Mosfellingur - 27.09.2012, Blaðsíða 32

Mosfellingur - 27.09.2012, Blaðsíða 32
 - Aðsent efni32 Námskeið RkÍ Skyndihjálp – 4 Stundir 24. október kl. 17:30 Stutt skyndihjálparnámskeið getur gert þér kleyft að bjarga mannslífi þegar mínútur skipta máli. Ætlað öllum sem vilja læra grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. kennari: Þóra K. Ásgeirsdóttir. Verð: 5.000 kr. Sálrænn Stuðningur i 6. nóvember kl. 17:30 Fyrir þá sem vilja rifja upp eða öðlast færni og þekkingu í sálrænum stuðningi. Gagnlegt fyrir almenning, starfsmannahópa, starfsfólk með manna- forráð og sjálfboðaliða RKÍ. Fjallað um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum, hver eðlileg viðbrögð fólks eru og hvernig veita má stuðning og umhyggju. kennari: Elín Jónasdóttir sálfræðingur. Verð: 2.000 kr. Skráning og upplýsingar á raudikrossinn.is/kjos. Sjálfboðaliðar sitja námskeiðin sér að kostnaðarlausu, félagsmenn fá 10% afslátt. Í lífi manna gengur mismikið á en hjá flest- um safnast með tímanum í sarpinn, atvik og tilfinningar sem erfitt er að vinna úr. Ég er þar engin undantekning þó svo að lengi vel hafi ég látið eins og allt væri í himna- lagi hjá mér, ég höndlaði alveg lífið og til- veruna. En eftir því sem á leið, fann ég að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Mér fannst eins og eitthvað hefði slökknað innra með mér en ég vissi samt ekki hvað. Ég böðlaðist stjórnlaust áfram, ég þurfti jú að sjá fyrir mér og mínum, oft í aðstæðum sem ég réði ekkert við en áfram barðist ég og stóð mína plikt. Í þessu öllu var enginn tími til að huga að öðru og ég einangrað- ist, sinnti í engu mínum eigin þörfum. Það kom því að þeim degi að ég var orðinn algerlega uppgefinn og ómeðvitaður um eigin tilfinningar og þarfir. Mér leið eins og ég væri tilfinningalaus! Öll gleði var horfin úr lífi mínu og ég vissi ekki hvað ég þurfti eða vildi. Mér fannst fólk ráðskast með mig bæði í persónulega lífinu og í vinnu, án þess að ég gæti rönd við reyst. Þó ég hefði ein- hverjar skoðanir stóð ég ekki á þeim heldur flaut bara með af ótta við að vera hafnað. Ég hafði lítið sjálfsálit og dæmdi mig hart ef eitthvað gekk ekki eins og ætlunin var. Þegar svo var komið hitti ég gamlan vin sem hafði nokkrum árum áður staðið í svipuðum sporum. Hann lýsti hvernig hann hafði endurskoðað líf sitt með aðferðum Tólf sporanna og náð tökum á því á ný. Með nýjum lífstíl var hann orðinn sáttur við sig og sína. Hann hvatti mig til að koma með sér á Tólf sporafund hjá Vinum í bata og at- huga hvort ég finndi þar leið úr ógöngun- um. Ég varð hissa því ég hélt að Tólf sporin væru eingöngu fyrir þá sem ættu við áfeng- is- eða fíkniefnavanda að stríða. Það er skemmst frá því að segja að ég sló til og fór í Tólf sporin. Nú eru liðin þrjú ár og ég er enn í þeim. Ég er sammála vini mínum um að þetta sé lífstíll sem gerði mér kleift að ná tökum á lífinu og finna gleðina á ný. Hefur þú einhvern tímann velt fyrir þér að skoða lífið þitt og vinna úr óuppgerðum atvikum eða tilfinningum og bæta sam- skipti þín við annað fólk? Ef svo er ættir þú að skoða þessa leið. Vinir í bata er hópur karla og kvenna á öllum aldri sem hafa staðið í svipuðum sporum og tileinkað sér Tólf sporin til að vinna úr aðstæðum. Unnið er eftir kerfinu Tólf sporin - And- legt ferðalag og hefur það verið gert hér á landi í meira en áratug. Ekki er horft á fíkn sérstaklega heldur er tekist á við óuppgerð- ar tilfinningar sem okkur öllum hættir til að dragnast með í gegnum lífið með tilheyr- andi sársauka. Boðið verður upp á Tólf spora starf í Safnaðarheimili Lágafellssóknar í vetur. Ég hvet fólk að kynna sér þetta starf sem hefur gefið mörgum svo mikið. Síðasti kynningafundurinn