Morgunblaðið - 03.09.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2018
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
i
595 1000
Frá kr.
89.995
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
Agadír
25. OKTÓBER Í 9 NÆTUR
Frá kr.
99.695
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Landinn hefur tekið okkur mjög vel.
Hér er alltaf þétt setið,“ segir Franz
Gunnarsson, viðburða- og markaðs-
stjóri hjá Granda – mathöll.
Þrír mánuðir eru nú liðnir frá því
dyrnar voru opnaðar að Granda –
mathöll í húsi Sjávarklasans við
Grandagarð. Óhætt er að segja að
þessi viðbót við veitingahúsaúrval
Reykjavíkur hafi fengið góðar við-
tökur. Samkvæmt nýjustu tölum eru
gestir Granda – mathallar orðnir
115.000 þessa fyrstu þrjá mánuði.
Lauslega reiknað var því gestafjöld-
inn 1.250 á hverjum degi í sumar.
„Þessi aðsókn er framar björtustu
vonum en hún lýsir þeirri stemningu
sem hefur myndast. Það er kominn
götumatarfílingur í landsmenn,“ seg-
ir Franz í samtali við Morgunblaðið.
Gestir mathallarinnar geta valið á
milli níu söluaðila sem bjóða upp á
mismunandi mat. Staðirnir eru Fjár-
húsið, Fusion Fish & chips, Kore,
Lax, Rabbar bar-
inn, The Gastro
Truck, Víetnam,
Micro Roast vín-
bar auk svokall-
aðs Pop Up-vagns
þar sem nýr sölu-
aðili fær að
spreyta sig í
hverjum mánuði.
Í dag kemur til að
mynda staður þar
sem boðið verður upp á „dumplings“
eða smárétti frá Tíbet.
„Við völdum þessa veitingastaði af
kostgæfni. Hundruð sóttu um að fá
inni en einungis átta fengu pláss og
það hefur sannað sig að valið gekk
vel. Sjávarklasinn gengur mikið út á
frumkvöðlastarf og þessir aðilar
passa þar inn. Þetta eru oft einyrkjar
eða fjölskyldur sem bjóða nýjungar í
matargerð hér en úr íslensku hrá-
efni.“
Franz segir að það hafi verið nýtt
fyrir mörgum Íslendingum að þarna
er ekki boðið upp á hefðbundnar
borðapantanir og mestmegnis er set-
ið á löngum bekkjum við stór borð.
„Þarna siturðu við hlið jafnvel blá-
ókunnugs fólks og deilir rýminu. Það
var spennandi að sjá hvernig fólk tók
þessu í fyrstu en nú hafa flestir vanist
þessu. Þetta skapar skemmtilega
stemningu, að fólk sé að spjalla sam-
an þó að það þekkist ekkert.“
Mathöllin hefur bæði notið vin-
sælda í hádeginu og á kvöldin. Segir
Franz að vinsælt sé að sitja lengur á
kvöldin enda er góður vínbar í húsinu
og mörgum finnst ómótstæðilegt að
njóta útsýnisins við höfnina.
Hvað framtíðina varðar segir
Franz að sumarið hafi farið í að anna
eftirspurn og nú verði horft fram á
veginn. „Þetta var alger sprengja í
aðsókn og við þurftum að læra inn á
rýmið. Nú má búast við því að það
komi nýir réttir inn hjá veitingastöð-
unum. Svo munum við bráðlega
kynna fjölskylduvæna dagskrá á
sunnudögum. Það verður unnið í
samstarfi við Hlemm – mathöll og
verður mjög skemmtilegt.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússson
Grandi - mathöll Landsmenn hafa mikinn áhuga á götumat og aðsókn hefur farið fram úr björtustu vonum.
Franz
Gunnarsson
115 þúsund gestir í
mathöllina í sumar
Aðsókn í Granda – mathöll framar björtustu vonum
fyrstu þrjá mánuðina 1.250 gestir dag hvern í sumar
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
„Við sem kennarar höfum ekki alltaf
verið örugg um hvað við eigum og
megum tala um við nemendur.
Hvernig eigum við að taka „Me too“-
umræðuna eða umræðuna um
klám?“ segir Guðrún Ebba Ólafs-
dóttir, grunnskólakennari og leið-
beinandi á námskeiðinu Viðkvæm
álitamál og nemendur. Vegna auk-
innar umræðu hitamála, t.d. hryðju-
verkaógn í Evrópu, sá Evrópuráðið
ástæðu til að gefa út handbók fyrir
kennara um hvernig best sé að tak-
ast á við nýju aðstæðurnar, að sögn
Guðrúnar.
Laugalækjaskóli og Réttarholts-
skóli standa fyrir námskeiðinu á
laugardaginn næstkomandi. Nám-
skeiðið, sem er ætlað kennurum og
skólastjórnend-
um á öllum skóla-
stigum, fjallar um
hvernig skuli tek-
ið á erfiðleikum
sem kynnu að
koma upp þegar
viðkvæm álitamál
eru til umræðu
innan veggja
skólastofunnar.
