Mosfellingur - 27.09.2012, Qupperneq 29

Mosfellingur - 27.09.2012, Qupperneq 29
Tap gegn Þrótti Nes hjá konum og körlum Nýliðar Aftureldingar og Þróttar Nes í 1. deild karla áttust við í tveimur leikjum um helgina á Norðfirði. Afturelding sendir lið í 1. deild karla í fyrsta sinn og Þróttur Nes í fyrsta sinn í 12 ár. Þróttur Nes hafði betur í báð- um leikjunum, úrslitin í föstu- dagsleiknum voru 3-1 þar sem Aftur- elding náði að vinna sína fyrstu hrinu í efstu deild karla. Í liði Aftureldingar var Ivo Bartkevics stigahæstur með 19 stig. Þróttur Nes vann svo laugardagsleikinn nokkuð örugglega 3-0. Blakkonur Aftureld- ingar öttu einnig kappi við Þrótt N en máttu lúta í lægra haldi 3-1. UNGLINGAHREYSTI Í MOSFELLSBÆ NÁMSKEIÐ FYRIR 13-15 ÁRA UNGLINGA NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 566-7888 www.worldclass.is Kennari: Ólafur Snorri Rafnsson íþróttafræðingur 1. OKTÓBER HEFST 10 VIKNA Unglingahreysti er fyrir alla unglinga sem vilja læra að æfa á líkamsræktarstöð, fræðast um hollt mataræði, æfingar og heilsu. Hóptímaþjálfun 2x í viku með þjálfara. UNGLINGAHREYSTI Næsta námskeið hefst: 1. október Verð kr. 19.900 (Hægt er að nota frístundastyrk) SKEIFUNNI 17 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 477 7777 • WWW.REMAX.IS Reynir Logi Ólafsson hdl. Löggiltur fasteignasali reynir@remax.is ATH! VANTAR Í SKIPTUM FYRIR 4RA HERBERGJA ÍBÚÐ SÉRBÝLI, EINBÝLI, RAÐHÚS EÐA PARHÚS. HRINGDU NÚNA FRÍTT SÖLUVERÐMAT Sylvia Walthers Sölufulltrúi sylvia@remax.is 820 8081 Okkur vantar allar stærðir eigna á skrá og við aðstoðum einnig við leit að réttu eigninni fyrir þig. Sunddeildin í æfingaferð á Spáni Dagana 8. – 15. ágúst fór sund- deild Aftureldingar í æfinga- ferð til Benedorm á Spáni. Ferðin heppnaðist vel í alla staði, krakkarnir skemmtu sér stórkostlega og hegðuðu sér með eindæmum vel. Farið var í skemmtigarðinn Terra Mítica, vatnsrennibrautagarðinn Aqual- andia og dýragarðinn Mundom- ar. Einnig var kíkt í mollið tvisv- ar, nokkrum sinnum á ströndina og rölt í bænum á kvöldin. Hótelið, Dynastic Hotel, var æðislegt, í aðeins 10 mínútna göngu frá ströndinni og því voru teknar nokkrar æfingar þar þegar stemningin var þannig. Full dagskrá var alla daga frá kl. 8 – 23 og komu allir þreyttir og ánægðir heim eftir frábæra ferð. Stelpurnar mættar til leiks í N1 deildina Afturelding teflir nú fram liði í N1 deild kvenna í handknattleik. Stelpurnar hafa leikið tvo leiki það sem af er tímabilinu en lútið í lægra haldi í báðum. Næsti leikur er á laugardaginn í Kópavogi gegn HK og hefst kl. 14. Þjálfari Aftureldingar er Gústaf Adolf Björnsson. M yn d/ Ra gg iÓ la Íþróttir - 29

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.