verður í safn- aðarheimili Lágafellssóknar að Þverholti 3 í Mosfellsbæ miðvikudagskvöldið 3. október kl 18:30. Hægt er að kynna sér starfsemi Vina í bata á vefsíðu www.viniribata.is Vinur í bata Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni FaMos auglýsir Vatnsleikfimi fyrir félaga FaMos verður í Lágafellslaug. Kennari er Hafdís Elín Helgadóttir íþróttakennari. Um er að ræða 11 vikna námskeið tvisvar í viku: þriðjudaga kl. 09.30 -10.10 og föstudaga kl.09.00 - 09.40. Þátttökugjald fyrir tímabilið eru kr. 2.200 fyrir einu sinni í viku og kr. 4.400 fyrir tvisvar í viku. Boccia fyrir félagsmenn FaMos hefst í Íþróttahúsinu að Varmá miðvikudaginn 26. september 2012 og verður einu sinni í viku næstu 10 vikur á miðvikudögum kl. 10:00-12:00. Þátttökugjald er kr. 2.000. Fyrsta menningarkvöld FaMos og jafnframt 10 ára afmælisveisla félagsins verður haldin í Hlégarði þriðjudaginn 2.október kl.19.00. Við gæðum okkur á hlaðborði að hætti Vignis. Gestur okkar verður Mattý Jóhanns söngkona og Mosfellingur og hefur hún fengið Flemming Viðar Valmundsson, ungan harmonikkusnilling til liðs við sig. Verð á glæstu hlaðborði er kr. 3.700. Félagar eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna þátttöku í síðasta lagi föstudaginn 28. september til: Birgis Sveinssonar - s. 566 6174 / 892 9431, Guðrúnar E. Árnadóttur - s. 566 6798 / 845 9713 eða Maríu Guðmundsdóttur - s. 566 6223 / 861 8170. Andlegt ferðalag Að taka þátt í skipulögðu íþrótta- starfi skiptir miklu máli fyrir börn og unglinga. Ástæða og gildi þess að hreyfa sig og lifa heilbrigðu lífi er ekki aðeins fyrir líkamlegan ávinning, heldur einnig andlegan og félagslegan. Jákvæð reynsla af hreyfingu á unga aldri eykur lík- urnar á að fólk venji sig á lífshætti sem fela í sér hreyfingu á fullorðinsárum. Almenn hreyfing og heilsusamlegt líferni er börnum og unglingum nauðsynleg fyrir eðlilegan vöxt, þroska og andlega vellíðan. Skipulögð þjálfun bætir hreyfifærni, lík- amshreysti, eykur félagslega færni og eflir sjálfstraust. Hreyfing barna og unglinga ætti að vera fjölbreytt og skemmtileg og miða að því að efla líkamshreysti, sem meðal annars hef- ur góð áhrif á afkastagetu lungna, hjarta og æðakerfis ásamt vöðvastyrk, liðleika og líkamsmeðvitund. Unglingahreysti World Class er námskeið sem er ætlað unglingum á aldrinum 13 – 15 ára sem vilja stunda líkamsækt fyrir líkamlegt heilbrigði og einnig þá sem vilja bæta sína getu í sinni íþrótt. Stund- uð verður styrktar – og þolþjálfun og farið verður yfir skipulag þjálfunar, markmiðasetningu og hollt mataræði. Markmið námskeiðsins er að einstakling- urinn hafi gaman að því að stunda líkams- rækt og stundi hana af réttum ástæðum, bæta líkamlegt atgervi, bæta frammistöðu í sinni íþróttagrein og að koma í veg fyrir álagsmeiðsli með réttri þjálfun. Ólafur Snorri Rafnsson B.Sc. Íþróttafræðingur Grunnur að góðri heilsu Heibrigði snýst um að vera andlega, tilfinningalega og líkamlega heill. Lífið hefur oft í för með sér andleg og líkam- leg áföll. Þegar við verðum fyrir áfalli og bælum tilfinn- ingarnar sem því fylgja, bregst líkaminn við með því að nota orku til að halda þeim niðri. Við líkamlega áverka/högg gengur utanaðkomandi orka inn í líkamann, það myndast einskonar orkustífla sem getur hindrað eðlilegt flæði um svæðið og það getur þróað með sér vandamál. Ungur og heilbrigður einstaklingur á tiltölulega auðveldara með að halda bælingunni niðri og líkaminn getur starfað eðlilega þrátt fyrir orkustíflur/ bælingar. Þegar við eldumst eða veikjumst fyrir af einhverjum orsökum, þá minnkar hæfileiki líkamans til að halda þessum vandamálum niðri. Við förum að finna fyrir vanlíðan, líkamlegri og/eða