Mosfellingur - 14.07.2006, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 14.07.2006, Blaðsíða 4
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar4 Málverkasýning á Kaffi Kjós Þann 1. júní opnaði Ólafur Jónsson (iló), Berjalandi Kjós, málverkasýningu í Kaffi Kjós og verður hún opin alla daga kl. 12 -20. Einnig er Stína Sigga leir- listarkona, Blönduholti Kjós, með muni til sölu í Kaffi Kjós í sumar. Á staðnum eru líka til sölu lopapeysur frá Ástu á Grímsstöðum og handverk frá Póllandi. Á myndinni má sjá Ólaf og dóttur hans Guðrúnu Júlíu. Íbúar í Lækjartúni vöknuðu upp við vondan draum þegar lækurinn sem rennur við túnfótinn hjá þeim lyktaði af skolpi og bar brúnan lit sem ekki samsvaraði sér við ímynd af fallega bæjarlæknum sem liðast um hverfið. Leyfar af salernispappír voru fastar í trjágreinum ásamt ýmsu öðru sem ekki er við hæfi að rita á blað. Í ljós kom að klóakrör er brotið fyrir ofan hverfið og allt innvolsið rennur út í lækinn fyrir börnin okkar og hunda til að busla í. Af ummerkjum að dæma er rörið búið að vera brotið lengi og búið að grafa lítinn farveg fyrir ógeðið svo það eigi greiða leið út í lækinn okkar. Víst er að vorrigningar hafa hresst uppá rennslið og þess vegna kemur þetta í ljós núna. Að sögn íbúa í ná- grenni við rörið hefur verið kvartað undan þessu til Mosfellsbæjar all oft en svo virðist sem bæjaryfirvöldum sé nokk sama um íbúa í þessu lokaða hverfi. Málið er að saur og þvag rennur óhikað út í læk sem rennur um lóðir nokkurra íbúðarhúsa hér og það er ekkert leyndarmál að börnum finnst gaman að busla og vaða í læknum á góðum sumardögum. Einnig á klóak af nýjum raðhúsum sem hér eru í byggingu að tengjast þessu umrædda röri, hvernig verður ástandið þá? Þessi ágæti lækur hefur nú reyndar haft hin ýmsu blæbrigði á sér. Stund- um er hann rauður, blár, snjóhvítur, grænn, svartur eða bara eitt stórt freyðibað. Ekki segja að það sé ekki annað brot á mengunarlögum. Það virðist sem allt affall af mengunar- valdandi efnum frá iðnaðarhverfinu fyrir ofan Hlíðartúnshverfið fari út í lækinn góða sem aftur er leiksvæði fyrir börn og gæludýr. Íbúar hverfisins hafa talað fyrir daufum eyrum í mörg ár til að fá vandann leystan en ekkert er gert og lækurinn jafn mengaður og áður. Við viljum að öllum afföllum út í lækinn verði lokað og komið fyrir í viðurkenndum skólplögnum eins og tíðkast í öðrum hverfum. Við viljum ekki að orðatiltækið „éttu skít” verði að veruleika hjá börnum í þessu hverfi þegar þau fara út að leika sér. Áslaug Erlín Þorsteinsdóttir Hvað kom fyrir lækinn okkar?Endurgreiðsla til styrktar UMFA Nokkuð hefur verið um það að bæjarbúar hafi haft samband við Aftureldingu til að gefa félaginu endurgreiðslu- ávísunina frá Mosfellsbæ í maí. Haft var eftir einum hjón- um að þetta hafi verið fjármunir sem þau hafi ekki átt von á og því hafi þau ákveðið að nota þá til að styrkja barnastarfið hjá Aftureldingu. Ef fleiri bæjarbúar hafa áhuga á að fara að fordæmi þessa fólks, geta þeir lagt ávísunina inn á reikning 0549-14-100741,kt. 460974-0119. Afturelding vill nota tækifærið og þakka þeim sem styðja starfið í félaginu á þennan hátt. Jóhann Hjálmarsson fæddist 2. júlí 1939 í Reykjavík. