Mosfellingur - 12.01.2006, Qupperneq 16

Mosfellingur - 12.01.2006, Qupperneq 16
Já, takk fyrir það. Já, haldiði að kúturinn eigi ekki bara afmæli í dag... Ha?! Já, ég er bara orðinn 23 ára gamall, úff ff þetta er fl jótt að gerast. Mér fi nnst vera svona þrjú ár síðan ég var með hor í nefi nu inni á skrifstofu hjá Birgi skólastjóra. Ég var mikið að spá í að taka ein- hvern pistil á alvarlegu nótunum og með pólitísku ívafi og einhverju, en ég á afmæli og nenni því ekkert. Ég vil vera skemmtilegur á afmælinu mínu. Já, í staðinn ætla ég að láta hugann reika. Ég ætla ég að lýsa fyrir ykkur draumaafmælisdeginum mínum, eins og mér líður akkúrat núna. Ég bæti líka inn í dæmið að ég gæti galdrað og fl ogið og svona basic afmælisdraumadæmi? Þetta væri klárlega sólríkur sumardagur, heitur og fínn. Ég vakna snemma og fæ mér eitthvað snarl. Spranga svo aðeins um á naríunum og læt illa og hlusta á tónlist hátt og svona. Því næst færi ég á fund með fjölskyldunni minni í svona bröns pakka. Ég myndi hlæja mjög mikið og vera fyndinn og svona. Eftir stað- fastan morgunverð myndi ég leggjast í sófann, losa beltið og horfa á Dumb and Dumber. Svo er dyrabjöllunni hringt. Þar er engin önnur en Anna Rakel Róbertsdóttir, fallegasta kona landsins. Við förum saman á línuskauta í asnalega góðu veðri. Ég er í svona 70´s stuttbuxum með svona klauf upp mjöðina og gott ef að Anna er ekki bara í tja...þveng. Það er ótrúlega gaman og það er svona „þím song” í gangi á meðan við skautum um, sem að heyrist bara að himnum ofan. Við hlæjum og dett- um jafnvel í það að kitla hvort annað. Svo fer ég heim og sest aðeins niður. Hlusta á Kraftwerk og fæ mér jafn- vel einn kaldan. Kallinn skellir sér í sitt fínasta púss og fyrir utan bíður limmi, ekki slæmt ha...? Þú vildir kannski bara vera ég um það bil núna? Limminn fer með mig í Grillið á Sögu. Þar eru allir félagarnir mættir, allir með tölu. Við látum illa og borðum góðan mat, segjum d ó n a l e g a brandara og hetjusögur. Eftir það er ferðinni heitið í Hlégarð, en ekki hvað? Þar eru helj- arinnar veisla í gangi til heiðurs mér...yes marr! Þarna eru allir vinir mínir, kunningjar og allir sem að mér líkar vel við. Sem eru reyndar bara allir sem ég þekki nánast því mér er eiginlega ekki illa við nokkurn mann. Ohhh, þetta er svo gott kvöld. Ekkert kjaftæði og einhver rúnkari með matjó stæla útaf því að honum var hafnað sem barni. Það besta er að ég ræða tónlistinni alveg sjálfur, það eru bara einhver svona hugtengsl í gangi þar. Og svo þegar leiðinlega fulla stelpan kemur að biðja um eitthvað ömurlegt lag með Landi og sonum, þá er ég bara með svona fjarstýringu í vasanum og set á mjút...yes marr! Gott ef að kvöldið endar svo ekki bara á því að maður fær fylgd heim í faðmi einhverrar yndislegrar dömu. Þetta væri sannkallaður draumadagur, það verður ekki annað sagt. Svo vakna ég upp frá draumnum, fer út að skafa af bílnum og dett í leiðinni...hehe, nei lífi ð er yndislegt og gleðilegt ár, kæru lesendur.... Innrás í útvarpið Gulldrengirnir Eggert Páll Ein- arsson (Eddi Pé) og Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi Junior) eru komnir með útvarpsþátt á út- varpsstöðinni Flass Fm 104.5. Þáttur- inn heitir Tár, bros & alkahól er öll föstudagskvöld frá kl.18 – 20. Steindi sagði við blaðamann að þetta væri ekki ósvipaður vettvangur og blaða- mennskan en eins og fl estir vita var hann annar ritstjóri bæjarblaðsins Lókal. Steinda fi nnst gott að tala um það sem liggur honum á hjarta til þess að fá útrás og gott að geta það vikulega. Eddi sagði að hann hafi gaman af því að sprella og bulla í þjóðinni og stefnir á alheimsyfi rráð í framtíðinni. Þátturinn er fjölbreyti- legur og þeir félagarnir eru með marga fasta liði. Fremstur á meðal jafningja er sjálfur Hemmi Gunn sem þeir hringja í í hverjum þætti og spjalla við hann um daginn og veginn. Steindi sagði: „Hemmi Gunn er óbeint þriðji aðilinn að þættinum. Við lítum á hann sem fósturpabba Mosfellinga enda ól hann okkur upp í gegnum sjónvarpið og hjálpaði okkur í gegnum erfi ða tíma með geisladisk sínum Frískur og fjörugur. Hemmi sér líka um allar auglýsingar fyrir okkur og okkur þykir afar vænt um