til- finningalegri sem við höfum ekki skýr- ingu á. Förum að finna fyrir verk eða kvíða og öðrum tilfinningum. Það eru gömlu vandamálin sem líkaminn var vanur að halda niðri sem eru að læðast upp á yfirborðið. Við höfum úrræði til að halda áfram að bæla tilfinningar, t.d. með fíknum, við fáum okkur sígarettu eða áfengi, förum í ísskápinn, já eða fáum ávísun á þunglyndislyf eða önnur lyf. Allt hjálp- ar þetta við að deyfa og bæla tilfinn- ingarnar. Önnur leið væri að viðurkenna tilfinning- ar okkar og ekki hræðast þær. Það er eðlilegt þegar við lendum í erfiðum aðstæðum eða áföllum að finna tilfinning- ar eins og sorg, hræðslu, reiði o.s. frv. Það væri ekki heilbrigt ef þessar tilfinningar kæmu ekki upp. Það er varnarviðbragð líkam- ans að bæla þær niður á meðan verið er að ganga í gegnum áfallið. Það er líka mikilvægt að leyfa þessum tilfinn- ingum að koma upp á yfirborðið þegar við erum tilbúin og vinna úr þeim, ekki með lyfjum eða fíkn, heldur með sál- vefrænni vinnu eða öðrum aðferðum sem losa tilfinningar úr líkamsvef. Mikilvægt er að þjóðfélagið fari að viðurkenna allar tilfinningar sem manneskjan býr yfir. Allar tilfinningar eru merki um að við erum lifandi og heil, bæði sorg, gleði, hræðsla, reiði, kvíði og hamingja. Þegar við bælum tilfinningar erum við að hafna hluta af okkur sjálfum, mikilvægt er að dvelja í okkar tilfinningum eftir þörfum,hverjar sem þær eru, leyfa okkur að finna þær , það er leiðin upp og út fyrir tilfinning- arnar. Við það að tilfinningarnar losna úr líkamsvefnum, þá verður betra flæði um vefinn, bæði af blóði, vökva, orku, næringu og súrefni. Það veður meiri lífsorka á staðnum. Aukið heilbrigði! Erla Ólafsdóttir sjúkraþjálfari, CST www.upledger.is H e i l s u v i n í M o s f e l l s b æ e r h l u t a f é l a g í e i g u f y r i r t æ k j a o g e i n s t a k l i n g a í h e i l s u þ j ó n u s t u í M o s f e l l s b æ . S t a r f f r a m k v æ m d a s t j ó r a f e l u r í s é r a l m e n n t u t a n u m h a l d u m s t a r f k l a s a n s , k y n n i n g a r - o g m a r k a ð s s t a r f , ö f l u n n ý r r a h l u t h a f a f y r i r k l a s a n n , u m s j ó n m e ð u m s ó k n u m u m s t y r k i , b ó k h a l d o g f l e i r a . N á n a r i u p p l ý s i n g a r u m H e i l s u v i n e r a ð f i n n a á s l ó ð i n n i w w w . h e i l s u v i n . c o m . N á n a r i u p p l ý s i n g a r u m s t a r f i ð v e i t i r J ó n P á l s s o n , s t j ó r n a r f o r m a ð u r H e i l s u v i n j a r g e g n u m n e t f a n g i ð j o n @ a n s . i s . U m s ó k n i r s k u l u s e n d a r á n e t f a n g i ð h e i l s u v i n @ h e i l s u v i n . c o m f y r i r 3 . m a r s n æ s t k o m a n d i . H e i l s u v i n í M o s f e l l s b æ ó s k a r e f t i r a ð r á ð a f r a m - k v æ m d a s t j ó r a í a l l t a ð 5 0 % s t a r f heilsu hornið Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heils vin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálss n, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfa gið jo @ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heilsuvin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálsson, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfa gið jon@ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfell bæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heilsuvin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálsson, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfangið jon@ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf heilsuár í mosfellsbæ 2012 heilsuvin í mosfellsbæ Hvað er að vera heill? Aðalmerki | Samsetning | Mosfellsbæ

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.