Morgunblaðið - 03.09.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2018
Hin hollenska dr. Machtfeld Huber
sem veitir Institute for Positive
Health forstöðu skilgreinir heilsu
einstaklingsins á víðan hátt. Hún
skiptir heilsu í sex stólpa: Líkamlegt
heilbrigði, andlega vellíðan, tilgang,
lífsgæði, þátttöku og daglega virkni
– lauslega þýtt af undirrituðum og
án ábyrgðar. Undir hverjum stólpa
eru nokkur atriði sem saman mynda
hann. Undir líkamlegu heilbrigði eru
til dæmis eftirfarandi undirflokkar:
að líða heilbrigðum, að finnast mað-
ur vera í góðu formi, kvarta undan
eða vera með verki, svefnmynstur,
næringarmynstur, líkamlegt ástand
og líkamsæfingar. Hvern undirflokk
ber svo að skoða sérstaklega til að fá
heildarmynd af því hvernig maður
metur og upplifir eigin heilsu.
Undir stólpanum Lífsgæði er und-
irflokkurinn Eiga nóg af peningum.
Eins og með alla hina flokkana er
það eigin upplifun og skynjun sem
skiptir mestu máli. Það sem einum
finnst vera nóg af peningum er langt
frá því að vera nóg í huga annars. Og
hugsanlega öfugt, það sem einum
finnst vera nóg, finnst öðrum alltof
mikið. Hvað sem því líður skipta
peningar máli fyrir okkur langflest.
Og ég er sammála dr. Huber í því að
peningar tengjast heilsu. Fjárhags-
legir erfiðleikar skapa stress og van-
líðan, sem hafa bein áhrif á bæði
andlega og líkamlega heilsu.
Eitt það besta sem við konan mín
höfum gert varðandi fjármál okkar
er að borga jafnt og þétt inn á lánin
okkar. Við byrjuðum á lægsta lán-
inu, bílaláni. Festum lága upphæð
sem mánaðarlega innborgun á það,
upphæðin var svipuð og kostnaður-
inn við að fara í bíó einu sinni í mán-
uði með alla fjölskylduna (miðar og
meðlæti). Þessi fasta upphæð hjálp-
aði verulega til við að greiða upp lán-
ið, höfuðstóllinn lækkaði jafnt og
þétt og að lokum greiddum við upp
allt lánið. Síðan réðumst við á næsta
lán á sama hátt, nema innborgunin
mánaðarlega var nú orðin hærri.
Grunnurinn var bíó-fyrir-alla upp-
hæðin, við hana bættist upphæðin
sem við vorum að greiða mánaðar-
lega af fyrsta láninu þegar við byrj-
uðum að borga það niður. Við erum
nú búin að borga niður lán númer
tvö og erum byrjuð á þriðja láninu –
húsnæðisláni. Innborgunin mán-
aðarlega samanstendur nú af bíó-
upphæðinni og reglulegu afborgun-
unum af lánum númer eitt og tvö
(sem við erum búin að borga upp).
Þessi aðferð hefur gert okkur kleift
að lækka og losa okkur við lán jafnt
og þétt án þess að þurfa að fórna of
miklu.
Við getum haft áhrif á fjárhags-
stöðu okkar sama hvar við stöndum
og þar með heilsu okkar.
Njótum ferðalagsins!
Heilsa og peningar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Morgunumferð Lífið er ferðalag en ákvörðunarstaðurinn ókunnur.
Njóttu ferðlagsins
Guðjón Svansson
gudjon@njottuferdalagsins.is
Guðjón Svansson er Íslendingur,
ferðalangur, eiginmaður, fjögurra
stráka faðir, rithöfundur, fyrirles-
ari, ráðgjafi, þjálfari, mentor og
nemandi sem heldur úti bloggsíð-
unni njottuferdalagsins.is
Katrín Lilja Kolbeinsdóttir
katrinlilja1988@gmail.com
Anna Lind Björnsdóttir og Pálína Ósk Hraundaleru báðar ferðamálafræðingar að mennt ogmiklir náttúruunnendur. Þær eru búsettar íNoregi þar sem þær njóta þess að vera í návígi
við hina ægifögru náttúru Noregs og settu sér það mark-
mið að gista eina nótt í mánuði úti í náttúrunni. Að sögn
Önnu Lindar og Pálínu Óskar var það sama ástæðan sem
olli því að þær völdu báðar að mennta sig í ferðamálafræði.
Jákvæður lífsstíll
„Við vildum báðar dýpka þekkingu okkar í kringum
útilíf og taka virkan þátt í því, sem við höfum gert alla tíð
síðan. Ástríða okkar í daglegu lífi er útilíf og hvernig við
getum notað það betur í hversdagsleikanum með fjöl-
skyldunni. Við teljum okkur vera búnar að afla okkur
þeirrar kunnáttu og þekkingar sem þarf til að geta miðlað
af reynslu okkar til annarra,“ segja stöllurnar og halda
áfram.
„Við höfum farið í allskonar útivistarferðir, eldað
stundum kvöldmatinn utandyra, farið í gönguferðir með
vinum og vandamönnum og annað slíkt. Útivist er svo of-
boðslega skemmtileg og hefur haft bæði góð og jákvæð
áhrif á líf okkar beggja svo við teljum að fólk ætti að nota
þessar aðferðir og þennan lífsstíl mun meira en það
kannski gerir.“
En hvers vegna völdu þær stöllur að flytja til Nor-
egs? „Við höfðum báðar átt þann draum að flytja til Nor-
egs vegna þess hver sterk útivistarmenning er þar, og svo
auðvitað vegna náttúrunnar. Þannig að úr varð að við
skráðum okkur báðar í meistaranám í náttúrutengdri
ferðaþjónustu.“
Algjört draumaland
Þeim Önnu Lind og Pálínu Ósk líður vel í Noregi.
