Morgunblaðið - 03.09.2018, Page 8

Morgunblaðið - 03.09.2018, Page 8
Morgunblaðið/Hari Kísilver Tveir ofnar eru nú til taks. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Á föstudag var gangsettur annar ofn, Bogi, í kísilveri PCC Bakka við Húsavík. Fjórir mánuðir eru komnir síðan fyrsti ofninn Birta var tekinn í gagnið en athygli vakti þegar neyð- arskorsteinar opnuðust vegna bilun- ar í tölvukerfi og mikinn reyk lagði frá verinu fyrir um tveimur vikum. „Við sjáum fram á að vera komin upp í fulla framleiðslu á næstu vik- um. Við reiknum með að þessi helstu vandamál og byrjunarörðuleikar séu nú að baki,“ sagði Hafsteinn Vikt- orsson, framkvæmdastjóri PCC Bakka, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að framleiðsla versins myndi nú tvöfaldast en að ekki væri þörf á ráðningum til að standa undir aukinni framleiðslu. „Það verður bara sami starfsmannafjöldi og við höfum alltaf ætlað okkur.“ Í tilkynningu sem fram kemur á vef PCC Bakka segir m.a.: „Sem fyrr verður allt kapp lagt á að lágmarka áhrif á umhverfið og gæta öryggis starfsmanna. Upphitunarferli ofns- ins verður það sama og þegar Birta var gangsett og allur reykur fer í gegnum reykhreinsivirkið.“ Þá segir einnig að einhver viðar- brunalykt gæti borist til Húsavíkur en ekki væri von á að það yrði lang- varandi eða til mikilla óþæginda. Annar ofn tekinn í gagnið á Bakka  Helstu byrjunarörðugleikar nú að baki  Brunalykt gæti borist til Húsavíkur 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2018 Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is fyrir heimilið VifturHitarar LofthreinsitækiRakatæki Stimpillinn „rasisti“ er yfirleittskammt undan ef einhver leyf- ir sér að ræða innflytjendamál án þess að krefjast opinna landamæra. Ekki síst þess vegna hafa þessi mál lent í þeim ógöngum sem raun ber vitni.    TímaritiðThe Economist hætti sér þó út í þessa umræðu fyrir rúmri viku og dró fram ýmsar athyglisverðar stað- reyndir. The Economist benti á að árið 2015 hefði Svíþjóð hleypt inn í landið 163.000 flóttamönnum, hald- ið þeim uppi en bannað þeim um leið að vinna. Afleiðingin sé upp- gangur Svíþjóðardemókratanna.    Tímaritið nefnir einnig að sam-kvæmt könnun Gallup vilji 700 milljónir manna, 14% af fullorðnum í heiminum, flytja búferlum til ann- ars lands. Hjá fátækari þjóðum sé talan mun hærri. Augljóst er að slíkur áhugi kallar á einhverjar reglur um innflytjendur á Vestur- löndum þó að sumir kjósi að tala af ábyrgðarleysi um þessi mál.    The Economist bendir á að íBandaríkjunum séu 13% þjóð- arinnar fædd erlendis og í Svíþjóð sé þetta hlutfall 18,5%. Í báðum ríkjum hafi þetta hlutfall um það bil þrefaldast frá árinu 1970.    Skiljanlegt er að margir Svíarhafi áhyggjur af þessari þróun enda er ekki hlaupið að því að reka öflugt velferðarkerfi fyrir bæði þá sem fyrir eru í landi og fjölda ann- arra.    Þetta þarf að ræða af alvöru,ekki í slagorðum með stimpla á lofti. Innflytjendamál eru alvörumál STAKSTEINAR Veður víða um heim 2.9., kl. 18.00 Reykjavík 10 skúrir Bolungarvík 9 léttskýjað Akureyri 11 skýjað Nuuk 6 alskýjað Þórshöfn 10 rigning Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 20 skýjað Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 20 léttskýjað Lúxemborg 18 skýjað Brussel 22 heiðskírt Dublin 22 skýjað Glasgow 19 alskýjað London 22 heiðskírt París 23 heiðskírt Amsterdam 21 léttskýjað Hamborg 21 léttskýjað Berlín 23 skýjað Vín 18 rigning Moskva 21 heiðskírt Algarve 26 léttskýjað Madríd 36 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 23 þrumuveður Aþena 32 léttskýjað Winnipeg 17 þoka Montreal 22 skúrir New York 25 alskýjað Chicago 27 skýjað Orlando 30 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:17 20:38 ÍSAFJÖRÐUR 6:15 20:50 SIGLUFJÖRÐUR 5:58 20:33 DJÚPIVOGUR 5:45 20:10 Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hlotn- aðist nýtt ómtæki á dögunum en mikil þörf hafði myndast fyrir nýtt tæki á svæðinu. Gylfi Ólafsson, nýr framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofn- unar Vestfjarða, veitti tækinu við- töku á fimmtudaginn sl. við athöfn á Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Kvenfélagið Sunna stóð fyrir söfnuninni í sjálf- boðavinnu en félagið hóf að safna fyrir rúmu ári. Nýtt tæki af þessari gerð kostar um tólf milljónir og safn- aði kvenfélagið alls átta milljónum. Úlfssjóður, minningarsjóður um Úlf Gunnarsson, fyrrverandi yfirlækni, lagði til það fé sem vantaði upp á, yfir þrjár milljónir króna. Tækið er mikil búbót fyrir sjúkra- húsið og mun koma til með að leysa ýmis verk af hendi, t.a.m. ómað leg barnshafandi kvenna og eins geta hjartalæknar notað tækið fyrir hjartaómskoðun. Kvenfélagið Sunna er félag kvenna í Ísafjarðardjúpi og saman- stendur af þrjátíu meðlimum. Áður hafði kvenfélagið safnað fyrir þrem- ur hjartastuðtækjum í Ísafjarðar- djúpi; á Litlabæ, í Heydal og í Vigur. ninag@mbl.is Kvenfélag gaf nýtt ómtæki  Söfnuðu alls átta milljónum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.