Morgunblaðið - 03.09.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Viðurkennir eigin valdníðslu
Halldór segist hafa stutt við valdníðslu Dóra Björt er stolt af honum og segir hann sýna þroska
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Ég get alveg notað þetta tækifæri
til að viðurkenna að samkvæmt
mínum eigin stöðlum þá studdi ég
þarna við valdníðslu.“ Þetta er
meðal þess sem segir í fésbók-
arfærslu Halldórs Auðar Svansson-
ar, fyrrverandi borgarfulltrúa Pír-
ata, sem hann birti í kjölfar
skoðanagreinar sem Viðskiptablað-
ið birti á vef sínum á föstudag.
Grein Viðskiptablaðsins ber yfir-
skriftina „Valdníðingur?“ og þar
segir m.a.: „Hann nýtti valdastöðu
sína sem borgarráðsmaður til að
brjóta lög á Ástráði Haraldssyni
þegar borgarlögmaður var ráðinn.“
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu hinn 13. júlí var úrskurðað
gegn Reykjavíkurborg í ráðning-
armáli Ástráðs Haraldssonar
hæstaréttarlögmanns. Taldi kæru-
nefnd jafnréttismála að brotin
hefðu verið lög um jafna stöðu og
jafnan rétt kvenna og karla þar
sem kærði þótti ekki hafa sýnt
fram á að aðrar ástæður en kyn-
ferði hefðu legið til grundvallar
ráðningunni.
„Er ég valdníðingur?“
„Viðskiptablaðið leggur í raun
upp þessa áskorun: „Er ég vald-
níðingur samkvæmt eigin stöðl-
um?“,“ segir Halldór í samtali við
Morgunblaðið og segist vera tilbú-
inn að játa það. „Ef þeir vilja
leggja þetta þannig upp. Þeir vitna
ekki í hvernig er brugðist við svona
úrskurðum. Það er mjög mikil-
vægt. Þar finnst mér þeir og aðrir
hafa verið með mikla varnartil-
burði gagnvart skipun í Lands-
rétt,“ segir Halldór en eins og víða
kom fram á sínum tíma voru tveim-
ur umsækjendum, þ.á m. Ástráði
Haraldssyni, dæmdar bætur vegna
ólögmætrar málsmeðferðar við
ráðningu dómara í Landsrétt.
Halldór bætir við að það geri illt
verra að taka ekki á sig sinn skerf
af sökinni og segir: „Það þýðir eig-
inlega ekki annað en að segja:
„Þetta er aðili sem er til þess bær
að skera úr um hvort rétt var gert
eða ekki.“ Það gerir stöðuna ennþá
verri að fara að þræta fyrir það.
Frekar á að viðurkenna að þarna
var ekki alveg rétt með farið og
taka því.“
„Ég er mjög stolt af Halldóri að
viðurkenna þetta. Það sýnir mikinn
þroska og það sýnir að hann tekur
ekki sína persónu fram yfir það að
auka traust á kerfinu,“ sagði Dóra
Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi
Pírata, í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi. Hún sagðist ekki vera
hrædd um að ummæli Halldórs
vörpuðu skugga á Pírata og sagði:
„Við höfum einmitt talað um að það
er oft álitið veikleikamerki að við-
urkenna mistök sín. Ég lít á það
sem styrkleikamerki því bara með
því að viðurkenna mistök þín get-
urðu haldið áfram og betrumbætt
ferlin.
Allir gera mistök, líka stjórn-
málafólk.“
Ekki náðist í Dag B. Eggertsson
borgarstjóra við gerð fréttarinnar.
Halldór Auðar
Svansson
Dóra Björt
Guðjónsdóttir
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
„Við höfum séð mikið af netsvindli
sem kallast vefveiðar og það er oft
frekar vandað,“ segir Þórir Ingv-
arsson, lögreglufulltrúi. Vefveiðar
(e.phishing) eru netsvindl þar sem
tölvupóstar eru sendir og reynt að
plata viðkomandi til að gefa upp
lykilorð sitt. Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu hefur nýlega varað
við svindlinu en lögreglu bárust
ábendingar um svindlið í síðustu
viku.
Í tilkynningu frá lögreglu segir
að fjöldi fólks og fyrirtækja hafi
lent í slíku og eru dæmi þess að
brotaþolar hafi tapað háum fjár-
hæðum vegna þess. Sérstaklega er
varað við svokölluðum vefveiðum
þar sem reynt er
að komast að lyk-
ilorði viðtakanda.
