Morgunblaðið - 03.09.2018, Síða 18
18 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2018
✝ Kristín fæddistí Reykjavík
hinn 27. júlí 2016.
Hún lést á Barna-
spítala Hringsins
24. ágúst 2018.
Foreldrar henn-
ar eru Halldór
Geir Jensson, f. 20.
ágúst 1978, og
Birgitta Rut Birg-
isdóttir, f. 29.
október 1981.
Bræður Kristínar eru Brynjar
Bjarmi Halldórsson, f. 2. janúar
2003, og Arnór Bjarki Hall-
dórsson, f. 25. október 2008.
Foreldrar Halldórs Geirs eru
Jens Sigurðsson, f. 5. nóvember
1955, og Auður
Friðgerður Hall-
dórsdóttir, f. 9.
nóvember 1957.
Móðir Birgittu er
Kristín Árnadóttir,
f. 3. júní 1963,
maki hennar er
Hlynur Reimars-
son, f. 19. júní
1964. Faðir Birg-
ittu er Birgir
Henningsson, f. 24.
október 1962, maki hans er
Gyða Ólafsdóttir, f. 26. febrúar
1966.
Kristín verður jarðsungin
frá Háteigskirkju í dag, 3.
september 2018, klukkan 11.
Elsku litla systir mín.
Ég elska þig meira en allt.
Litlar stjörnur vaka hér,
allar saman yfir þér.
Hátt á himni seint um kvöld,
blikar fallegt ljósafjöld.
Litlar stjörnur vaka hér,
allar saman yfir þér.
Sólin sest við sjónarrönd,
skín nú yfir fjarlæg lönd.
Bíður þín er dagur nýr,
birtist með sín ævintýr.
Litlar stjörnur vaka hér,
allar saman yfir þér.
Tunglið bjart á himni skín,
sendir geisla inn til þín.
Fallegt ljós í alla nótt,
svo þú megir sofa rótt.
Litlar stjörnur vaka hér,
allar saman yfir þér.
(Höf. Hafdís Huld)
Ég mun alltaf sakna þín.
Þinn bróðir,
Arnór Bjarki.
Elsku, litla systir mín.
Þú ert fyrirmyndin mín og
hetjan mín.
Sofðu, sofðu, litla barnið blíða,
bjartir englar vaki þér við hlið.
Móðurhöndin milda, milda, þýða,
mjúkt þér vaggar inn í himinfrið.
Vaki, vaki auga guðs og gæti
góða, veika, litla barnsins þá.
Sofðu, sofðu! Sorgin græti,
sonur ljúfi, aldrei þína brá.
(Benedikt Þ. Gröndal)
Ég elska þig.
Þinn bróðir,
Brynjar Bjarmi.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
Hafðu gát á hjarta mínu
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf, Jesús, vertu hjá mér.
Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.
(Ásmundur Eiríksson)
Birgir afi, Gyða og Henný.
Elska þig
svo heitt.
Svo ljúf
þú ert,
litla mín.
Ljósir lokkar,
litlir fætur
langar til
að faðma þig.
Heyri syngja,
sé þig dansa,
hjartað hoppar
hátt af gleði.
Er svo þakklát
fyrir þig
mín ljúfasta ljúfa.
Faðma, knúsa,
kyssi þig.
(Höf. ók.)
Elsku litla fallega ömmu- og
afastelpan okkar.
Við erum svo þakklát fyrir
þann tíma sem hún var með okk-
ur. Hún gaf okkur svo mikla gleði
með dansinum sínum, söngnum
og áhuganum sem hún hafði fyrir
öllu í kringum sig. Tónlist og
dans var hennar líf og yndi sem
sýndi sig vel í veikindum hennar.
Alltaf þegar hún mögulega gat
bað hún um tónlist og dansaði og
söng. Hún hafði sterkar skoðanir
á hvaða lög voru spiluð enda var
hún ákveðið stelpuskott, fékk
hún okkur öll með sér í dansinn
sem gjarnan byrjaði á höfuð,
herðar hné og tær og passaði að
allir tækju þátt.
Það eru svo ótal margar minn-
ingar sem við eigum um hana.
Hún var svo mikill karakter, vissi
alveg hvað hún vildi og stjórnaði
með sínum ráðskonutöktum. Hún
var fljót að læra og tileinka sér
hluti sem vöktu áhuga hennar.
Það kom berlega í ljós þegar hún
byrjaði á leikskólanum Múlaborg
síðasta haust enda mikil leik-
skólastelpa.