kallinn.” Þetta er grínþáttur af bestu gerð að sögn þeirra félaga og hvetja þeir alla til þess að hlusta og styðja sína menn. Það er bara málið fyrir okkur Mosfellinga að stilla á Flass.net Fm104.5 og njóta þáttarins. Mosfellingur - Unga fólkið16 w w w . p aa ca rt .c om Pælingar Mr. D & Chris Ásgeir „Slææ" Jónsson er afmælisbarn dagsins og veit af því asgeir@mosfellingur.is Fyrst þegar við vorum beðnir um að skrifa í Mosfelling þá fórum við strax að pæla hvað vantar í Mosó? Við komumst strax að þeirri niðurstöðu að það vantar klárlega betri aðstöðu fyrir hljómsveitir. Það er engin aðstaða sem að við vitum um, og fl estir spila í bílskúrum og gera foreldra brjálaða. Það hefði hentað að nota Björgunarsveitar-húsið sem æfi ngaraðstöðu í staðinn fyrir að rífa það og við vitum að Edda í Bólinu var búin að berjast fyrir því, en fékk engu framgengt. Við sjálfi r get- um ekki spilað jafn mikið og við viljum, vegna foreldra, plássleysis og nágranna. Við vitum að önnur bæjarfélög bjóða uppá þessa aðstöðu og aðstaðan er vel nýtt. Það er mikil tónlistariðkun í Mosó og hafa margir frábærir tónlist- armenn komið héðan, svo sem meðlimir úr Sigurrós, Gildran, Bjarni og Bjössi í Mínus, Binni í Future Fut- ure, hin frábæra hljómsveit Astara, Dóri DNA, Ing- var sólómeistari og fl eiri frábærir tónlistarmenn. Þarseinasta sumar var okkur gefi ð skate-park og það hefur verið mikið notað, þar komu meðlimir úr FLIP-teaminu og héldu þar keppni. Nú vonumst við til að eitthvað verði gert í þess- um málum og við erum vissir um að hljómsveit- araðstaða verði ekki síður notuð ef við fáum hana. Við kveðjum með stæl, ekkert væl, nema um hljómsveit- araðstöðu. Okey, ég hef farið á matsölustaði svengri en þriðja heims barn og ég held að mér sé óhætt að segja að ég sé alltaf kurteis. Hvað er það með fólk sem hefur dálæti af því að vera dóna- legt við afgreiðslufólk? Ég fór með heimsendingu til fólks um daginn í fl ott einbýlishús. Fyrir utan stóðu tveir nýlegir og fl ottir bílar. Ég hringdi bjöllunni og á móti mér tók kona sem var með höndina fulla af peningum. Ég sagði við hana, mjög kurteislega: „Þetta gera 4.035 kr.” Henni virtist bregða mjög við þessi tíðindi og hljóp inn. Á meðan stóð ég þarna eins og bjáni í ískulda og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Eftir skamma stund kom maðurinn hennar og virtist vera alveg brjálaður og hreytti út úr sér: „Hvernig er það með þjónustuna þarna hjá ykkur, getið þið ekki gefi ð upp rétt verð í símann?!!!” Ég varð hálfaumingja leg þar sem ég hafði ekki guðmund hvað maðurinn babblaði um en fer skjótt að halda að þarna hafi orðið einhver stór samskiptamistök hjá honum og yfi rmanninum mínum sem tók við pöntuninnni. En annað kom í ljós þegar maðurinn öskraði á mig: „ÞÚ sagðir í símann 4.000!!!” Það sást í kokið á mér þar sem hakan féll snögg- lega í kalda stétt- ina og mig langaði virkilega að spyrja fúskinn hvort honum væri alvara. ÞETTA VORU 35 KR!!! En þar sem siðprúðri stúlku eins og mér hefur alltaf verið kennt að vera „dönnuð” hélt ég í mér. Því næst tók hann úr vasa sínum lúku af klinki þar sem greinilega glitti í ógrynni af tí- og fi mmköllum. Á þess- um tímapunkti hélt ég að mér væri borgið en sagan hélt áfram þeg ar hann tók EINA hundraðkallinn á staðnum og vældi út úr sér: „Þú verður þá bara að hirða þetta, þetta er það eina sem ég á.” (Eins og hann kæmi út í tapi!!!). Til allrar minnar lukku var ég með skipti- mynt sem bjargaði lífi mínu þennan viðburða- ríka dag. En allra best var þó þe gar k o n a n hans fór að biðja mig af- sökunar á látunum í kall- inum. Kellingargreyið hefur roðnað nirðrí rassgat. Boðskapurinn í þessum pistli er því þessi: Kæru bæjarbúar, sýnið þið kurteisi þó ekki sé nema bara til þess að hlífa öðrum fjölskyldu- meðlimum við skömminni og/ eða til að þurfa ekki að lesa um skandala ykkar í Mos- fellingi! ;) BLAÐAMANNAKLÚBBUR BÓLSINS Fomaður: Gísli Már Guðjónsson Mosó? Tónlistarbærinn Kúnninn hefur alltaf rétt fyrir sér Hvernig getur hestur haldið á tennisspaða? Til hamingju með afmælið Slææ Opið: sunnud. - mánud. 11:30-23:30 og föstud. - laugard. 11:30-01:00

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.