Þá er tölvupóstur
sendur sem inni-
heldur hlekk á
falska síðu og
viðkomandi beð-
inn að leiðrétta
eitthvað, t.d. í
heimabanka. Þá
er viðtakandi leiddur inn á síðu sem
er eftirmynd heimabanka eða tölvu-
pósts viðkomandi. Í tilkynningu frá
lögreglu segir að tilgangurinn sé að
plata viðtakanda til að setja inn per-
sónuupplýsingar sem hægt er að
nota til að hafa af honum fé.
Þá hafa hótunarbréf verið send í
tölvupósti í þeim tilgangi að hafa af
fólki fé. Í þeim er jafnvel lykilorð
viðtakanda gefið upp og ýmsu hótað
til þess að ná í fé frá viðkomandi.
Lögreglan hefur bent á að ekki sé
mælt með að upphæðin sem beðið
er um sé greidd. „Við viljum minna
fólk á hvað það er mikilvægt að síð-
urnar sem það fer á séu öruggar,
með græna merkingu eða með ör-
yggisvottun. Fólk á að gæta þess að
fara inn á rétta síðu, en ekki falska
síðu,“ segir Þórir. „Þetta svindl er
alltaf í gangi og er margvíslegt og
misraunverulegt. Þegar við verðum
vör við að ákveðin aðferð sé notuð
frekar en annað þá reynum við að
nota miðlana okkar til að vara fólk
við því,“ segir hann. Lögreglan birti
aðvörun á fésbókarsíðunni Lög-
reglan á höfuðborgarsvæðinu og má
þar nálgast nánari upplýsingar um
svindlið.
Vefveiðar viðvarandi vandi í netheimum
Margir hafa lent í fjárhagslegu tjóni vegna netsvindls Lögreglan minnir fólk á að hafa varann á
Netsvindl Margir hafa orðið fyrir netsvindli og þar með fjárhagslegu tjóni.
Þórir Ingvarsson
Alþjóðalögreglan
Interpol hefur
gefið út hand-
tökuskipun að
beiðni íslenskra
yfirvalda vegna
manns sem grun-
aður er um
nauðgun. Mað-
urinn, Hemn Ra-
sul Hamd, fór úr
landi áður en ákæra vegna nauðg-
unar var birt.
Samkvæmt því sem kemur fram
á vefsíðu Interpol er Hamd 33 ára
gamall Íraki. Hann er 1,77 metrar á
hæð og talar bæði sænsku og kúrd-
ísku.
Sú krafa er gerð að aðildarríki
Interpol leiti Hamds og handtaki,
þannig að hægt sé að framselja
hann til Íslands.
Eftirlýstur vegna
nauðgunar
Hemn Rasul Hamd
Ferðamenn sem lögðu leið sína í Reykjadal um
helgina fengu margir að upplifa hvurslags
veðravíti Ísland getur verið.
Þar skiptust á skin og skúrir og átti sumt
ferðafólk í vandræðum með að gera upp við sig
hvor hlífðarbúnaðurinn væri meira viðeigandi;
sólgleraugu eða sjóstakkar. Þessir ferðamenn
ákváðu að taka enga áhættu og klæddu sig í
jakka og hlupu í skjól.
Lentu í öllum veðrum á einu augnabliki
Morgunblaðið/Eggert
Skin og skúrir á ferðamenn um helgina
Seint í fyrrakvöld var tilkynnt um
heitavatnsleka í húsnæði Ölgerð-
arinnar við Grjótháls. Að sögn
varðstjóra slökkviliðsins tók þrjá
tíma að hreinsa upp vatn á gólfum
inni í húsinu. Tvær stöðvar sinntu
verkefninu og er líklegt að tjónið
hafi verið talsvert. Mikið annríki
var hjá slökkviliðinu aðfaranótt
sunnudags en tveimur tímum fyrir
heitavatnslekann hafði verið kallað
á slökkviliðið vegna reyks í Stjör-
nugrís á Kjalarnesi. Í ljós kom að
reykurinn kom frá reykofni sem
hafði bilað og var ekki um eldsvoða
að ræða.
Heitavatnsleki í hús-
næði Ölgerðarinnar