Kristín greindist með krabba-
mein í byrjun sumars og fór hún í
nokkrar aðgerðir og lyfjameðferð
sem tók á. Hún var ótrúlega
sterk í gegnum allt þetta ferli og
skildum við fullorðna fólkið ekki
hvar hún fann allan þennan kraft.
Hún gaf okkur styrk til að fylgja
henni í gegnum þetta vegna þess
hversu öflug hún var sjálf.
Við dáumst endalaust að Birg-
ittu og Halldóri Geir hvað þau
standa sig vel og hvernig þau
hafa haldið utan um Kristínu og
strákana sína í gegnum þetta allt
saman.
Kristín hélt mikið upp á bræð-
ur sína og fannst svo gaman að
leika við þá enda voru þeir alltaf
til í það og yndislegt að sjá
hversu náin þau systkini voru.
Við vorum svo hamingjusöm
að fá þau í húsið til okkar. Síðustu
tvo mánuði höfum við notið þess
að hafa þau öll hjá okkur þegar
Kristín var heima og fengum við
að dekra við hana eins mikið og
við vildum. Vínber og ís voru í
miklu uppáhaldi og oft voru kós-
ístundir í sófanum hjá okkur. Við
eigum eftir að sakna þeirra
stunda með henni mikið.
Elsku litli engillinn okkar, við
eigum eftir að sakna þín svo mik-
ið en trúum því að allar langömm-
ur þínar eigi eftir að umvefja þig
ást og hlýju.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Amma Kristín og afi Hlynur,
(amma og Afi á Dyngjó).
Það er svo rangt að þurfa að
kveðja barnabarnið sitt, þessa
yndislegu stúlku sem kenndi okk-
ur svo margt á sinni stuttu ævi.
Svo lífsglöð, alltaf tilbúin í að
dansa og syngja og elskaði að láta
syngja fyrir sig. Alltaf stutt í fal-
lega brosið hversu veik sem hún
var. Það var svo gaman að sjá
hana teikna og lita, litli listamað-
urinn sem þekkti alla liti og not-
aði m.a. tákn með tali til að túlka
þá. Ég veit að vel er tekið á móti
henni í sumarlandinu og mun
þessi litli engill vaka yfir okkur
öllum.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring,
sænginni yfir minni.
(Sig. Jóns frá Prestshólum)
Afi Jens og amma Auður,
Hvolsvelli.
Ég var nýlent í Argentínu þeg-
ar ég fékk símtal um að litla
Kristín mín hefði dáið úr krabba-
meininu. Ég hugsa mikið til
hennar og tímans sem ég átti með
henni og fjölskyldunni þegar ég
m.a. bjó hjá þeim. Hún var alltaf
svo glöð og tók mig og alla með
sér í gleðina. Bræðurnir og við öll
þarna heima vorum óþreytandi
við að leika við hana, syngja og
dansa. Lífsgleðin smitaði svo út
frá sér. Nú er ég langt í burtu en
geymi Kristínu, litla engilinn
minn, í hjarta mínu og hugsa til
hennar og fjölskyldunnar. Ég átti
dýrmæta stund með henni síð-
asta kvöldið mitt heima. Það tek-
ur enginn frá mér.
Sofðu rótt, litli engillinn minn.
Þín frænka,
Auður Ebba.
Elsku litla frænka mín.
Það er erfitt að skilja lífið
stundum, en ég veit að nú líður
þér betur og að Kristín nafna þín
passar uppá þig.
Ef ég sæi þig sem engil.
Ef ég sæi þig hér hjá mér.
Ef ég sæi þig sem engil.
Myndi ég halda þér alltaf hjá mér.
Ég minnist þess tíma sem ég átti með
þér,
það var eins og lífið væri tekið frá mér,
er þú fórst, er þú fórst, burtu frá mér.
(Kristín Anna Th. Jensdóttir,
Jens Sigurðsson))
Sofðu rótt, elsku fallegi engill-
inn minn.
Þín frænka,
Kristín Anna.
Takk fyrir dýrmætar sam-
verustundir, elsku Kristín okkar.
Við munum ætíð muna fallega
brosið þitt.
Þú varst svo stolt og góð stóra
frænka, alltaf til í að knúsa og
passa Hafdísi Lóu. Það er minn-
ing sem mun alltaf lifa í hjörtum
okkar allra.
Verndi þig englar, elskan mín,
þá augun fögru lykjast þín.
Líði þeir kringum hvílu hljótt
á hvítum vængjum um miðja nótt.
