Morgunblaðið - 03.09.2018, Page 10

Morgunblaðið - 03.09.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2018 Sameinar það besta í rafsuðu Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Borið hefur á því að fjöldi aðdáenda Stefáns Karls Stefánssonar leikara, sem féll nýverið frá, hafa óskað eftir því að reist verði stytta af honum í Hafnarfirði, heimabæ Stefáns. Tæp- lega hálf milljón manns hefur skrifað undir í undirskriftarsöfnun til stuðn- ings málsins, þar af fjölmargir er- lendir aðdáendur Stefáns. Stofnað var til undirskriftasöfnun- arinnar á vefsíðunni change.org. Á síðu undirskriftasöfnunarinnar seg- ir: „Undirskriftasöfnun fyrir leikar- ann Stefán Karl Stefánsson, um að reist verði stytta í heimabæ hans, Hafnarfirði á Íslandi, svo að arfleifð hans og heiður lifi um alla eilífð.“ Málið var tekið til umræðu á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar, að sögn Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort styttan verði reist. Stefán Karl féll nýlega frá eftir tveggja ára baráttu við gallganga- krabbamein, 43 ára að aldri. Jarð- neskum leifum hans var dreift í hafið á föstudag að hans ósk. Leiklistarferill Stefáns hófst í grunnskóla Hafnarfjarðar þar sem hann lék í skólaleikritum en hann fór að leika með Leikfélagi Hafnarfjarð- ar 12 ára að aldri. Frammistaða hans í leikritinu Með fulla vasa af grjóti árið 2000 vakti mikla athygli en leik- ritið var sýnt 160 sinnum. Stefán Karl lék aðalhlutverk í leikritinu Glanni glæpur í Latabæ árið 1999 sem varð innblástur sjónvarpsþátt- araðarinnar Latibær. Þar túlkaði hann Glanna glæp áfram og á þeim vettvangi naut hann mikilla vinsælda fólks hvaðanæva úr heiminum. veronika@mbl.is Óskað eftir styttu af Stefáni Karli  Nærri 500.000 manns hafa skrifað undir í undirskriftasöfnun á change.org Morgunblaðið/RAX Þjóðargersemi Stefán Karl var einn ástsælasti leikari þjóðarinnar. Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Í síðustu viku birtist umfjöllun í Morgunblaðinu um mál Guðbergs Rósa Kristjánssonar eða Rósa eins og hann er kallaður. Rósi er ungur einstaklingur með þroskahömlun og útskrifaðist af starfsbraut Fjöl- brautaskólans í Breiðholti fyrir þremur árum. Í umfjölluninni greindu foreldrar hans frá úrræða- leysi sem Rósi og fjölmargir í hans stöðu stæðu frammi fyrir, þ.e. að finna ekki starf við hæfi og þyrftu því að sitja aðgerðarlausir heima fyrir. Að sögn móður Rósa er vinna hjá lögreglunni eða slökkviliðinu meðal draumastarfa hans og greindi hún frá því að Rósi myndi „lifa lengi á því“ að vera boðið á rúntinn með lög- reglu- eða slökkviliði. Í kjölfarið hafði Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins samband við for- eldra Rósa og bauð honum á rúntinn og í vettvangsferð á stöðina sína. Faðir Rósa, Kristján Arnar Jak- obsson, fór með syni sínum á rúntinn í gær og var gífurlega ánægður með framtakið. „Þetta gekk æðislega vel og hann var í skýjunum, æðislegar móttökur og frábært fólk þarna. Hann var náttúrlega mjög spenntur, það var ekki sofið neitt rosalega mik- ið í nótt,“ segir Kristján glaður í bragði. Hann segir að þau fjölskyldan hafi fengið þónokkur viðbrögð frá ýmsum aðilum í kjölfar umfjöllunar blaðsins í síðustu viku. Ýmis atvinnutilboð borist „Við erum búin að fá símtal frá Ríkislögreglustjóra þar sem Rósa er boðið að kíkja á aðstöðuna hjá þeim en þeir geta boðið upp á störf tengd þrifum á bílum og þess háttar. Einnig hafði Lögreglustjórinn á Suður- nesjum samband og honum var boðið í smátúr þar.“ Auk þess hafi Sund- laug Grafarvogs komið sér í samband við fjölskylduna og honum boðin vinna þar. „Sá sem hringdi þaðan er greinilega vel að sér í þessum málum og ég bind vonir við það sem hann er að bjóða. Svo það er ýmislegt sem hefur dúkkað upp,“ segir Kristján. Næstu skref hjá Rósa og foreldrum hans eru að skoða þessi tilboð og meta stöðuna. Kristján segir um- ræðuna um atvinnumöguleika þros- kaskertra aðila hafi tekið stökk að undanförnu og fagnar því. „Fólk er að hnippa í mann og segir að það hafi lesið greinina svo hún hef- ur greinilega vakið athygli víða. Þessi umfjöllun er auðvitað alveg meiri- háttar og þörf.“ Sáttur Rósi fékk að sitja í lögreglubíl og kíkja á stöðina. Aðstoð Slökkviliðsmaðurinn Ágúst hjálpar Rósa í gallann. Hápunktur Rósi fékk að stýra körfubíl slökkviliðsins. Umfjöllunin „meiriháttar og þörf“  Guðbergur Rósi er ungur strákur með þroskaskerðingu og hefur verið atvinnulaus frá útskrift  Honum hafa nú borist nokkur atvinnutilboð í kjölfar umfjöllunar Morgunblaðsins Morgunblaðið/Eggert Alvara Móðir Rósa sagði að hann dreymdi m.a. um að starfa hjá lögreglunni og slökkviliðinu. Í kjölfarið hafði slökkviliðið samband og bauð honum í heimsókn. Rósa hefur nú verið boðið í starfsheimsóknir hjá lögreglunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.