laugardaginn 29. september verður haldin í Félagsgarði matarhátíðin Krásir í Kjósinni. Kjósarstofa stend- ur að hátíðinni sem nú er haldin í annað sinn. Þar munu matreiðslumeistararnir Ólöf Jakobs- dóttir og Jakob H. Magnússon töfra fram krásir úr hráefni beint frá býlum í Kjós. Hátíðin tókst með afbrigðum vel í fyrra og var húsfyllir í Félagsgarði. Grjótkrabbinn var þá sérstaklega kynntur og nú verður sérstök kynning á fjörunytjum og fleiru áhugaverðu. Húsið verður opnað kl. 19, borðhald hefst kl. 20 og mun kvöldverðurinn kosta kr. 6.500, án drykkja. Veislustjórn verður í höndum Sigurlaugar M. Jónasdóttur útvarpskonu. Hjalti Þorkelsson úr Múgsefjun sér um tónlistaratriði. Hægt verður að panta sætaferðir frá Reykjavík og til baka og kostar sætið 3.500 báðar leiðir. Nánari upplýsingar eru á vefnum www.kjosarstofa.is Moskóvítar ljúka leik í Listasalnum Sýningin Fjórir Moskóvítar hefur staðið yfir í Listasalnum frá afmælisdegi Mosfellsbæjar þann 9. ágúst. Nú standa yfir síðustu dagar sýningarinnar en henni lýkur laugardaginn 29. september. Fjórir fyrrum bæjarlistamenn Mosfells- bæjar standa að sýningunni, þau Inga Elín, Steinunn Marteinsdóttir, Ólöf Oddgeirsdóttir og Sigurður Þ. Þórólfsson.

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.