Mosfellingur - 27.09.2012, Blaðsíða 34
- Aðsendar greinar34
Mynd af Reykjabænum. Horft til vesturs.
Hleðsluna á hólnum ber við hlöðuna og íbúðar-
húsið. (Mynd úr safni Hitaveitu Reykjavíkur).
Hvar var kirkja og
kirkjugarður á Reykjum?
Eitt af stefnumálum nær allra
framboða í Mosfellsbæ í að-
draganda sveitarstjórnarskosn-
inga árið 2010 voru lýðræðsmál
og íbúalýðræði. Þjóðfélags-
umræðan undanfarin misseri
hefur í auknum mæli beinst að
lýðræðisumbótum hvers kon-
ar. Rætt hefur verið um völd og
ábyrgð kjörinna fulltrúa og rétt íbúa til að
taka þátt í ákvarðanaferlinu og ákvörðun-
um sem teknar eru í stjórnsýslunni og hjá
opinberum aðilum.
Með virku íbúalýðræði er hægt að ná
betri sátt um markmið, stefnu og fram-
kvæmdir á vegum sveitarfélagsins með því
að íbúarnir séu þátttakendur í ákvörðunar-
tökuferlinu og stefnumótun hvers konar og
hvetja þá til að taka þátt í mótun nærum-
hverfis síns í samvinnu við sveitarfélagið.
Því er þó ekki að leyna að hér er um
vandrataðan veg að ræða því sú skoðun er
líka mjög útbreidd að fulltrúalýðræðið sé í
raun ágætis fyrirkomulag. Að íbúar eigi að
mestu að fá að vera í friði milli kosninga
frá samfélagslegum verkefnum. Því þarf að
hafa bæði þessi sjónarmið að leiðarljósi og
taka tillit til ólíkra hugmynda um aðkomu
íbúa að ákvarðanatöku.
Til þess að vinna að framgangi lýðræð-
ismála í kjölfar síðustu kosninga var settur
saman starfshópur síðla árs 2010 til að búa
til lýðræðisstefnu fyrir Mosfellsbæ. Í októb-
er á síðasta ári kom starfshópurinn saman í
síðasta sinn og skilaði af sér lýðræðisstefnu
fyrir bæinn sem var afgreidd í bæjarstjórn
þann 12.október sl.
Skýrari fundargerðir
Lýðræðisstefnan hefur því verið
í fullu gildi síðastliðið ár og stjórn-
sýslan í bænum verið að innleiða
nýja starfshætti með tilliti til hennar.
Til að mynda liggur fyrir minnisblað
í bæjarráði sem ætlað er að leiðbeina
fundarriturum að rita lýsandi fundar-
gerðir og upplýsa þar af leiðandi les-
endur um efni funda eins nákvæmlega og
unnt er. Þetta var einmitt eitt af þeim atrið-
um sem fram kemur í lýðræðsstefnunni og
tilgangur sá að auðvelda íbúum að sjá hvað
fram fer í nefndum og ráðum bæjarins.
Opnir nefndarfundir í október
Dæmi um framgöngu lýðræðisstefnunn-
ar eru opnir nefndarfundir sem stefnt er
að verði haldnir núna í október. Þetta er í
samræmi við markmið um gegnsæi í stjórn-
sýslunni og er ein leið til að tryggja gott
upplýsingaflæði til íbúa. Ennfremur verða
á næstunni auglýstir viðtalstímar bæjarfull-
trúa eins og venja hefur verið. Hægt er að
nálgast upplýsingar um fundi, viðtalstíma
og fundargerðir á heimasíðu Mosfellsbæjar
www.mos.is. Ég vil hvetja íbúa til að fylgj-
ast vel með þessum málum sem á að vera
til þess fallið að bæta upplýsingagjöf og
auka þekkingu íbúa á réttindum sínum og
skyldum í samfélaginu. Lýðræðismál verða
eðli málsins samkvæmt að vera í stöðugri
endurskoðun og fylgja tíðarandanum sem
mótar samskipti og skoðanir íbúa Mosfells-
bæjar á hverjum tíma. Höfum ennfremur í
huga að þetta er í anda gilda Mosfellsbæjar
sem eru: Virðing, jákvæðni, framsækni og
umhyggja.
