Mosfellingur - 21.08.2009, Side 20

Mosfellingur - 21.08.2009, Side 20
 - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar20 Langar þig til að vinna með frábærum börnum í spennandi og fjölbreyttu starfi? Frístundasel Lágafellsskóla leitar eftir glaðlegu og jákvæðu fólki til að vinna með börnum á aldrinum sex til níu ára. Í boði er allt að 50% starfshlutfall. Vinsamlegast hafið samband við: Efemíu Gísladóttur skólastjóra í síma: 6185149 netfang: efemia@lagafellsskoli.is eða Dagbjörtu Brynjarsdóttur í síma: 8962682 netfang: dagga@lagafellsskoli.is Laugardaginn 15. júlí var haldinn árlegur flugmódeldagur hjá Flug- klúbbi Mosfellsbæjar á Tungubökkum. Fjölmenni var að venju og nutu menn dagsins við flug og indælis veður á Tungubökkum. Á þriðja tug glæsilegra, fjarstýrðra, flugmódela voru á staðnum. Töluvert var um gesti og höfðu þeir gaman af að skoða módelin jafnt á jörðu miðri sem í lofti. Mótstjori var að venju Einar Páll Einarsson og tókst samkoman vel í alla staði. ÚTIÞJÁLFUN - NÁTTÚRULEGA BEST Lærðu að nýta þér alla þá möguleika sem hið frábæra umhverfi okkar býður upp á í þol-, styrktar- og liðleikaþjálfun - allt árið. Upplagt fyrir félaga sem vilja koma sér í form og halda það út. Gott matar- og viktaraðhald fyrir þá sem þess óska. Fyrir byrjendur og lengra komna. Kristín Einarsdóttir íþróttakennari og einkaþjálfari. Skráning og upplýsingar: jon@draumagolf.is GSM: 899 0768 Nú er undirbúningur fyrir vetrar- starf Kjósarsýsludeildar Rauða kross- ins í fullum gangi. Öll helstu verke- fni deildarinnar fara af stað á næstu vikum, fyrir utan verkefnið „Föt sem framlag” sem hefur þegar hafið störf eftir sumarfrí. Þeir sem hafa áhuga á að leggja verkefnunum lið er bent á að hafa samband í síma 898-6065 og í netfangið kjos@redcross.is. Sjálfboðaliðar deildarinnar taka þátt í ýmsum verkefnum á höfuð- borgarsvæðinu. Helstu verkefni hjá Kjósarsýsludeild eru: þátttaka í foreldrarölti grunnskólanna, ung- mennastarf fyrir 13 ára og eldri, föt sem framlag þar sem föt eru prjónuð, hekluð eða saumuð fyr- ir hjálparstarf innanlands sem er- lendis og heimsóknavinir þar sem sjálfboðaliðar heimsækja einstakl- inga á heimili þeirra eða stofnanir til að draga úr félagslegri einangrun og veita félagsskap, nærveru og hlýju. Sjálfboðaliðarnir okkar eru einnig virkir í verkefnum eins og neyðarvörnum, hjálparsímanum 1717, Rauðakrosshúsinu Borgartúni 25, skyndihjálp og fataflokkun svo fátt eitt sé nefnt. Kynning Í túninu heima Kjósarsýsludeild verður með kynningarbás á bæjarhátíðinni Í túninu heima. Þar verður hægt að fræðast nánar um Rauða krossinn og verkefni deildarinnar. Einnig verður boðið upp á kennslu í skyndihjálp þar sem fólki gefst færi á að læra eða æfa blástursaðferðina. Sjálfboða- liðum deildarinnar verður svo boðið í kaffi í Sjálfboðamiðstöðinni Þver- holti 7 eftir að bæjarhátíðinni lýkur, sunnudaginn 30. ágúst kl. 17. Hjálparsíminn – 1717 Sjálfboðaliðar og starfsmenn Hjálparsíma Rauða krossins 1717 veita allar almennar upplýsingar um Inflúensu A (H1N1)v (svínaflensuna) í gegnum gjaldfrjálsa númerið 1717. Hjálparsíminn hefur frá stofnun lagt mikið upp úr því hlutverki að veita upplýsingar um samfélagsleg úr- ræði og þjónustu til einstaklinga um hin ýmsu mál. Sjálfboðaliðar og starfsmenn Hjálparsímans hafa fengið staðgóða fræðslu frá Land- læknisembættinu og eru þar af leiðandi vel í stakk búnir til þess að svara almennum spurningum. Árlegur flugmódeldagur hjá flugklúbbnum Flugmódel á Tungubökkum Krakkarnir í Vinnuskóla Mosfellsbæjar sjást hér undirbúa sig fyrir sund- sprett í Köldukvísl á einum af góðviðrisdögum sumarsins. Mikill fjöldi un- glinga hefur starfað hjá Mosfellsbæ í sumar og leggja þau nú allt kapp á að snyrta bæinn fyrir bæjarhátíðina „Í túninu heima”. Sund milli stríða Öflugt starf framundan hjá Kjósarsýsludeild RKÍ Vetrarstarfið undirbúið Frá Survivor- Heiðmörk ferð ungmenna- starfsins.

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.