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1956 og var við prent- nám í Iðnskóla Reykjavíkur til 1959. Sama ár fór hann í spænskunám við Háskólann í Barcelona og svo aftur árið 1965. Jóhann starfaði hjá Póst- og símamálastofnun frá 1954-1985 og gegndi m.a. stöðu póstfulltrúa og úti- bússtjóra og síðan blaðafulltrúa frá 1985 til 1990. Hann var bókmennta- gagnrýnandi Morgunblaðsins frá 1966 og leiklistargagnrýnandi sama dagblaðs 1967 til 1988. Jóhann hafði umsjón með bókmenntaþáttum í Ríkisútvarpinu en frá 1990 hefur Jóhann verið bókmenntagagnrýn- andi að aðalstarfi. Jóhann var í stjórn Félags íslenskra rithöfunda og Rithöfundasam- bands Íslands 1968 til 1972. Hann sat í frímerkjaútgáfunefnd frá 1982 til 1988. Jóhann var í dómnefnd bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs 1981 til 1990 og var formaður nefnd- arinnar frá 1987 til 1989. Hann var formaður Samtaka gagnrýnenda 1986 til 1988 og íslenskur ritstjóri Nordisk Posttidskrift, tímarits norrænu póst- stjórnanna árin 1986 til 1990. Jóhann var einn af ritstjórum Forspils 1958 til 1959 og í ritstjórn Birtings 1958 til 1961. Auk þess gegndi hann ýmsum nefndarstörfum hjá Pósti og síma og Samgönguráðuneytinu 1985-1990. Jóhann hefur gefið út fjölda ljóða- bóka og kom fyrsta bókin, Aungull í tímann, út árið 1956. Ljóð Jóhanns hafa verið þýdd á mörg tungumál og birst í safnritum víðs vegar um heim- inn. Ljóðabókin Hljóðleikar (2000) var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2003. Jóhann hefur einnig þýtt ljóð fjölmargra erlendra höfunda. Með verkum sínum hefur Jóhann markað sér sess sem eitt af helstu ljóðskáldum sinnar samtíðar og hlot- ið ýmsar viðurkenningar fyrir. Jóhann Hjálmarsson Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2006 Alþjóðlegir listadagar í Mosfellsbæ 1. til 9. júlí Þann 30. júní til 9. júlí stóð yfir í listasal Mosfellsbæjar sýningin Alþjóðleg sýn / Inter- national View 2006 og á sama tíma Alþjóðleg vinnusmiðja / International Workshop 2006 í Þrúðvangi í Álafosskvosinni. Hér var á ferðinni myndlistarsýning og vinnusmiðja 13 myndlistarmanna frá 5 Evrópulönd- um. Sýningin var haldin í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarnanum að Þverholti 2. Listamennirnir komu með verk að heiman sérstaklega unnin fyrir sýninguna. Uppsetning og skipulag sýning- arinnar í Listasal Mosfellsbæjar var í höndum Hildar Margrétardóttur. Um skipulag og fram- kvæmd verkefnisins sáu Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir og Ólöf Oddgeirsdóttir. Meðan á dvöl erlendu listamannanna stóð unnu þeir með íslensku listamönnunum í vinnusmiðju í Listasal Þrúðvangs í Álafosskvosinni. Unnið var undir vinnuheitinu [WIN- DOWS-1252?]“View” eða [WINDOWS-1252?]”Sýn” þar sem sjónum er beint að landi og þjóð með ýmiss konar skissuvinnu og teikningum og fleiri óvæntum uppákomum. Áætlað er að Alþjóðlegi listahópurinn hittist og haldi verkefninu áfram 2008 í Granada og Capileira, Las Alpujarras, Sierra Nevada, Spáni undir stjórn ljósmyndarans og grafiklista- mannsins Henrik Boegh og fjöllistamannsins Aase Hojer. Myndirnar tók Hildur Margrétardóttir

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.