(Steingrímur Thorsteinsson)
Ingi Rafn Hlynsson,
Ólöf Rut Halldórsdóttir,
Hafdís Lóa Ingadóttir.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
(Friðrik Guðni Þórleifsson)
Samband okkar er sérstakt,
varst þú fljót að finna út úr því að
það þyrfti að stríða mér. Þóttist
ekki taka mig í sátt. Þú varst svo
þrjósk og ákveðin í því, sem lýsir
þér fullkomlega, því þú ert mesti
nagli og harðjaxl sem ég hef
kynnst og ert þú fyrirmyndin
mín. Þegar ég hitti þig aftur þá
mun ég knúsa þig.
Þinn
Rúnar.
Nú færist logn yfir ljósa brá,
og lóan er sofin í grænum mó.
En höndin litla á lipurtá
er liðin útaf í sælli ró.
Og brekkan er döggvuð sem brosti í
dag,
með bjarta sóley og lipurtá.
En himinn bergmálar hörpulag
sem hljómaði litlum vörum frá.
Nú svífur þú létt inn á sumarlönd
í sælum draumi um hljóða nótt.
Og Guð hefur lagt sína ljúfu hönd
á lítinn vanga, þú sefur rótt.
(Hjalti Haraldsson)
Elsku Halldór Geir, Birgitta,
Brynjar Bjarmi, Arnór Bjarki og
aðstandendur allir, okkar inni-
legustu samúðarkveðjur á þess-
um erfiðu tímum.
Ingibjörg (Inga), Signý,
Ómar, Andri og fjölskyldur.
Í dag virðast öll orð fátækleg.
Einstakt hefur verið að fylgjast
með foreldrum og fjölskyldu á
þessum örfáu vikum frá því
Kristín litla greindist. Trú, von
og kærleikur hefur skinið í gegn-
um allt. Hugur okkar er hjá þeim.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp sár
þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ók.)
Sævar, Þórhalla,
Hrafnkell og
Ásta Guðrún.
Fallegan sumardag í júlí 2016
kom í heiminn lítill sólargeisli,
sjáaldur augna foreldra sinna og
bræðra, Kristín Halldórsdóttir.
Kristín var mikill karakter frá
fyrsta degi og vissi upp á hár
hvað hún vildi og hvað ekki, enda
lét hún það óhikað í ljós ef henni
mislíkaði eitthvað. Litla stýrið
fékk mörg erfið verkefnin í lif-
anda lífi en þrátt fyrir ungan ald-
ur mátti glöggt sjá hversu yfir-
veguð hún tókst á við þau.
Hennar stærsta og erfiðasta
verkefni kom eins og reiðarslag í
sumarbyrjun og setti alla hljóða.
Kristín fékk þó fljótt viðurnefnið
Naglinn, þar sem hún sýndi ótrú-
legan kraft og hörku í baráttu
sinni. Myndböndin, myndirnar
og frásagnir af henni báru þess
glöggt merki hversu kraftmikil
hún var syngjandi og dansandi
með foreldrum, bræðrum og nán-
asta fólkinu sínu sem umvafði
hana og styrkti.
Verkefnið varð henni þó ofviða
að lokum og kvaddi hún þennan
heim í sumarlok. Minningin um
fallegu og kraftmiklu stúlkuna
mun lifa í minningu okkar að ei-
lífu.
Elsku Halldór Geir, Birgitta,
Brynjar Bjarmi, Arnór Bjarki og
fjölskylda, megi góður Guð gefa
ykkur styrk í sorginni og vaka yf-
ir ykkur um ókomna tíð.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur,
Þorsteinn (Steini),
Sigríður (Sigga),
Sigríður Björg,
Sóldís Ebba og
Gunnar Örn.
Kristín
Halldórsdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar
Það fer oft
minna fyrir góðu
fréttunum en
þeim slæmu.
Þess vegna eru
sagðar færri
fréttir af því þeg-
ar vel gengur að
ná niður biðlist-
um í heilbrigðis-
kerfinu en þegar
þeir lengjast. Það gæti því
hafa farið framhjá einhverjum
að átak sem heilbrigðisyfir-
völd hafa staðið fyrir til að
stytta biðlista eftir aðgerðum
hefur gengið vel. Biðlistarnir
eru að styttast en verkinu er
ekki lokið. Augljóslega er óá-
sættanlegt að sjúklingar þurfi
að bíða lengi eftir því að kom-
ast í aðgerðir sem geta bætt
lífsgæði og líðan.
Þess vegna vekur eftirtekt
hversu mikill þrýstingur er nú
á heilbrigðisyfirvöld að stór-
auka einkavæðingu í heil-
brigðiskerfinu, þvert á vilja
mikils meirihluta landsmanna.
