Mosfellingur - 21.08.2009, Qupperneq 14
Hvíti riddarinn í
toppslag 3. deildar
Hvíti riddarinn hefur verið á
miklu skriði í 3. deildinni undan
farnar vikur. Liðið hefur unnið
sex af síðustu níu leikjum sínum
og þar með komist í 2. sæti rið-
ilsins eftir nokkuð dapra byrjun.
Hvíti riddarinn er með 23 stig í
öðru sætinu en KFG og Berserkir
eru í tveimur næstu sætunum
með jafmörg stig. Lokaumferðin
í riðlinum fer fram á morgun,
laugardag, en Hvíti riddarinn
mætir þá KFG á Varmárvelli.
Sigur þar fleytir Hvíta riddar-
anum í úrslitakeppni 3. deildar-
innar þar sem að átta lið keppa
um tvö laus sæti í 2. deild að ári.
Mosfellingar eru hvattir til að
fjölmenna á leikinn á morgun og
hvetja Hvíta riddarann til sigurs!
Happadrætti til
góðs málefnis
Þessa dagana ganga strákar sem
verða í 4. flokki í fótboltanum
á næsta tímabili í hús og selja
happadrættismiða meistara-
flokks karla. Strákarnir eru að
hefja söfnun fyrir æfingaferð
næsta vor en hlutur meistara-
flokksins af miðasölunni fer í
rekstur þessa árs.
Vinningaskráin ber keim af 2009,
í fyrsta vinning er listflug fyrir
einn og önnur verðlaun útsýnis-
flug fyrir tvo yfir Mosfellsbæ,
gefið af flugklúbbi Mosfellsbæj-
ar. Engum er greiði gerður með
utanlandsferð í vinning í þessu
árferði. Fjöldi glæsilegra vinn-
inga eru í boði en dregið verður í
túninu heima, sunnudag kl. 14.
Skóskiptimarkaður
í Túninu heima
Knattspyrnudeild mun gangast
fyrir knattspyrnuskóa-skipti-
markaði „Í túninu heima“. Allir
sem vilja geta
komið með
takkaskó,
gervigrasskó,
innanhússskó
í skiptum fyrir
aðra. Þeir sem
hafa keypt of
stóra eða litla
skó og aldrei geta notað, þeir
sem hafa vaxið upp úr skónum
sínum nánast óslitnum geta því
orðið öðrum að liði. Látum ekki
nothæfa skó safna ryki heima ef
þeir geta gengið í endurnýjun
lífdaga.
Strákarnir í bullandi fallbaráttu en stelpurnar í fríi
Róðurinn þyngist
- Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar14
Stjórn barna- og unglingaráðs
knattspyrnudeildar Afturelding-
ar, BUR, vill lýsa yfir stuðningi við
meistaraflokka karla og kvenna.
Meistaraflokkarnir eru flaggskip
knattspyrnudeildarinnar og líta
margir ungir knattspyrnuiðkendur
upp til þeirra. Knattspyrnuiðkend-
ur í efstu flokkum eða frá 4. flokki
og upp í 2. flokk karla og kvenna
horfa til meistaraflokkanna og
hafa langflestir það markmið að fá
einn daginn að spila með meistara-
flokkum Aftureldingar.
Leikmenn meistaraflokks karla
standa frammi fyrir erfiðu verkefni
í næstu leikjum og þurfa að berjast
hart fyrir sæti sínu í 1. deildinni.
Stelpurnar í meistaraflokknum eru
sitt annað ár í úrvalsdeild og hafa
einnig staðið í mikilli baráttu um
að halda þar sæti.
Það er mikils virði fyrir knatt-
spyrnu í Mosfellsbæ að hafa meist-
araflokkana í efstu deildum. Það
kostar mikla fyrirhöfn og mikið fjár-
magn. Þess vegna eru Mosfellingar
hvattir til að taka þátt í þeim fjáröfl-
unum sem eru í gangi og sýna með
því stuðning við unga og efnilega
íþróttafólkið okkar. Einnig hvetur
stjórnin Mosfellinga að mæta á þá
leiki sem eftir eru og sýna þannig
mikilvægasta stuðninginn.