„Þetta er land er algjört draumaland fyrir útivistarunn-
endur og svo auðvitað náum við Íslendingar mjög vel sam-
an við frændur okkar hér í Noregi.“ Talið berst svo að
áskorun sem að Anna Lind og Pálína Ósk settu sér fyrir
árið 2018, að gista eina nótt í mánuði úti í náttúrunni
„Það er algengt í Noregi að fólk geri þetta og okkur
fannst þetta dálítið skemmtilegt. Að prófa að sofa í tjaldi,
hengirúmi eða bara undir berum himni. Við höfum sofið
úti í allskonar hitastigi, allt frá -20 stiga frosti í tjaldi og
upp í 20 stiga hita í hengirúmi.
Þær Anna Lind og Pálína Ósk segjast báðar finna
fyrir jákvæðum áhrifum þess að eyða tíma úti í náttúr-
unni. „Samverustundirnar með vinum og fjölskyldu verða
allt öðruvísi úti í náttúrunni. Það er ekki þessi endalausa
truflun frá sjónvarpi og snjallsímum og svo er þetta bara
svo dýrmætur tími sem við höfum varið saman í þessu sem
verður ótrúlega gefandi og góðar minningar þegar fram
líða stundir. Svo má auðvitað ekki gleyma því að útinætur
eru algjör vítamínhleðsla! Við komum alltaf endurnærðar
til baka eftir þessar ferðir.“ Spurðar hvort þetta sé eitt-
hvað sem þeim finnist að Íslendingar mættu tileinka sér
meira stendur ekki á svari. „Ekki spurning! Útivist þarf
ekki að vera flókin og við teljum að Íslendingar geti til-
einkað sér meira útivist í formi samverustunda með vinum
og fjölskyldu í daglegu lífi. Fyrsta og erfiðasta skrefið er
alltaf yfir þröskuldinn heima!“
Á toppi Noregs
Anna Lind og Pálína Ósk hafa ekki aðeins gist eina
nótt á mánuði úti við alls kyns aðstæður. Á dögunum
skelltu þær sér í fjallgöngu þar sem þær klifu hæsta fjall
Noregs.
„Það hefur verið á óskalistanum lengi, við erum bún-
ar að vera á leiðinni í þessa göngu í mörg ár. Síðan
ákváðum við loksins að fara og fagna afmæli Önnu Lindar
á toppi Noregs. Það var algjör draumaganga. Gangan
gekk vel þó að aðstæður hafi verið krefjandi á köflum
vegna mikillar snjókomu nóttina áður. Snjórinn byrjaði
svo að bráðna og því var erfið færð sökum hálku. En þetta
var algjört ævintýri engu að síður, sem mun seint gleym-
ast.“
Þær segjast hvergi nærri hættar. „Við munum halda
áfram með útinótt í hverjum mánuði. Nú svo verðum við
með bál-hittinga með vinum og fjölskyldu þar sem við
kveikjum bál og skemmtum okkur. Svo erum við einnig að
fara af stað með sameiginlegt verkefni til þess að stuðla að
og gefa fólki hugmyndir að fleiru sem hægt er að gera með
fjölskyldunni úti í náttúrunni, bæði hér í Noregi og heima
á Íslandi,“ segja Anna Lind og Pálína Ósk að lokum.
Útilíf er ástríða okkar
Stöllurnar Anna Lind Björnsdóttir og
Pálína Ósk Hraundal una sér vel á fjöll-
um. Þær hafa lagt stund á náttúrutengda
ferðaþjónustu og hafa það markmið að
sofa úti minnst eina nótt í mánuði.
Tjaldbúar Pálína Ósk Hraundal og Anna Lind, nær,
hér í útilegu. Þær sofa úti minnst eina nótt í mánuði.
„Við viljum virkja fólk til þátttöku
enda er hreyfing öllum mikilvæg. Við
segjum stundum að þessar göngur
hafi tvíþætt inntak; annars vegar sam-
veru, vináttu og vellíðan og svo að fólk
kynnist umhverfi sínu, náttúru og
sögu,“ segir Ólöf Kristín Sívertsen hjá
Ferðafélagi Íslands. Hún er verkefnis-
stjóri í svonefndum Lýðheilsugöngum
félagsins sem hefjast nú í vikunni og
verða alla miðvikudaga í september kl.
18.00. Þetta eru fjölskylduvænar
göngur sem taka um það bil 60-90
mínútur og er tilgangur þeirra að
hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í
góðum félagsskap og bæta þar með
heilsu sína og lífsgæði. Lýðheilsu-
göngurnar ná til hátt í 40 sveitarfé-
laga þar sem deildir FÍ, íþróttafélög,
gönguhópar, áhugasamir einstakl-
ingar og fleiri eru virkjaðir til þátttöku.
Í Reykjavík verður bæði gengið um
Elliðaárdal og Laugardal og góð úti-
vistarsvæði þar í kring. „Eitt af mörgu
ánægjulegu í tengslum við lýðheilsu-
göngurnar er að í fyrra kom með okkur
fólk sem þá komst á bragðið og hefur
nú gert hreyfingu að reglulegum þætti
í sínu daglega lífi,“ segir Ólöf.
Nánari upplýsingar um göngustaði
og -leiðir má nálgast á heimasíða
Ferðafélags Íslands, www.fi.is
Lýðheilsuverkefni Ferðafélags Íslands hefst í vikunni
Hreyfing og meiri lífsgæði
Morgunblaðið/Eggert
Göngufólk Ólöf Sívertsen með sínu fólki í Lýðheilsuverkefni FÍ á sl. ári.