Mosfellingur - 21.08.2009, Qupperneq 28

Mosfellingur - 21.08.2009, Qupperneq 28
Fiskréttur með spaghettí Í eldhúsinu Ragnheiður Hrönn Björnsdóttir gef- ur okkur uppskrift að þessu sinni að fiskrétti með spaghettí. „Þessi upp- skrift kemur frá móður minni, hún gerði iðulega þennan rétt handa okkur systkinunum þegar við vor- um yngri. Móðir mín var vön að nota karrý í þennan rétt en ég breytti því í salsa-sósu við góðan orðstír. Ég síðan hálf sýð spaghettíið sem er mjög mikilvægt vegna þess að ef maður sýður það til fulls verður allur safinn af fiskinum í botninum á fatinu þe- gar hann eldast. Ef maður hins vegar passar þetta, þá eldast spaghettíið í safanum af fiskinum og sósan verður ekki of þunn. Gott er að bera fram snittubrauð með réttinum.“ 1 krukka Hot Salsa dip 2 ýsuflök 1-2 tsk Aromat spaghetti (væn lúka) tómatsósa ostur brauðrasp smjör Aðferð: Byrjað er á því að setja spaghettíið í pott með slatta af salti og sjóða til hálfs, ca.3-4 mín. Setjið Hot Salsa sósuna í botninn á eldföstu móti. Leggið flökin ofan á sósuna og krydd- ið með Aromati. Setjið hálfsoðna spaghettíið ofan á fiskinn og sprautið slatta af tómat- sósu ofan á spaghettíið. Setjið ostsneiðar ofan á allt saman og brauðrasp þar ofan á. Setjið 4-6 smjörklípur á dreif ofan á ostinn og raspið og setjið í forhitaðan ofninn. Bakist við 190°C í 30-40 mín (fer eftir stærð fiskflakanna) Best er að setja réttinn í stórt eldfast mót. Rétturinn er ekki síðri upphit- aður næsta dag. Verði ykkur að góðu. HJÁ HEIDU - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar28 Sunnudaginn 9. ágúst var söng- leikurinn Fúttlús (Footloose) frum- sýndur í Bæjarleikhúsinu. Þar stigu ungir og efnilegir leikarar á stokk sem hafa í sumar tekið þátt í leik- listarnámskeiði á vegum Leikfélags Mosfellssveitar. Krakkarnir sem eru á aldrinum 13-16 ára stóðu sig með mestu prýði, enda var frá upphafi mikill metn aður í hópnum. Sýningin, sem var í senn uppskeruhátíð nám- skeiðsins sem stóð í átta vikur, er bráðskemmti leg, fyndin og full af söng og dansi. Listrænir stjórnendur sýningar- innar eru Agnes Þorkelsdóttir Wild leikstjóri, Sigrún Harðardótt- ir tónlistarstjóri og Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm danshöfundur. Næstu sýningar verða miðviku d. 26. ágúst, fi mmtud. 27. ágúst og sunnud. 30. ágúst. Hægt er að nálg- ast miða í síma 566 7788. Unglingar á sumarnámskeiði Leikfélags Mosfellssveitar setja upp söngleik Söngur og fimir fætur á Fúttlús Heyrst hefur... ...að hin árlega sultukeppni á grænmetismarkaðnum í Dalnum fari fram 29. ágúst. Sultunum er skilað samdægurs fyrir kl. 12:30. ...að nú sé líka hægt að fá sér eina franska hjá „Sveini með öllu" ...að svínaflensan sé komin í Mosó, staðfest tilfelli eru orðin nokkur. ...að falsaðir peningaseðlar hafi fundist í verslunum í Mosó. ...að unnið sé úr fjölmörgum umsóknum um nýja eigendur Reykjalundar-Plastiðnaðar. ...að Haukur Sigurvins hafi farið holu í höggi á Hlíðarvelli í sumar. ...að Eyrún Helga eigi afmæli í dag. ...að tvítugur Mosfellingur hafi unnið tæpar 5 milljónir í gullpotti á Kringlukránni á dögunum. ...að Dóra Hlín Ingólfsdóttir hafi orðið sextug á dögunum. ...að skjálfti sé kominn í bæjar- stjórnar fólk fyrir kosningarnar sem fram fara næsta vor. ...að Bjössi og María hafi gift sig óvænt á dögunum þegar þau buðu til þrítugs-afmælisveislu. ...að Mosfellingur óski eftir verð ugum andstæðingum á Ólympíuleikum vinnustaða. ...að götublaðið Rituhöfðinginn sé komið í harða samkeppni við Mosfelling. ...að Magnús í Eyjum hafi haldið veglega upp á afmæli sitt. ...að Óli íla sé nú single. ...að Ólöf Þórðar formaður Leik- félagsins hafi prjónað og hannað brúðarkjólinn á Elínu hans Daða. ...að bæjarhátíðar-borðinn á göngu- brúnni hafi verið fjarlægður, en ekki fékkst leyfi fyrir honum. ...að Anna Heidi og Siggi Palli eigi von á barni. ...að Tóti Eggerts sé tekinn við veit- ingastaðnum 1919 í miðbænum. ...að fyrstu gestir á ballinu Í túninu heima fái vegleg tilboð á barnum. ...að Hótel Laxness hafi sett upp skilti í leyfisleysi á hljóðmönina neðan Hlíðatúnshverfis. ...að búið sé að opna veitingastað við Esjurætur sem nefnist Esjustofa. ...að Helga Boga sé tvítug í dag.

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.