Mosfellingur - 27.09.2012, Blaðsíða 17

Mosfellingur - 27.09.2012, Blaðsíða 17
M yn di r/ An to ní a VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja Opnir nefndarfundir í Október Opnir nefndarfundir verða haldnir í flestum nefndum á tímabilinu 15. til 26. október. Fundarstaðir og nánari tímasetningar verða auglýstir á vef Mosfellsbæjar. eftirfarandi nefndir eru starfandi hjá Mosfellsbæ og funda reglulega: bæjarstjórn fer með æðsta ákvörðunar- vald varðandi framkvæmd þeirra verkefna sem sveitarfélagið annast. Í bæjarstjórn sitja eingöngu kjörnir fulltrúar. Forseti bæjarstjórnar er Bryndís Haraldsdóttir D lista - bryndis@mos.is bæjarráð hefur umsjón með stjórnsýslu bæjarins og er framkvæmdaráð. Í bæjarráði sitja eingöngu kjörnir fulltrúar. Formaður bæjarráðs er Hafsteinn Pálsson D lista - hp@mos.is FjölskylduneFnd fer með málefni barnaverndarnefndar, félagsmál, húsnæðismál og jafnréttismál. Formaður fjölskyldunefndar er Kolbrún Þorsteinsdóttir D lista - kolbrun06@ru.is FræðsluneFnd fer með málefni grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla og hefur umsjón með dagvistunarúrræðum fyrir börn í Mosfellsbæ. Formaður fræðslunefndar er Eva Magnúsdóttir D lista eva@mila.is íþrótta- Og tóMstundaneFnd fer með íþrótta- og tómstundamál og hefur eftirlit með rekstri þeirra mannvirkja sem til þess eru notuð. Formaður íþrótta- og tómstundanefndar er Theódór Kristjánsson D lista - theodor.kristjansson@lrh.is MenningarMálaneFnd sér um stefnu- mótun í menningarmálum. Nefndin fer m.a. með málefni Bókasafns Mosfellsbæjar, vinabæjasamskipti og málefni lista- og menningarsjóðs bæjarins. Formaður menningarmálanefndar er Hreiðar Örn Zoega D lista - hreidar@kirkjan.is skipulagsneFnd hefur forræði í skipu- lagsmálum og gerir tillögur til bæjarstjórn- ar að stefnu í þeim efnum. Formaður skipulagsnefndar er Elías Pétursson D lista - elias@jardmotun.is uMhverFisneFnd sér um stefnumótun í umhverfismálum. Nefndin fer m.a. með verkefni náttúru- og gróðurverndar. Dæmi um þessi verkefni er Staðardagskrá 21. Formaður umhverfisnefndar er Bjarki Bjarnason V lista - bjarnasonbjarki@gmail.com þróunar- Og FerðaMálaneFnd fer með málefni tengd nýsköpun, þróunar- og ferðamálum. Formaður þróunar- og ferðamálanefndar er Rúnar Bragi Guðlaugsson D lista - runarbg@hotmail.com ungMennaráð MOsFellsbæjar er um- ræðu- og samstarfsvettvangur ungmenna á aldrinum 13-20 ára í sveitarfélaginu og fer með mál ungmenna í Mosfellsbæ. Nefndar- menn eru nemendur úr FMOS, Varmárskóla og Lágafellsskóla. Nefndirnar starfa allar eftir samþykktum bæjarins sem gerðar hafa verið um hvern málaflokk og eru aðgengilegar á heimasíðu Mosfellsbæjar. Ennfremur starfa nefndirnar eftir þeim lögum og reglugerðum sem sett hafa verið um sveitarstjórnarmál almennt og öðrum lögum um þá málaflokka sem um ræðir. hægt er að nálgast nánari upplýsingar um nefndarmenn, hlutverk og störf nefnda og fundargerðir nefnda á www.mos.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.