Mosfellingur - 21.10.2010, Síða 26
Fjarlægið skrautið
Eins og bæjarhátíðin er skemmtileg þá
er mjög leiðinlegt að sjá skreytingar
ennþá hangandi uppi í október. Í guð-
anna bænum takaði þetta drasl niður.
Þetta var flott þessa einu hátíðarhelgi
en ekki til lengdar. Sérstaklega tek ég
sjálf eftir þessu hér í Klapparhlíðinni.
Guðný
Gamlir kappleikir
Mig langar til að koma á framfæri smá
kvörtun sem varðar auglýsingaskilti á
hringtorgum. Það eru alltaf eldgömul
skilti um einhverja leiki og maður veit
aldrei hvort það er leikur í kvöld eða
hvort hann var fyrir 4 vikum. Þetta
finnst mér ekki nógu góð vinnubrögð
ef að ætlast er til að maður mæti og
styðji Aftureldingu.
Kv.Stuðningsmaður
ORÐIÐ ER LAUST...
Hér gefst lesendum kostur á að
láta skoðanir sínar í ljós í stuttu máli.
- Aðsendar greinar26
Ástæðan fyrir því að ég skrifa er sú að
tveir níu ára drengir hafa slasast í golfi í
september með rúmlega viku millibili.
Mig langar að því tilefni að biðja ykkur
foreldra að fara vel yfir öryggisreglur í
golfi með börnum ykkar og gera þeim
grein fyrir hættunni sem stafar af
golfboltum og golfkylfum.
Drengirnir voru ekki á æfingu þeg-
ar að þessi slys gerðust á golfvellinum í
Mosfellsbæ heldur voru þeir að æfa sig
á vellinum. Þeir gættu sín ekki nógu vel
og stóðu of nálægt golfkylfingunum. Í
báðum tilvikum fengu drengirnir golfkylfu
óvart í höfuðið með þeim afleiðingum að
annar þeirra (sonur minn) fékk tvö sár
í andlit og beinbrot undir öðru sárinu.
Hinn drengurinn slasaðist einnig í andliti.
Vil ég taka það sérstaklega fram að
starfsmenn vallarins eru ekki ábyrgir fyrir
þessum slysum þar sem þetta gerist utan
æfingartíma.
Allur er varinn góður og vert að vara
börnin við þar sem golfvöllurinn er í mik-
illi nálægð við hverfið.
Ásdís Margrét Rafnsdóttir,
móðir og hjúkrunarfræðingur.
Slys á
börnum
í golfi
Langar þig
að hafa gaman
í vinnunni?
grillnesti leitar að
öflugum stafsmanni í
dagvinnu alla virka daga.
18 ára eða eldri
Ertu eldhress, góð(ur) á grillinu, með meðfædda
söluhæfileika og snillingur í að búa til ís?
Ef þetta á við þig þá erum við að leita að þér.
vinsamlegast skilið inn umsókn
í grillnesti háholti 24 fyrir 27. október.
allar nánari upplýsingar veitir Ásta hally
í s: 566-7273 alla virka daga til kl. 17.
Grill nesti
HáHolt 24 - Sími 566 7273
MOSFELLINGUR
kemur næSt út
11. nóvember
Skilafrestur efnis og
auglýsinga er til 8. nóv
Nú stendur yfir vinna
við gerð fjárhagsáætlunar
Mosfellsbæjar fyrir árið 2011.
Því er ekki að leyna að frá árinu
2008 hefur efnahagsþróun verið
sveitarfélögum sem og öðrum
í þessu þjóðfélagi afar erfið. En
sveitarfélög brugðust almennt
mjög hratt við og af mikilli
ábyrgð þegar ógæfan dundi yfir og í raun
mun hraðar en ríkisvaldið. Hagrætt hefur
verið í rekstri og útgjöld lækkuð. Þetta
á að sjálfsögðu við um Mosfellsbæ. Á
undanförnum árum hefur verið hagrætt
mikið í rekstri bæjarfélagsins og nemur
lækkun kostnaðar allt að 10%, án tillits
til verðbólgu, á síðustu tveimur árum.
Starfsfólk bæjarfélagsins, allstaðar í
bæjarkerfinu, hefur lagt sig fram um að
sinna þjónustu við bæjarbúa á sem bestan
hátt, þrátt fyrir að sömu fjármunir hafi
ekki fylgt verkefnunum og áður. Það hefur
verið aðdáunarvert að fylgjast með þeirri
vinnu sem fram hefur farið á undanförnum
misserum við að ná endum saman og
það eru mikil verðmæti fyrir Mosfellinga
fólgin í þeim mannauði sem vinnur fyrir
bæjarfélagið.
