Mosfellingur - 27.09.2012, Síða 12
Hjóla- og göngustíga-
kortið endurútgefið
Í tilefni af Samgönguvikunni í
Mosfellsbæ sem fram fór á dögun-
um hefur verið endurútgefið nýtt og
uppfært hjóla- og göngustígakort.
Kortið sýnir samgöngu- og útivistar-
stíga í Mosfellsbæ og tengingu
þeirra við stígakerfi annarra sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu.
Kortið var síðast gefið út árið 2010
og kláraðist upplagið fljótt þótt
kortið væri ennþá aðgengilegt á
heimasíðu bæjarins.
Kortinu er dreift á helstu staði
í bænum, svo sem á Bókasafn
Mosfellsbæjar og íþróttamiðstöðvar
bæjarins, ásamt því að liggja frammi
í þjónustuveri Mosfellsbæjar.
Stígakortið er einnig aðgengilegt á
vef Mosfellsbæjar.
Jafnframt er vakin athygli á korters-
kortinu á heimasíðunni.
Kortið sýnir 1,6 km radíus út frá
miðbæ Mosfellsbæjar, en það er
sú vegalengd sem tekur meðal-
manninn einungis um 15 mínútur
að ganga og 6 mínútur að hjóla.
Tilgangurinn er að sýna hversu litlar
vegalengdir er oftast um að ræða
innanbæjar í Mosfellsbæ og hvetja
þannig fólk til að ganga eða hjóla
innanbæjar.
MERKI MOSFELLSBÆJAR
Höf. Kristín Þorkelsdóttir
TÁKNA) Tilvísun til silfurs Egils Skallagrímssonar
Dóttir Egils, Þórdís, bjó að Mosfelli og dvaldi hann hjá henni síðustu árin.
Í nágrenni Mosfells á Egill að hafa falið silfursjóð sem Aðalsteinn hinn
sigursæli Englakonungur gaf honum.
Táknið er stílfærð mynd af þremur skjöldum sem prýddu bakhlið penings
sem var í umferð á tíma Aðalsteins hins sigursæla.
B) Þrír skildir fléttast saman og mynda samstöðu, sbr. þrjá byggðarkjarna
fyrrum Mosfellshrepps: Mosfellsdalur, Reykjahverfi og „niðursveitin“.
PANTONE 371PANTONE 371
2. útgáfa 2012
Hjóla- og göngustígakort
Mosfellsbæjar
Mosfellsbær
ATH: Kortið er í stöðugri þróun og
uppfærslu. Ekki er gerður greinarmunur
á gangstéttum og stígum. Sem stendur
er kortið einungis leiðbeinandi um
mögulegar leiðir fyrir gangandi og
hjólandi.
í tilefni af Samgönguviku 2012 og er
einungis tekin ábyrgð á upplýsingum
- Fjárdráttur í Mosfellsdal12
STAFRÆN PRENTUN I STÓRLJÓSMYNDAPRENTUN I STAFRÆN HÖNNUN
ARTPRO ehf. I Háholti 14, 2. hæð I 270 Mosfellsbæ I Sími: 566 7765 I www.artpro.is I artpro@artpro.is
VERSLUM Í HEIMABYGGÐNafnspjöld I Bæklingar
Auglýsingar I Dreimiðar
Ljósmyndir I Bækur I KortLISTRÆN FAGMENNSKA
ARTPRO
WWW.ARTPRO.IS
PRENTÞJÓNUSTA
Sálarball í Hlégarði
á laugardaginn
Sálin ætlar að slá upp haustballi
í Hlégarði laugardagskvöldið 29.
september. Langt er nú um liðið frá
því á Sálverjar léku þar, en Hlégarð-
ur er eitt af fáum félagsheimilum
landsins sem enn eru við lýði.
Gamla sveitaballastemmning
verður í öndvegi og gestir mega
búast við látum, hita, svita og því,
að þurfa að senda jakkafötin og
kjólana í hreinsun á mánudeginum.
Sálin mun að sjálfsögðu leika öll
sín þekktustu lög, þar með talda
nýjustu smelli bandsins sem ómað
hafa í viðtækjum landsmanna þetta
prýðilega sumar, sem flestir kveðja
nú með töluverðum trega.
M
yn
di
r/
Ra
gg
iÓ
la
Fjárréttir í MosFellsdal
Helgina 15.-16. september smöluðu bændur í Dalnum hátt í 1000 fjár að Hraðastöðum