Stjórn BUR leggur mikla áherslu
á að forsvarsmenn Aftureldingar
leggi allt kapp sitt á að gera veg
meistaraflokkanna sem bestan.
Stjórn barna- og unglingaráðs
Aftureldingar
Stuðningsyfirlýsing við meistaraflokkana í knattspyrnu
Í vetur mun nemendum 1. og
2. bekk í Varmárskóla og Lágafells-
skóla gefast kostur á að taka þátt í
Íþróttafjöri. Íþróttafjör er samstarf
flest allra deilda innan Afturelding-
ar, Frístundaselsins, skólanna og
bæjarfélagsins. Markmiðið með
íþróttafjöri er að nemendur á þess-
um aldri fái að kynnast sem flestum
íþróttagreinum en reynslan sýnir
að börn á þessum aldri eiga erfið-
ara með að velja eina grein til að
stunda allan veturinn. Vonin er að
þetta fyrirkomulag verði krökkun-
um meiri hvatning til að hreyfa sig
undir eftirliti þjálfara í hverri grein.
Æfingatími stendur yfir í um 1½
klst eða frá rúmlega tvö til klukkan
hálf fjögur. Nemandinn má velja
sér eina uppáhaldsgrein en í hver-
jum æfingatíma eru stundaðar tvær
íþróttagreinar. Nemandinn stundar
þá uppáhaldsgreinina tvisvar í viku
og prófar tvær aðrar íþróttagreinar í
hverri viku. Með þessum hætti ættu
öll börn að finna sér íþróttagrein við
hæfi.
Samvinna við framhaldsskólann
Nemendur sem eru skráðir í Frí-
stundaselið geta nú stundað flest-
ar sínar æfingar á vegum íþrótta-
félagsins á Frístundaselstíma eða
fyrir klukkan fjögur á daginn. Þeir
nemendur sem ekki eru skráðir í
Frístundaselið en vilja taka þátt
mæta í íþróttamiðstöð á æfinga-
dögum eftir að skóla lýkur.
Einnig verður Framhaldsskólinn
í Mosfellsbæ í samvinnu við Íþrótta-
fjörið þar sem nemendur á íþrótta–
og lýðheilsubraut koma að aðstoð
við þjálfun á æfingum. Bréf verður
sent til foreldra barna í 1. og 2. bekk
í gegnum Mentor í samstarfi við
frístundaselið en upplýsingar verða
einnig að finna á www.mos.is og
www.afturelding.is
Meistarflokkur karla berst þessa dagana fyrir lífi sínu í 1. deildinni. Nú
þegar fimm umferðir eru eftir er Afturelding í næst neðsta sæti, þremur
stigum á eftir ÍA. Strákarnir klúðruðu niður unnum leik á þriðjudaginn á
móti ÍA. Staðan var 3-1 þegar fimm mín. voru eftir og víti dæmt á gestina.
Allt kom fyrir ekki, vítaspyrnan fór út um þúfur og ÍR-ingar jöfnuðu leikinn
með tveimur mörkum á lokamínútunum. Mikil dramatík að Varmá. Aftur-
elding leikur gegn Víkingi í kvöld kl. 18:30 á Víkingsvelli. Strákarnir þurfa því
virkilega á stuðningi og stigum að halda í þeim leikjum sem eftir eru.
Meistaraflokkur kvenna er í þriðja neðsta sæti en ekkert er leikið í Pepsi-
deild kvenna þessa daganna vegna Evrópumótsins í Finnlandi.
Samstarf Mosfellsbæjar, Frístundaselsins,
Lágafellsskóla, Varmárskóla og Aftureldingar
Íþróttafjör fyrir
yngstu nemendurna