Morgunblaðið - 03.09.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 03.09.2018, Síða 1
M Á N U D A G U R 3. S E P T E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  206. tölublað  106. árgangur  VARÐVEITIR AFRIT AF ÍSLENSKU EFNI Á INTERNETINU UNA SÉR VEL Á FJÖLLUM KONURNAR EIGA ENN MÖGULEIKA ANNA LIND OG PÁLÍNA ÓSK 12 ÍÞRÓTTIR 2ÍSLENSKA VEFSAFNIÐ 26 Rósi misst neistann og vonina innra með sér sem hann bjó yfir eftir útskrift frá starfsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti fyrir þremur árum. Umfjöllunin varð til þess að Rósi fékk einn drauma sinna uppfylltan í gær en móðir hans hafði greint frá því að Rósi hefði mjög gaman af því að fá að fara í heimsókn til slökkviliðsins. „Eftir að greinin um Rósa birt- ist í Morgunblaðinu var haft samband við mig og mér bent á þetta. Í kjölfarið höfðum við samband við móður hans sem gaf okkur grænt Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Ungt fólk með þroskahömlun og takmarkandi staða þess á atvinnumarkaði hefur verið í um- ræðunni að undanförnu. Virðast einstaklingar með þroskahömlun eiga erfitt með að finna starf við hæfi eins og staðan er í dag. Í um- fjöllun Morgunblaðsins í síðastliðinni viku greindu foreldrar Guðbergs Rósa Kristjáns- sonar frá því að vegna aðgerðarleysis hefði ljós. Við fórum með hann í smáútsýnisferð í körfubíl og svo fékk hann að fara í búning og setja á sig hjálm, þetta hefðbundna. Svo fékk hann að fara í löggugalla og setjast aftur í nýjan löggubíl og fór rúnt með þeim. Þetta hefði ekki getað heppnast betur,“ segir Ágúst Guðmundsson, slökkviliðsmaður í Reykjavík. Segir Ágúst alla hafa haft gaman af heim- sókninni og gleði Rósa hafi verið ósvikin. Morgunblaðið/Eggert Gaman Guðbergur Rósi fékk að stýra körfubíl slökkviliðsins. Hann hefur verið atvinnulaus í þrjú ár en honum hafa nú borist nokkur atvinnutilboð. Fékk draum sinn uppfylltan  Guðbergi Rósa var boðið í heimsókn til Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu MUmfjöllunin „meiriháttar og þörf“ » 10 Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Samningar hafa náðst um smíði á tveimur 88 metra uppsjávarveiði- skipum fyrir Samherja hf. og Síld- arvinnsluna hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dönsku skipasmíða- stöðinni Karstensens Skibsværft (KS) en samningarnir eru gerðir með fyrirvörum, m.a. um samþykki stjórna og fjármögnun á smíðunum, og hafa því ekki tekið gildi. Búist er við að samningarnir taki gildi á morgun, 4. september, sam- kvæmt upplýsingum frá danska fyr- irtækinu. Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, og Gunnþór Ingva- son, framkvæmdastjóri Síldarvinnsl- unnar, staðfestu fregnirnar í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi en vildu ekki gefa frekari upplýsingar um málið. „Þessir samningar eru stór áfangi í innreið Karstensens Skibsværft á ís- lenskan markað,“ segir í kynningu danska fyrirtækisins. Ef allt gengur eftir verður hið nýja skip, Vilhelm Þorsteinsson, afhent Samherja 15. júní 2020, og skipið Börkur afhent Síldarvinnslunni hálfu ári seinna, 15. desember. Skipskrokkar sem KS hafa unnið við hafa verið smíðaðir í Póllandi og síðan dregnir til Skagen í Danmörku þar sem smíði er kláruð, og má gera ráð fyrir því að sama fyrirkomulag verði á smíðinni á nýju skipunum tveimur. Ekki fengust upplýsingar um kaupverð skipanna en reikna má með að skip af þessu tagi kosti um fjóra milljarða íslenskra króna hvort. 14,4 milljarðar í hagnað Hagnaður af rekstri Samherja nam um 14,4 milljörðum króna á árinu 2017 og verða 8,5% af hagnaði greidd í arð til hluthafa félagsins. Þetta kemur fram á vef Samherja en þar segir einnig að samanlagðar tekjur dóttur- og samstarfsfélaga fyrirtækisins, sem eru í fimmtán löndum, hafi numið um 77 milljörð- um króna á sama tíma. Rúmur helmingur starfsemi Sam- herja er erlendis en í fyrra var félag- inu skipt í tvö félög, Samherja hf. og Samherja Holding hf. Innlend starf- semi heyrir undir Samherja hf. en Samherji Holding tók við erlendum eignum. Þá segir einnig að Samherji og starfsmenn hafi á liðnu ári greitt um 5,1 milljarð króna til hins opinbera í formi skattgreiðslna. Danir smíða tvö ný skip  Samherji og Síldarvinnslan hafa gert samning við Karstensens Skibsværft í Danmörku  Tvö 88 metra uppsjávarveiðiskip að verðmæti fjórir milljarðar hvort  Þrír mánuðir eru nú liðnir frá því dyrnar voru opnaðar að Granda – mathöll í húsi Sjávarklasans við Grandagarð. Samkvæmt nýjustu tölum eru gestir Granda – mathall- ar orðnir 115.000 þessa fyrstu þrjá mánuði. Lauslega reiknað var því gestafjöldinn 1.250 á hverjum degi í sumar. „Þessi aðsókn er framar björt- ustu vonum en hún lýsir þeirri stemningu sem hefur myndast. Það er kominn götumatarfílingur í landsmenn,“ segir Franz Gunnars- son, viðburða- og markaðsstjóri mathallarinnar. »4 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mathöllin Fullt alla daga í sumar. 1.250 gestir á dag í Granda – mathöll  Í haust er von á stjórnar- frumvarpi sem leysir úr álita- málum tengdum tilgreindri sér- eign vegna hækkunar á mót- framlagi at- vinnurekenda í lífeyrissjóði. Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ, segir að viðræður hafi átt sér stað við fjármálaráð- herra um málamiðlunartillögu sem lögð var fram seint á síðasta ári. Tillagan felur í sér að sjóðsfélögum verði heimilt að flytja tilgreindan séreignarsparnað frá skyldutrygg- ingarsjóði til annars vörsluaðila sem býður upp á tilgreinda sér- eignarsparnaðarleið. » 16 Gylfi Arnbjörnsson Viðræður um mála- miðlunartillögu  Halldór Auðar Svansson, fyrr- verandi borgar- fulltrúi Pírata, segist fallast á úrskurð kæru- nefndar jafnrétt- ismála þess efnis að brotið hafi verið á Ástráði Haraldssyni hæstaréttarlög- manni við ráðningu borgarlög- manns í fyrra. Hann segist játa að hann sé valdníðingur, vilji Við- skiptablaðið setja málið þannig upp, og segir mikilvægt að geta við- urkennt sök sína eigi maður hlut að slíku máli. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, segist stolt af Halldóri og hræðist ekki viðbrögðin. »2 Fellst á að vera valdníðingur Halldór Auðar Svansson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.