Mosfellingur - 27.09.2012, Síða 8

Mosfellingur - 27.09.2012, Síða 8
Ungmennafélagið Afturelding hefur tekið í notkun nýja skrifstofu á annarri hæð í íþróttahúsinu að Varmá. Þar starfa nú Jóhann Már Helgason framkvæmdastjóri félagsins, Vilborg Jónsdóttir bókari og Halldór Steingrímsson íþróttastjóri. Einnig er í rýminu pláss til fundaraðstöðu fyrir félaga í Aftureld- ingu og getur fólk nýtt sér plássið til skrafs og ráðagerða. Bylting fyrir starfsemi félagsins „Afturelding hefur þróast og stækkað ört síðustu ár og það hefur verið gaman að fylgjast með félaginu vaxa og dafna. Þessi aðstaða sem búið er að útbúa fyrir starfsemi Aftureldingar er ein leið bæj- arins til að standa þétt við bakið á félaginu og mun hún vonandi styrkja innviði þess og efla til frekari góðra verka,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri. Að sögn Guðjóns Helgasonar formanns Aftureldingar verður allt starfsumhverfi starfsfólks Aftureldingar mun betra með nýju aðstöðunni. „Skrifstofuaðstaða Aftureldingar flyst nú úr 8 m2 í 85 fm2 og er þetta því bylting fyrir starfsemi félagsins. Afturelding vill þakka bæjarstjórn og þeim sem að þessu komu og gerðu þetta að veruleika,“ segir Guðjón Helgason. Eldri borgarar - Fréttir úr bæjarlífinu8 Tilkynning frá félagsstarfinu Vegna framkvæmdar á þjónustumiðstöð aldraða verður talsverð röskun á félagstarfinu fram eftir hausti. Handavinnustofan verður opin 13:00-16:00 en færist tímabundið í annað rými á Eirhömrum, í setustofuna við hliðina á matsalnum. Allir velkomnir með sína eigin handavinnu eða bara góða skapið. Reynt verður að bjóða upp á handavinnu sem hæfir stund og stað, svo sem kortagerð, skartgripagerð og annað minniháttar föndur. Vonum að allir taki tillit til þessara breyttu aðstæðna sem munu standa um tíma. En vegna fram- kvæmda í kjallara fellur gler, leir, þæfingarvinna og önnur stærri vinna öll niður í óákveðin tíma. Leggjum upp úr samverunni til að rjúfa félagslega einangrun. Nú er námskeiðatíminn runnin upp og allt að fara á fullt. Námskeiðin eru öll haldin í kjallaranum á Eir- hömrum. Frábærir og þaulreyndir kennarar á öllum námskeiðum. Tréútskurður byrjar fimmtudaginn 4. okt kl. 12:30-15:30. Postulínsnámskeið byrjar laugar- daginn 13. okt kl. 11:00-14:00. Silfursmíði námskeið byrjar um miðjan október. Skartgripir og annað gert úr silfri. Gullsmiður kennir á námskeiðinu. Línudans verður í vetur á mánu- dögum og þriðjudögum. Kennarar eru Bryndís og Kolla. Hefst fyrsti tíminn 8. okt. Bókband hefst þriðjudaginn 9. okt kl.13:00 ef næg þáttaka næst. Upplýsingar um námskeiðin og skráning á námskeiðin er á skrifstofutíma félagstarfinu milli kl. 13-16 virka daga í síma 586-8014 og í gsm 698-0090. MenningarJafnréttisdagur haldinn 1. október Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar er haldinn ár hvert í kringum fæðingardag Helgu Magnúsdóttur sem er 18. september. Að þessu sinni er dagurinn tileinkaður jafnrétti meðal aldraðra og nú er brugðið út af vananum og dagurinn er haldinn hátíðlegur þann 1. október. Dagurinn er hald- inn í samráði við Félag aldraðra í Mosfellsbæ og Félagsstarf aldraðra. Tilefni þess er að í ár er Evrópuár um virkni aldraðra og samstöðu kynslóða. Haldið er upp á það um allt land þann 1. október. Því fannst bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ og fulltrúum eldri borgara í bænum tilvalið að slá þessu tvennu saman og halda upp á þetta sameiginlega. Íbúahreyfingin vill opna píkusafn Íbúahreyfingin hélt aðalfund sinn á þriðjudagskvöld og hefur ákveðið að beita sér fyrir opnun Píkusafns í Mosfellsbæ. „Á sérstökum hátíðar- fundi bæjarstjórnar, í tilefni 25 ára afmælis bæjarins, kom bæjarstjórn- armeirihlutinn í Mosfellsbæ fram með þá hugmynd að í bænum yrði opnað villidýrasafn. Íbúahreyfingin hefur ákveðnar efasemdir um að slíkt safn sé tímanna tákn“, segir í ályktun frá fundinum. „Það er margt sem Píkusafn hefur fram yfir villidýrasafn að okkar mati. Ofurkarlmennska, eins og veiðar á dýrum í útrýmingarhættu, eru hins vegar tákn fortíðarinnar og úreltra hugmynda um mikilmennið sem sigrast á náttúrunni. Mosfellsbær hefur eytt miklu púðri í að skapa bænum ímynd bæjarfélags sem lifir í nánd og sátt við náttúruna og telur Íbúahreyfingin að villidýrasafn rími illa við þá ímyndarvinnu. Þá teljum við að samhljóm við slagorð Mosfellsbæjar, sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja, vanti í hugmyndina um villidýra- safn. Stefnt er að því að eiga píkur úr öllum íslensku húsdýrunum þegar safnið opnar og að innan tíu ára verði búið að fá píkur úr allri fánunni til sýningar.“ Á Teigi hafa húsin öll verið máluð og líta miklu betur út. Á Teigi eru í dag framleidd vistvæn egg, Brúnegg, en í yfir 60 ár hefur þar farið fram alifugla- rækt með einum eða öðrum hætti. Við Háholt 14 hafa miklar framkvæmdir farið fram í sumar. Bílaplan og gangstétt umhverfis húsið er nú með miklu betra móti en áður. Í húsinu er fjöldi fyrirtækja starfræktur og er Snæland þar stærst. Fyrirtæki hafa notað sumarið til að fegra umhverfi sitt Haraldur Sverrison bæjarstjóri afhentir Ungmennafélaginu Aftureldingu formlega skrifstofuaðstöðuna ásamt fleiri gjöfum. Guðjón Helgason formaður Aftureldingar þakkar fyrir með handabandi. Jóhann Már Helgason framkvæmdastjóri Aftureldingar og Valdimar Leó formaður UMSK en UMSK kom færandi hendi með lítt notuð skrifstofuhúsgögn sem eiga eftir að nýtast vel. Fimmtudaginn 20. september var ný skrifstofa félagsins tekin formlega í notkun Ný skrifstofa aftureldingar vilborg og eva brostu hringinn deildirnar eru þegar farnar að nýta sér aðstöðuna þorsteinn, ólafur, bjarni og haukur

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.