Námskeiðið er
byggt á efnisatriðum nýrrar hand-
bókar, Viðkvæm álitamál og nem-
endur, sem mennta- og menningar-
málaráðuneytið mun gefa út á
rafrænu formi, í þýðingu Guðrúnar
Ebbu. Bókin er ætluð kennurum og
tilgangur hennar er að styrkja þá og
efla í því að ræða umdeild málefni.
Í henni kemur fram að skapa þurfi
griðastað í skólastofunni þar sem
nemendur geti rætt ýmis álitamál
frjálsir og óhræddir. Þar er einnig
greint frá kennsluaðferðum og leið-
um sem stuðla að opinni umræðu þar
sem virðing ríkir. Nemendur þurfa
að geta verið óhræddir að spyrja
spurninga um hitamál, það er ekki
hægt að þagga þau niður,“ segir
Guðrún Ebba. Hún segist jafnframt
skilja betur mikilvægi þess að leyfa
nemendum að vera óhræddir við að
tjá sig eftir að hafa unnið að þýðingu
bókarinnar.
„Kveikjan að útgáfu bókarinnar er
fyrst og fremst umræða um hryðju-
verkin sem hafa verið í Evrópu á
undanförnum árum. Við höfum ekki
alltaf tekið umdeild mál til umræðu,
t.d. hryðjuverk, umskurð drengja
eða kynþáttafordóma. Skólarnir eru
öðruvísi núna og við erum t.d. með
börn sem eru að koma úr flótta-
mannabúðum.“
Mennta- og menningarmálaráðu-
neytið bauð fulltrúum frá Íslandi,
tveimur kennurum og tveimur skóla-
stjórnendum á námskeið í Útey þar
sem handbókin Viðkvæm álitamál og
nemendur (e. Teaching Controversi-
al Issues) var kynnt.
Ný áskorun blasir við kennurum
Námskeiðið „Viðkvæm álitamál og nemendur“ verður haldið á laugardag Nauðsynlegt að hægt sé að
ræða hitamál innan veggja skólans Mennta- og menningarmálaráðuneytið gefur út samnefnda handbók
Morgunblaðið/Hari
Umræða Hitamál geta verið til umræðu innan veggja skólastofunnar en hand-
bókin leiðbeinir kennurum um hvernig best sé að takast á við þær aðstæður.
Guðrún Ebba
Ólafsdóttir
Öllum tillögum götunafnanefndar
á vegum borgarráðs Reykjavíkur
um ný heiti á götum sem eru við
Landspítalann á Hringbraut hefur
verið hafnað.
Skipulags- og samgönguráð
Reykjavíkurborgar hafnaði tillög-
unum en nokkuð skiptar skoðanir
voru um nöfnin og var því óskað
efir nýjum heitum frá nefndinni.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu 17. ágúst þótti nær öruggt
að tillögurnar yrðu samþykktar
þar sem afar sjaldgæft væri að
götunafnanefnd væri beðin um að
breyta tillögum að götuheitum.
Meðal tillagna sem nefndin
lagði til eru Njólagata, Fífilsgata,
Hvannargata og Blóðbergsgata og
vísa til þekktra planta sem eru
taldar hafa verið lækningajurtir.
Þá lagði nefndin einnig til nöfn-
in Hildigunnargata, Freydísar-
gata, Burknagata, Hrafnsgata og
Þjóðhildargata.
Í nefndinni sitja Guðrún Kvar-
an, prófessor emeritus í íslensku
við Háskóla Íslands, Ármann Jak-
obsson, prófessor í íslensku, Ás-
rún Kristjánsdóttir, Borghildur
Sturludóttir og Nikulás Úlfar
Másson.
Tillögum nafna-
nefndar hafnað
Hafa óskað eftir nýjum nafnatillögum
Maður var dæmdur til tíu mánaða
fangelsisvistar, þar af átta skilorðs-
bundinna, í Héraðsdómi Norður-
lands eystra í síðustu viku fyrir að
hafa ráðist að fyrrverandi sam-
býliskonu sinni og slegið hana í
andlit, læri og mjöðm.
Maðurinn var ákærður fyrir að
ráðast á konuna á hótelherbergi á
marsmorgni í fyrra. Þau höfðu ætl-
að að hittast þar kvöldið áður en
orðið viðskila og konan hafði að
endingu farið þangað ein.
Konan sagði fyrir dómi að hún
hefði vaknað við það að maðurinn
var lagstur hjá henni í rúmið og var
að strjúka henni. Hún hefði beðið
hann að hætta en hann hefði þá
brugðist illa við og slegið hana.
Hefði hann síðan haldið barsmíð-
unum áfram.
Maðurinn var einnig dæmdur til
að greiða konunni 800.000 kr. í
miskabætur auk málskostnaðar.
Dæmdur fyrir árás á fyrrverandi sambýliskonu