Haraldur Sverrisson
Bæjarstjóri
Innleiðing lýðræðisstefnu
í Mosfellsbæ
Frá síðustu kosningum hef ég
verið þess heiðurs aðnjótandi
að sitja sem fulltrúi ykkar í bæj-
arstjórn. Í bæjarstjórn eru sjö
fulltrúar frá fjórum framboð-
um. Bæjarstjórn fundar tvisvar
í mánuði og eru fundir hennar
opnir auk þess sem upptaka af
fundum bæjarstjórnar má finna
á vefsíðu bæjarins. Seta í bæjarstjórn hefur
verið bæði lærdómsrík og skemmtileg en
umfram allt vona ég að ég hafi unnið sam-
félaginu mínu gagn.
Um hvað snýst starf bæjarfulltrúa
Að mínu mati er starf mitt fyrst og fremst
fólgið í því að sjá málin frá sem flestum
sjónarhornum, vega og meta rök og taka
svo afstöðu með hagsmuni heildarinnar að
leiðarljósi. Í bæjarstjórn ríkir almennt mik-
il samstaða enda hafa málin þegar þangað
er komið hlotið yfirferð og vinnu bæði af
hálfu embættismanna bæjarins svo og fag-
nefnda. Allir þeir sem að málum sveitar-
félagasins koma hvort sem er starfsmenn
bæjarins, nefndarmenn eða bæjarfulltrú-
ar hafa allir það sjónarmið að ná farsælli
lausn með hagsmuni bæjarbúa að leiðar-
ljósi. Það verkefni sem skiptir mestu máli
og er forsenda annarra verkefna er fjár-
hagsáætlunagerðin, þar sem við kjörnir
fulltrúar tökum að okkur að deila út fjár-
munum ykkar. Ég aðhyllist þá skoðun að
sveitarfélagið ætti alltaf að keppast við að
taka sem minnst af peningum frá skatt-
greiðendum. Fjármunirnir þurfa að duga
til þess að hægt sé að halda úti lögbundinni
þjónustu með sóma og að hægt sé að sinna
öðrum verkefnum sem við kjörnir fulltrú-
ar teljum að gagnist samfélaginu okkar og
yrðu ekki að veruleika öðruvísi en
með aðstoð bæjarsjóðs.
Samfélagslegur auður
Mosfellsbæjar
Mosfellsbær er ekki bara falleg-
ur bær heldur einnig góður bær.
Það er samfélagslegur auður okkar
Mosfellinga sem skapar hér þann
bæjarbrag sem mér er annt um. Samfé-
lagslegur auður fellst t.d. í því ómetanlega
sjálfboðastarfi sem heldur uppi íþrótta-
og æskulýðsfélögum okkar, foreldrafélög-
in sem gera skólasamfélagið enn betra og
lista og menningarlíf sem gerir samfélagið
okkar skemmtilegra. Þá er ekki síður mik-
ilvægt að við sem íbúar fylgjumst með um-
hverfi okkar, lítum eftir húsi nágrannann,
bregðumst við barnsgráti úti á götu nú eða
tínum upp ruslið sem einhverjum láðist að
setja í ruslatunnunna. Við bæjarfulltrúar
getum gert ýmislegt til að gera gott sveit-
arfélag enn betra en á endanum er það
hvert og eitt okkar með okkar hversdags-
legu gjörðum sem skapar hið raunverulega
samfélag.
Til hamingju með afmælið Mosfellingur
Bæjarblaðið okkar fagnar nú 10 ára af-
mæli á sama ári og Mosfellsbær fagnar
25 ára afmæli. Bæjarblaðið Mosfellingur
og aðstandendur þess eiga þakkir skyldar
fyrir gott starf í þágu Mosfellsbæjar. Það
að hafa hér miðil sem færir okkur fréttir af
Mosfellsbæ og Mosfellingum er skemmti-
legt en ekki er blaðið síður mikilvægur vett-
vangur upplýsinga og lýðræðislegra skoð-
anaskipta.
Bryndís Haralds, forseti bæjarstjórnar
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar
VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja
Skrifstofuhúsnæði
á leigu í Kjarna
1. hæð (við torgið). Um 100 fm. rými sem hægt
er að leigja í heilu lagi eða í smærri einingum.
Nánari upplýsingar gefur Stefán Ómar Jónsson
í síma 525 6700.
Í september á hverjur ári er einn
dagur tileinkaður menningarminj-
um í Evrópu. Dagurinn er kallað-
ur Menningarminjadagur Evrópu
(The European Heritage Day). Ís-
lendingar hafa tekið þátt í menn-
ingarminjadeginum frá árinu 1998.
Á hverju ári er skilgreint ákveðið
þema fyrir menningarminjadag-
inn í hverju landi fyrir sig. Þemað að þessu
sinni er kirkjustaðir og kirkjugarðar. Það
er Fornleifavernd ríkisins sem heldur utan
um menningarminjadaginn á Íslandi.