Skýringin gæti verið sú að
áhugamenn um einkavæðingu
telji sig eiga meiri möguleika
að ná sínu fram núna en þegar
biðlistar hafa styst enn meira.
Íslendingar hafa borið gæfu
til þess að hafa haldið í heil-
brigðiskerfi sem rekið er á fé-
lagslegum grunni, fjármagnað
af skattfé og rekið af hinu
opinbera að mestu. Nýlegar
kannanir staðfesta svo ekki
verður um villst að afgerandi
meirihluti landsmanna, meira
en fjórir af hverjum fimm, vill
halda heilbrigðiskerfinu í
opinberum rekstri og hafnar
frekari einkavæðingu.
Talsmenn þess að einka-
væða í heilbrigðisþjónustu tala
gjarnan um að með því að
semja við einkaaðila sé ekki
verið að einkavæða. Einka-
rekstur sé ekki það sama og
einkavæðing. Þar eru þeir
ósammála fræðimönnum á
sviði opinberrar stjórnsýslu.
Einkarekstur er ekkert annað
en einkavæðing á þjónustu.
Það er óþarfi að reyna að fela
einkavæðinguna með því að
finna fallegra orð. Köllum
hlutina sínum réttu nöfnum.
Þvert gegn hagsmunum
almennings
En hvers vegna ætti ríkið
ekki að nota sér þjónustu
einkaaðila á þessu sviði eins og
öðrum? Svarið er einfalt. Það
gengur þvert gegn langtíma-
hagsmunum almennings í
landinu. Fyrir því eru ýmis
rök. Einkarekstur í heilbrigð-
iskerfinu takmarkar getu og
svigrúm stjórnvalda til að taka
stefnumarkandi ákvarðanir
um forgangsröðun og skipulag
kerfisins í þágu almannahags-
muna. Mikill
einkarekstur
veldur því að
ríkisvaldið getur
síður beitt sér til
að tryggja gæði
og öryggi. Og
einkareksturinn
veldur því að
þjónustan verð-
ur brotakennd
þar sem hana
veita margir
mismunandi að-
ilar með mismunandi sýn.
Við þurfum ekki og eigum
ekki að gera tilraunir með ís-
lenska heilbrigðiskerfið. Fjöl-
margar rannsóknir sýna fram
á kosti félagslegra kerfa eins
og við höfum búið við að mestu
hér á landi. Félagslegu kerfin
skila bestu aðgengi að þjón-
ustu, lægstum kostnaði og
bestri lýðheilsu. Blönduð
kerfi, eins og þekkjast víða í
Vestur-Evrópu, koma næst
best út. Aðgengi er svo verst
og kostnaðurinn hæstur í kerf-
um þar sem þjónustan er
einkarekin.
Með aukinni einkavæðingu
minnka einnig möguleikar á
því að byggja upp þekkingu í
heilbrigðiskerfinu og miðla
henni áfram. Í litlu landi eru
ekki margir sérfræðingar á
hverju sviði. Ef þekkingin er
ekki til staðar innan háskóla-
sjúkrahússins okkar er hætt
við að það verði erfitt að miðla
henni áfram til næstu kyn-
slóðar lækna. Sama á við um
dýran búnað sem þarf að vera
til staðar. Getan til að kaupa
og viðhalda fyrsta flokks bún-
aði minnkar ef fé til að gera
aðgerðir þar sem búnaðurinn
nýtist dreifist á marga staði.
Tökum á vandamálunum
Í ljósi alls þessa, er einhver
ástæða til að skoða frekar
aukna einkavæðingu í heil-
brigðiskerfinu? Svarið er ein-
falt. Ef við höfum hagsmuni
almennings að leiðarljósi mun-
um við hafna því algerlega.
Biðlistar eru vandamál sem
þarf að taka á. Það á að gera
með því að bæta það heilbrigð-
iskerfi sem almenningur vill
hafa. Tökum á vandamálum
sem koma upp en höfnum
skammtímalausnum sem geta
eyðilagt íslenska heilbrigðis-
kerfið til framtíðar.
Eftir Elínu
Björg
Jónsdóttur
Elín Björg Jónsdóttir
Höfundur er formaður BSRB.
»Ef við höfum
hagsmuni
almennings
að leiðarljósi ber
okkur að hafna
algjörlega frekari
einkavæðingu
í heilbrigðiskerfinu.
Höfnum
skammtíma-
lausnum í heil-
brigðismálum
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir að-
sendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir
að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir
öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda.
Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni
forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem lið-
urinn „Senda inn grein“ er valinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga
í síma 569-1100 frá kl. 8-18.