Verklag við gerð fjárhagsáætlunar
Því miður háttar þannig til á Íslandi að
kreppunni sem hófst haustið 2008 er ekki
lokið. Tekjur sveitarfélaga halda áfram að
lækka að raungildi og því þarf þriðja árið í
röð að lækka kostnað ef ekki á illa að fara.
Gerð hefur verið frumáætlun á tekjum
Mosfellsbæjar fyrir árið 2011 og samkvæmt
henni verða tekjurnar heldur lægri að
nafnvirði heldur en á líðandi ári. Þess má
geta að útsvarstekjur sveitarfélagsins fyrir
árið 2011 eru áætlaðar lægri að nafnvirði en
þær voru árið 2008 og þá hefur ekki verið
tekið tillit til þeirrar miklu verðbólgu sem
verið hefur á tímabilinu. Miðað við þessar
forsendur og óbreyttan rekstarkostnað
milli ára stefnir í um 240 m.kr. halla á
rekstri Mosfellsbæjar árið 2011 eða um
6% af tekjum. Við svo búið má ekki standa
og það þarf að brúa þetta bil þannig að
ná megi fram hallalausum rekstri
á næsta ári. Til þess að takast á
við þetta verkefni hefur bæjarráð
samþykkt verklag og leiðir við
fjárhagsáætlunarvinnuna.
1. Gerð er hagræðingarkrafa um
1% af útgjöldum (40 mkr. ) á alla
rekstrarliði bæjarins.
2. Gert er ráð fyrir að breyting á þjón-
ustustigi leiði til 4% lækkun kostnaðar
(160 mkr.). Þetta eigi annarsvegar sér stað
með því að breyta verkefnum eða leggja
þau af og hinsvegar með því að breyta
fyrirgreiðslum sem sveitarfélagið veitir
3. Gert er ráð fyrir að tekjur aukist um 1%
(40 mkr.) með hækkun á gjaldskrám og/eða
sköttum.
Stöndum saman og tökum þátt
Það ætti að vera öllum ljóst að hér er
verðugt verkefni að takast á við, verkefni
sem ekki verður auðvelt en nauðsynlegt er
að ljúka. Þetta verður ekki gert nema allir
leggist á eitt og allar leiðir verði skoðaðar.
Á vefsíðu Mosfellsbæjar er hægt að koma
með tillögur að hagræðingu og hvet ég
íbúa til að taka þátt í því verkefni. Einnig
verður haldinn sérstakur íbúafundur
nk. þriðjudag þar sem farið verður yfir
verkefnið á faglegum nótum og skipt í
hópa þar sem ræddar verða mögulegar
sparnaðarleiðir og það sem alls ekki má
spara. Samstaða er mikilvæg á tímum sem
þessum. Bæjarstjórn hefur auðnast það
á undanförnum tveimur árum að vera
samstíga og hefur fjárhagsáætlun verið
lögð fram sameiginlega af öllum flokkum.
Að því er einnig stefnt staðfastlega nú.
Mosfellsbær mun leggja sig eftir því hér
eftir sem hingað til að styðja við íbúa og
starfsmenn í samræmi við umsvif og getu
sveitarfélagsins. Saman munum við halda
uppi áframhaldandi góðri þjónustu við
íbúa en ekki síður minna hvert annað á að
styðja við bakið á hvert öðru.
Haraldur Sverrisson
bæjarstjóri
Fjárhagsáætlun
við erfiðar aðstæður
Stoltir leikmenn Aftureldingar. Efri röð: Birgir Freyr Ragnarsson, John Andrews, Wentzel Steinarr R
Kamban, Gunnar Davíð Gunnarsson og Helgi Bergmann. Neðri röð: Snorri Helgason, Magnús Már
Einarsson, Atli Freyr Gunnarsson, Sigurbjartur Sigurjónsson
Samið við meistaraflokksleikmenn
Meistaraflokksráð Aftureldingar skrifaði í vikunni undir samninga við níu leikmenn
sem leika munu áfram knattspyrnu fyrir félagið. Á næstu vikum er stefnt að því að klára
samninga við nokkra til viðbótar.
Brynja Rögn og Emma Íren tóku þátt í
„kaupmaður einn dag” í Smáralindinni
og söfnuðu 4.080 kr. til styrktar Skála-
túnsheimilinu í Mosfellsbæ.
hlutaVelta