Mosfellingur - 27.09.2012, Blaðsíða 19

Mosfellingur - 27.09.2012, Blaðsíða 19
Reynir Þór Reynisson þjálfari segir leikmenn vera dauðþreytta á botnbaráttu og stefni hærra Gríðarlegur efniviður Meistaraflokkur aftureldinGar í handknattleik Jóhann Jóhannsson sloppinn í gegn á móti ír Hvernig hefur liðið breyst frá því á síðasta tímabili? Það hefur mikið breyst frá síðasta tíma- bili en hugarfar leikmanna er orðið mun metnaðarfyllra. Hópurinn tekur reglulega aukaæfingar og eins sé ég mikinn mun á mataræðinu, sem er jú grunnurinn að árangri. Fyrir vikið er líkamlegt ástand hópsins allt annað og betra sem gefur okkur tækifæri til að stíga næsta skref. Hvernig líst þér á komandi tímabil? Mjög vel en á mínum þjálfaraferli hef ég sjaldan upplifað jafn mikinn slagkraft í leikmönnum og hungri til að verða betri. Ég hef orðið vitni að miklum framförum á liðinu og haldi menn áfram að leggja hart að sér er aldrei að vita nema skemmtilegur vetur sé framundan. Sefur þú með nátthúfu? Í beinu framhaldi af síðustu spurning þá er svarið nei. Ég veit aftur á móti um dreng sem gerir slíkt en nafnið ku vera Hjörtur Örn Arnarson, öðru nafni Hjössi mæjó. Eru markmiðin gefin upp? Nei, nákvæm markmið eru ekki gefin upp en Mosfellingar fá þó að vita að hóp- urinn er orðinn dauðuppgefinn á botnbar- áttunni og endalausum umspilum. Eru bjartir tímar framundan? Það eru allar forsendur fyrir hendi en velgengnin er undir Mosfellingum sjálfum komin. Haldi leikmenn áfram að leggja á sig botnlausa vinnu, fólkið í kringum liðið haldi áfram að skapa góða umgjörð, fyrir- tækin styðji myndarlega við liðið, og síðast en ekki síst ef bæjarbúar koma á völlinn, þá er ekki spurning að bjartir tímar eru framundan. Ég efast um að mörg lið eigi jafn mikinn efnivið og Afturelding og því lífsnauðsynlegt að vel verði staðið að mál- um. Af hverju Prinsinn? Þarna grefur blaðamaður upp gamalt viðurnefni á þjálfarann á fyrstu árum hans í meistaraflokki. Ég átti það til að vera með ansi mikinn derring við liðsfélaga mína og lét gjarnan eins og gerspilltur unglingur, ég er hræddur um að svona hegðun væri ekki liðin inná æfingunum hjá mér í dag. Fyrir að grafa þetta viðurnefni upp fær fyrirliðinn ansi marga aukaspretti að launum. Eitthvað að lokum? Já, nú er að koma upp gríðarlegur efni- viður sem nauðsynlegt er að halda vel utan um. Í bland við þá eldri er hægt að koma liðinu í hóp þeirra bestu á næstu árum en það hefst ekki nema bæjar- búar leggist á árarnar með liðinu. Hver hönd skipt- ir máli! M yn di r/ Ra gg iÓ la Að frjósemin í liðinu er svo mikil að nú eiga fjórir leikmenn meistaraflokks barn undir eins árs aldri. Varnarmurturinn Krummi og Jenni sjúkraþjálfari eru bræður. Línutrukkurinn Einar Héðins og miðjufantur- inn Helgi Héðins eru ekki tvíburara, bara bræður. Elvar Magnússon og Örn Ingi eru með systrum. Hilmar er að fara spila sitt 14. tímabil með UMFA. Hilmar er elsti leikmaður liðsins og Kristinn Hrannar er sá yngsti. 3 nýir leikmenn gengu til liðs við Aftureldingu fyrir tímabilið ´12-13. Aron Gylfa, Danni Jóns og Hafþór hafa allir fært sig um set og spila með Júmboys í vetur. Hjörtur aðstoðarþjálfari er 22% fita, hann er kominn í átak. Áður en Jenni hætti að spila og gerðist sjúkra- þjálfari voru þeir bræðurnir kallaðir Tsjernobyl-bræðurnir. vissir þú

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.