Mosfellingur - 27.09.2012, Side 9

Mosfellingur - 27.09.2012, Side 9
Menningar haust söguleikur að hausti -fræðsluferð um Mosfellsbæ Laugardaginn 6. október býður Mosfellsbær íbúum í fræðsluferð um bæjarfélagið. Ferðin verður með léttu yfirbragði og sambland af smá keppni og sögulegum fróðleik. Veitt verða verðlaun fyrir besta árangurinn. Lagt af stað með rútu frá hlégarði kl. 13 og komið aftur um kl. 15. Tilvalin fjölskylduferð fyrir Mosfellinga, nýflutta jafnt sem rótgróna. Ókeypis er í ferðina og fararstjóri er Bjarki Bjarnason. Rökkurró í vetrarbyrjun -menningarvaka í Mosfellsbæ tónLeikaR Fimmtudagskvöldið 25. október n.k. verður boðið upp á notalega hausttónleika í Listasal Mosfellsbæjar og hefjast þeir kl. 20.00. Það verða þau Svavar Knútur og Kristjana Stefánsdóttir sem verða með tónleika þetta kvöld. Kertaljós, kaffi, kökur og ljúfir tónar. Eigum saman notalega kvöldstund þar sem haustmyndir úr ljósmyndakeppninni Haust í Mosfellsbæ mynda bakgrunn. - Ókeypis aðgangur. Menningarsvið Mosfellsbæjar Mosfellsbær afmælismerki Stórt/lítið: Öll almenn prentun (osett) Grænn litur: CMYK 43 0 100 60 25 ára afmæli Mosfellsbæjar haust í Mosfellsbæ -ljósmyndakeppni áhugaljósmyndara Til gamans efnum við til ljósmyndakeppni áhugaljósmyndara þar sem myndefni/þema er haustmyndir úr Mosfellsbæ. Myndirnar sem berast mynda svo baksvið á hausttónleikum þeirra Svavars Knúts og Kristjönu sem verða þann 25. okt. n.k. í Listasal Mosfellsbæjar. Þar verða einnig afhent verðlaun fyrir skemmtilegustu myndirnar. Viðurkenningar í boði artpro prentþjónustu. Myndirnar skal senda á mos@mos.is fyrir 23. okt. n.k. Innsendar myndir verða birtar á fésbókarsíðu Mosfellsbæjar www.facebook.com/sveitarfelagid.mosfellsbaer en íbúar og aðrir gestir geta þar tekið þátt í að velja bestu myndirnar.

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.