Mosfellingur - 21.10.2010, Side 4

Mosfellingur - 21.10.2010, Side 4
24. október 21. sd. e. trin. Lágafellskirkja kl. 20 Kvöldguðsþjónusta í Lágafellskirkju – Taize 31.október 22. sd. e. trin. Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl.11 Menningardagur Kjalarnesspró- fastsdæmis. 1. nóvember - mánudagur Allara heilagramessa í Lágafellskirkju kl. 20. Látinna minnst, bæn, kyrrð og tónlist. 7. nóvember 23. sd. e. trin. Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl.11 Upplýsingar um safnaðarstarf Lágafellssóknar er hægt að nálgast á heimasíðu kirkjunnar www.lagafellskirkja.is HelgiHald framundan www.lagafellskirkja.is - Fréttir úr bæjarlífinu4 Gamanþættirnir Steindinn okkar eru komnir út á DVD og væntanlegir í verslanir í dag steindi jr. gefur út DVD disk Mosfellingurinn góðkunni Steinþór H. Steinþórsson betur þekktur sem Steindi Jr. hefur skotist upp á stjörnuhiminn að und- anförnu með grínþáttunum Steindinn okk- ar. Þættirnir voru sýndir á Stöð 2 í sumar og hafa hlotið einróma lof gagnrýnanda. „Viðtökurnar voru betri en ég átti von á. Þetta er algjörlega ný tegund af gríni á Íslandi og mjög stórt skref að fara með þetta í sjónvarpið. Það tekur tíma að ná til fólks enda nýtt andlit á markaðnum. Maður getur aldrei náð til allra. Ef allir eru sáttir, þá er kannski verið að gera eitthvað rangt,“ segir Steindi. Hádramatískt grín „Munurinn á mínu gríni og því sem var í gamla daga eru kannski trúðslætin. Í gamla daga var nánast nóg að gretta sig fyrir fram- an myndavélina og breyta röddinni. Grín í dag verður að vera hádramatískt,“ segir Steindi. Sjötíu prósent af þessu er bara skrifstofuvinna, mikill tími fer í að skrifa þættina og annað eins í eftirvinnslu. Dagarnir eru oft langir en oftast skemmtilegir. Steindi lék einnig nýverið í nýrri gamanmynd, Okkar eigin Osló, eftir Þorstein Guðmundsson. „Hlutverkið var ekki stórt en þeim mun skemmtilegra að vera með og taka þátt í kvikmyndagerð. mosó kemur mikið við sögu Steindi er ekki einn síns liðs í Steindanum okkar því honum til halds og trausts er stórskotalið landsþekktra einstaklinga. Steindi segir marga Mosfellinga koma við sögu í þáttunum. „Ég hef alltaf reynt að taka upp sem mest hér í okkar heimabyggð og tengja atburðarásina Mosó. Steindi, í samvinnu við Ágúst Bent, sér um alla framleiðslu disksins. Á disknum má finna frásagnir af framleiðslu þáttanna ásamt öðru skemmtilegu efni. Diskurinn kemur í verslanir í dag. Steindi Jr. með fyrsta ein- takið af nýjum DVD disk. kirkjustarfið MOSFELLINGUR Skólahljómsveitin í 3. sæti með Imagine Rás 2 stóð fyrir John Lennon tökulagakeppni í tilefni sjötugs afmæli Lennons. Tólf lög komust í úrslit og þar á meðal Imagine í flutningi Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar. Fjórar stúlkur úr hljómsveitinni sungu en þær heita Signý Valgarðsdóttir, Hrönn Kjartansdóttir, Berglind Magnúsdóttir og Hildur Davíðs- dóttir. Flutningur hljómsveitarinnar var skemmtilegur og fallegur að sögn dómnefndar. Um er að ræða C sveit hljómsveitarinnar en hún er skipuð á fjórða tug hljóðfæraleikara undri dyggri stjórn Daða Þórs Einarssonar. Hægt er að hlusta á lagið á vef Popplands á ruv.is. Úrslit voru kunngjörð þann 8. október en yfir 100 lög bárust í keppnina. Í verðlaun hlýtur Skólahljómsveitin ferð fyrir allan hópinn út í Viðey. Mosfellingur kíkti í sjoppur og verslanir bæjarins og kannaði verðið á nammibarnum. Það er ekki hægt að kvarta yfir úrvalinu en hægt er að velja úr alls sjö stöðum. Þess má þó geta að nammibarirnir eru jafn misjafnir og þeir eru margir hvað varðar úrval og gæði. Bónus 898 kr/kg Sama verð alla daga Krónan 1.990 kr/kg 50% afsláttur fös. og lau. Grillnesti 1.990 kr/kg 50% afsláttur á fös. og lau. Bónusvideo 2.090 kr/kg 50% afsláttur á laugardögum Snæland 2.190 kr/kg 50% afsláttur á laugardögum N1 1.990 kr/kg 52% afsláttur á laugardögum Olís 1.990 kr/kg 50% afsláttur á laugardögum Bæjarstjóri Mosfellsbæjar boðar til íbúafundar um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2011. Fundurinn verður haldinn í Hlégarði þriðjudagskvöldið 26. október kl. 20- 21.30. Markmið fundarins er að fá umræðu meðal íbúa um leiðir til hagræðingar í rekstri Mosfellsbæjar á næsta ári og hugmyndir sem nýst geta við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2011 sem nú er í gangi. Hagræða þarf í rekstri bæjarins Framundan er krefjandi verkefni sem bæjaryfirvöld óska eftir samvinnu við bæjarbúa um. „Ljóst er að í því umhverfi sem við búum nú í þarf að hagræða enn frekar í rekstri sveitarfélagsins. Við óskum eftir að heyra raddir íbúa um hvar þeim finnist að megi hagræða og hvar ekki.“ Að fundinum lokn- um verða niðurstöður umræðuhópanna dregnar saman og birtar á vef Mosfellsbæjar. Hvar má spara og hvar má ekki spara? Í upphafi fundar verður hálftíma kynning á starfsemi Mosfellsbæjar, verkefnum sveitarfélagsins og forsendum fjárhagsáætlunarinnar. Þá verða spurningar úr sal og loks verður fundarmönnum skipt í hópa þar sem lagðar verða fram tvær spurningar: Hvar má spara og hvar má ekki spara? Á mos.is verður einnig hægt að senda inn hugmyndir um hagræðingu. Nánari upplýsingar á www.mos.is/ ibuafundur. Boðað til íbúafundar í Hlégarði á þriðjudaginn um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2010 Óskað eftir samráði við íbúa SÓKn Í SÓKn – lifandi SamfÉlag Vertu með í sókninni! Haraldur Sverris- son bæjarstjóri Markmið fundarins er að fá umræðu meðal íbúanna.

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.