Morgunblaðið - 03.09.2018, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2018
VÖNDUÐ JEPPADEKK
Á FRÁBÆRU VERÐI
STÆRÐ 315/70R17
49.600,- kr.
STÆRÐ 285/70R17
46.900,- kr.
ARCTIC TRUCKS | KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | 540 4900
WWW.ARCTICTRUCKS.IS
ÞÚ FÆRÐ JEPPADEKKIN HJÁ OKKUR!
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Hinn 4. ágúst sl. voru liðin hundrað ár frá því að Björg-
unarfélag Vestmannaeyja var stofnað. Í tilefni aldaraf-
mælisins var opið hús á laugardag í húsi félagsins á Faxa-
stíg þar sem gestum og gangandi var boðið að skoða
húsnæði starfseminnar og búnaðinn. Þyrla frá Landhelg-
isgæslunni var á staðnum og varðskipið Þór sigldi hring
um eyjarnar með björgunarbát félagsins, sem einnig er
nefndur Þór. Um kvöldið var slegið til afmælishátíðar í
Höllinni þar sem forseti Íslands og forseti Landhelgis-
gæslunnar voru meðal ræðuhaldara.
Að sögn Arnórs Arnórssonar, formanns Björgunar-
félags Vestmanneyja, er björgunarfélagið það elsta í
landinu, stofnað 1918. Jafnframt sé Landhelgisgæslan
byggð á grunni félagsins.
„Félagið er í upphafi stofnað utan um björgunarskip
þar sem mönnum fannst kominn tími á að fá björgunar-
skip til landsins og fóru í það að fjármagna björgunarskip
með aðstoð frá ríkinu. Skipið var nefnt Þór. Svo keypti
ríkið björgunarskipið af Vestmannaeyingum rúmum 10
árum síðar og stofnaði Landhelgisgæsluna. Við erum
stolt af félaginu í dag en það er mjög virkt og sinnir ýms-
um verkefnum,“ sagði Arnór.
Svo skemmtilega vill til að 100 meðlimir eru á útkalls-
skrá á 100 ára afmælinu og þar af eru 30 virkir meðlimir.
Ljósmyndir/Óskar Pétur Friðriksson
Heiðurssigling Varðskipið Þór ásamt björgunarbáti Björgunarfélags Vestmannaeyja, einnig nefndur Þór, sigldu
samhliða hring í kringum eyjarnar. Fyrsta björgunarskip landsins hét einnig Þór og kom frá Eyjum.
Björgunarfélag Vest-
mannaeyja fagnar aldaraf-
mæli Landhelgisgæslan
var stofnuð á grunni félagsins
Ávarp Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flutti
tölu á afmælishátíðinni í Höllinni í Eyjum.
Elsta björgunarfélagið
Freyr Bjarnason
freyr@mbl.is
Um þremur til fimm prósentum
færri ferðamenn hafa heimsótt ís-
hellinn Into the Glacier í Langjökli
á þessu ári en á sama tíma í fyrra.
Sigurður Skarphéðinsson, fram-
kvæmdastjóri Into the Glacier
ehf., segir að baráttan um ferða-
mennina sé greinilega orðin meiri
en verið hefur.
Fram hefur komið að ferðamenn
dvelja skemur hér á landi en áður,
fara í færri ferðir tengdar afþrey-
ingu og spara við sig í mat og
drykk.
Aðsóknin í íshellinn hefur verið
mismunandi á milli mánaða. Hún
dróst til að mynda saman um fimm
til átta prósent á meðan á HM í
knattspyrnu stóð en ágúst hefur
aftur á móti verið góður, að sögn
Sigurðar.
„Veðráttan hefur verið mjög sér-
stök í sumar. Þar var kalt framan
af og lítil bráðnun, sem er bæði já-
kvætt og neikvætt,“ segir hann og
bendir á að eftir því sem meiri
snjór er á jöklinum sé hann örugg-
ari en á sama tíma er erfðara að
komast í hellinn í verri færð.
Spurður segir hann samdráttinn
á þessu ári ekki hafa mikil áhrif á
reksturinn. Ekki var gert ráð fyrir
mikilli fjölgun ferðamanna í sumar,
heldur svipuðum fjölda og í fyrra,
sem hefði verið „frábært“ ár.
Einnig spilar inn í minni aðsókn
að veðurfarið í vetur var slæmt,
sérstaklega í janúar og febrúar,
sem voru verstu mánuðirnir síðan
rekstur hellisins hófst. Þá var
hann lokaður í á annan tug daga.
Á síðasta ári skoðuðu um sextíu
þúsund manns hellinn en fjöldinn
verður eitthvað minni í ár. Um
90% gestanna eru erlendir ferða-
menn.
Bandarískum gestum hefur
fjölgað mest í ár og eru þeir jafn-
framt stærsti einstaki kúnnahóp-
urinn. Næstir á eftir koma Bretar
og saman mynda þeir um helming
gesta Into the Glacier.
Evrópubúum hefur aftur á móti
fækkað, sérstaklega Þjóðverjum,
sem Sigurður segir tengjast gjald-
þroti flugfélagsins Air Berlin sem
hætti þar með beinu flugi til lands-
ins.
Minni aðsókn vegna
veðurs og HM
Færri erlendir ferðamenn í íshellinn
Ljósmynd/Into the Glacier
Íshellir Færri erlendir ferðamenn
hafa komið í íshellinn í ár en í fyrra.
Fjölmenni tók þátt í réttum í
Hlíðarrétt í Mývatnssveit í gær.
Réttin er með þekktari fjárréttum
landsins og er smalað á austur-
fjöllum og norðurfjöllum Mývatns-
sveitar og er féð rekið vestur yfir
Námaskarð. Allhvast var á svæð-
inu á laugardag en hægviðri og
sólskin í gær. Réttirnar eru fastur
punktur í lífi margs Mývetningsins
og hefð er fyrir því að áður en féð
er rekið til réttar sé sunginn
fjöldasöngur undir dyggri stjórn
Þorláks í Garði. Sungin eru fyrstu
þrjú erindi lagsins „Vel er mætt til
vinafundar“, sem sungið er fjór-
raddað að mývetnskum sið. Smöl-
un hófst klukkan sjö í gærmorgun
og var sundurdrætti fjárins lokið
um hádegi.
Réttað var í fjölda rétta um
helgina og markar það fyrstu fjár-
réttir haustsins. Aðalréttahelgin er
þó um næstu helgi, 8. og 9. sept-
ember, en þá verður réttað víða á
Vestur- og Norðurlandi. Flestar
stóðréttir hefjast svo í lok mánað-
arins eða í byrjun október. Í ná-
grenni höfuðborgarsvæðisins verða
helstu réttir eftir tvær vikur.
ninag@mbl.is
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Réttað Fénu var smalað á austur- og norðurfjöllum og rekið yfir Námaskarð.
Fjölmenni var í
fyrstu fjárréttunum
Réttað í Hlíðarrétt við Reykjahlíð
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Sönghefð Þorlákur í Garði stjórnar
fjöldasöng standandi á réttarvegg.