Morgunblaðið - 03.09.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.09.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2018 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Hundruð íbúa borgarinnar Aden í Jemen héldu út á götu í gær og mót- mæltu sífellt hærri kostnaði á lífs- nauðsynjum í landinu. Jemenski ríal- inn hefur glatað um tveimur þriðju andvirðis síns gagnvart Bandaríkja- dollaranum frá árinu 2015, þegar borgarastyrjöldin sem enn geisar í landinu braust út. Fjöldi Jemena hefur hvorki efni á mat né vatni vegna efnahags- ástandsins og vegna hafnarbanns sem er í gildi á hafnir undir stjórn upp- reisnarhreyfingar Húta. Ríkisstjórn Sádi-Arabíu gaf ríkisstjórn Abe- drabbo Mansour Hadi, forseta Jemen, tveggja milljarða dollara lánapakka í janúar til að styrkja ríkisbankann. Ekki tókst þó að styrkja ríalinn til lengdar og andvirði hans hefur hrap- að um heil 36 prósent síðan þá. „Við komum út til að krefjast þess að hætt sé að gjaldfella ríalinn og valda okurverði og birgðaskorti,“ sagði mótmælandinn Nasser Awad við AFP-fréttastofuna. „Ríkisstjórnin er upptekin við að úthluta ríkisstörf- um og útnefna fólk í stjórnarembætti, og á meðan fáum við að þjást í stríð- inu.“ Aden er aðsetur ríkisstjórnar Hadi forseta. Höfuðborgin Sana hefur verið í höndum Húta frá árinu 2015 og þar reka þeir eigin ríkisbanka. Hadi í Bandaríkjunum „Hvar er ríkisstjórnin?“ spurði Zahra Naser, annar íbúi Aden. „Hvar eru embættismennirnir og af hverju eru þeir ekki á götunni til að hitta fólkið og kynna sér þarfir þess og vandamál?“ Hvað varðar Hadi forseta er svarið: Víðs fjarri. Samkvæmt frétt Reuters fór forsetinn til Bandaríkjanna í gær- kvöldi til þess að hljóta læknismeð- ferð. Hadi, sem hefur haft aðsetur sitt í Ríad í Sádi-Arabíu síðustu árin, ætlar að vera í Bandaríkjunum þar til eftir samkomu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í lok septembermánaðar. AFP Eldur Mótmælendur hafa kveikt í dekkjum í borginni Aden í Jemen. Veikur gjaldmiðill í stríði  Bágu efnahagsástandi mótmælt í Aden  Jemenski ríalinn í frjálsu falli vegna borgarastríðsins  Hadi forseti á leið í læknismeðferð til Bandaríkjanna Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Um 400 manns struku eftir uppþot úr líbísku fangelsi nærri höfuðborg- inni Trípólí í gær. „Föngunum tókst að brjóta upp hurðina og komast undan,“ sagði líb- íska lögreglan í tilkynningu um fjöldaflóttann. Ekki var tilgreint hvaða glæpi fangarnir hefðu framið. Að sögn AFP-fréttasíðunnar voru flestir fangarnir í fangelsinu ýmist almenn- ir glæpamenn eða stuðningsmenn einræðisherrans Muammars Gadd- afi sem voru handteknir þegar Gaddafi var steypt af stóli árið 2011. Samkvæmt talningu líbíska heil- brigðisráðuneytisins létust að minnsta kosti 39 og 100 særðust í átökum sem brutust út milli víga- hópa sunnan við Trípólí fyrir viku. Samkvæmt yfirlýsingu Mannrétt- indavaktarinnar voru að minnsta kosti 18 hinna látnu óbreyttir borg- arar og fjórir voru á barnsaldri. Að nafninu til situr ríkisstjórn með viðurkenningu alþjóðasam- félagsins við völd í Trípólí en í reynd ráða vígahópar yfir stórum hluta Líbíu. Ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Ítalíu gáfu frá sér sameiginlega yfirlýs- ingu þar sem Líbíumenn voru hvatt- ir til að láta vopnin síga. Fjöldaflótti úr líbísku fangelsi  Olía á eld vopn- aðra átaka í Trípólí AFP Líbía Trípólí hefur logað í vopn- uðum átökum síðustu vikuna. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Þúsundir Rússa mótmæltu í gær fyrirhugaðri hækkun á lífeyrisaldri í Rússlandi. Vladímír Pútín Rúss- landsforseti hafði lofað breyting- um á þessari óvinsælu löggjöf til að koma til móts við andstæðinga hennar en virðist ekki hafa tekist að sefa alla. Lífeyrisaldurinn á Rússlandi er miðaður við 55 ára aldur fyrir kon- ur og 60 ár fyrir karla. Áætlun rússnesku ríkisstjórnarinnar hafði verið að hækka eftirlaunaaldur kvenna upp í 63 ár og karla upp í 65 ár. Vegna mjög neikvæðra við- bragða Rússa við hugmyndinni hafði Pútín gert breytingu á frum- varpinu og nú á aðeins að hækka eftirlaunaaldur kvenna upp í 60 ár. Gangi breytingarnar eftir verð- ur þetta í fyrsta sinn í tæp 90 ár sem eftirlaunaaldur Rússa er hækkaður. Frumvarpið var sam- þykkt á neðri deild rússneska þingsins í júlí og vakti strax hörð viðbrögð. Dímítri Medvedev, for- sætisráðherra Rússlands, segir breytinguna vera vegna hækkandi meðalaldurs Rússa og aukinnar virkni þeirra. Rússneskir karlmenn ná að meðaltali aðeins 65 ára aldri sam- kvæmt frétt AFP. Því er ófyrirséð hvort margir þeirra fái tækifæri til að njóta eftirlaunaáranna verði líf- eyrisaldurinn hækkaður. Rússneski kommúnistaflokkur- inn er helsti skipuleggjandi mót- mælanna. Samkvæmt frétt BBC mættu um 10.000 manns á mót- mælasamkomu flokksins í Moskvu. 1.500 manns komu einnig saman á mótmælaflokki sem miðvinstri- flokkurinn Réttlátt Rússland boð- aði til í borginni.  Rússar andmæla óvinsælli löggjöf AFP Moskva Rússar flagga fánum Kommúnistaflokksins á mótmælum. Hækkun á lífeyris- aldri mótmælt Palestínskur mótmælandi kastar hér heimagerðri sprengju á strönd við landamæri Gasa og Ísraels. Stjórnvöld Bandaríkjanna hættu nýlega við framlög til hjálparstarfs fyrir Palestínumenn á Gasa. „Pal- estínskir flóttamenn eru nú þegar fórnarlömb sem hafa glatað heim- ilum sínum, lifibrauði sínu og ör- yggi vegna stofnunar ísraelska rík- isins,“ sagði palestínski embættis- maðurinn Hanan Ashrawi. Ísraelsk stjórnvöld fögnuðu hins vegar ákvörðun Bandaríkjamanna. Utanríkisráðherra Jórdaníu harm- aði ákvörðunina. Jórdaníumenn hyggjast safna fé fyrir Palestínu- menn fyrir næsta fund allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna. Palestína, Bandaríkin Hjálparstarfi við Palestínu hætt AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.