Heimildir herma að kirkja og kirkjugarð-
ur hafi verið á Reykjum í Mosfellsveit í um
600 ár. Elsta heimild um kirkju á Reykjum
er máldagi Þorláks biskups Þórhallssonar.
Kirkjan var tileinkuð sælum Þorláki og var
eign ábúandans á Reykjum. Máldaginn
var skráður árið 1180. Kirkjan átti þá m.a.
fjögur altarisklæði, þrjár bjöllur, tvo kerta-
stjaka, tvær munnlaugar, tvo dúka, þrjá bik-
ara og eina kú. Kirkjunnar er getið í fleiri
máldögum, þar á meðal í máldaga Vilkins
biskups frá árinu 1397. Í Vilkinsmáldaga
kemur m.a. fram að Þorlákskirkja að Reykj-
um átti þá jörðina Úlfarsfell. Fjallað er um
Reyki í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns. Þar kemur fram að árið 1704 var
jörðin kirkjujörð og að þar var þá „heima-
manna gröftur og embættað þá fólk er til
altaris“. Kirkjan að Reykjum var lögð niður
með konungsbréfi 17. maí 1765.
Þrátt fyrir að kirkja hafi staðið á Reykjum
svo lengi sem raun ber vitni ber mönnum í
dag ekki saman um hvar kirkjan stóð. Ábú-
endur á Reykjum og í nágrenninu, bæði
núlifandi og liðnir, hafa bent á staði sem
þeim hefur þótt líklegastir sem kirkjustæði.
Telja sumir að kirkjan hafi staðið þar sem
núverandi íbúðarhús á Reykjum stendur.
Aðrir hafa sagt að hún muni hafa staðið rétt
fyrir austan og sunnan íbúðarhúsið. Og þá
eru sumir þeirrar skoðunar að kirkjan hafi
staðið upp á hól austan við íbúðarhúsið.
Hafi kirkja staðið á hólnum hafi hún sómt
sér vel á bæjarstæði Reykjabæjarins og sést
víða að. Til er ljósmynd af hólnum, íbúð-
arhúsinu sem þá stóð á Reykjum og hlöðu.
Hlaðan var tekin í notkun um 1930
svo að myndin er tekin eftir það.
Á myndinni má vel greina garð
sem hlaðinn hefur verið uppi á
hólnum. Í seinni heimsstyrjöld-
inni settist mikill fjöldi hermanna
að í Mosfellssveit og fjöldi mann-
virkja var byggður. Meðal þeirra
var kaldavatnsgeymir og lítill kofi
úr múrsteinum sem hvort tveggja var reist
efst á umræddum hól. Geymirinn er stein-
steyptur og mikið mannvirki. Geymirinn er
ferhyrndur, um 10 x 10 m, og um 2 m hár.
Hann er að mestu niðurgrafinn en efsti
hluti hans stendur þó upp úr. Stór hola
hefur verið grafin þar sem vatnsgeymir-
inn var byggður og að byggingunni lokinni
hefur jarðvegi verið ýtt upp að geyminum.
Töluvert jarðrask hefur því verið samfara
byggingu geymisins og hefur það raskað
minjum sem þarna voru. Í landslaginu sér
þó enn móta fyrir garði austan og sunnan
við vatnstankinn.
Í sumar ákvað Fornleifavernd ríkisins
í samvinnu við ábúendur á Reykjum að
grafa könnunarskurð til að reyna að kom-
ast að því hvort kirkjan og kirkjugarðurinn
voru staðsett á hólnum. Rannsóknin leiddi
í ljós að garðurinn sem sést á áðurnefndri
ljósmynd hefur verið hlaðinn úr grjóti að
mestu. Undir honum fundust leifar eldri
torfhlaðins garðs sem að öllum líkindum
er frá því fyrir 1500. Engar vísbendingar
um greftrun fundust innan garðsins. Eng-
ar sagnir eru heldur um að komið hafi
verið niður á rústir kirkju né að manna-
bein hafi komið í ljós þegar vatnstankur-
inn var byggður. Telja verður líklegt að ef
vatnstankurinn hefur verið grafinn niður í
kirkjugarð hafi fjöldi mannabeina fundist
á staðnum og að það hafi vakið svo mikla
athygli að frásagnir af því hefðu varðveist.
Ráðgatan um staðsetningu kirkjunnar á
Reykjum er því enn óleyst en vonandi fæst
svar við henni á endanum.
Kristinn Magnússon
Fornleifafræðingur