Morgunblaðið - 03.09.2018, Page 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2018
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Fyrirtæki og stofnanir þurfa að vera
vakandi fyrir þeirri þróun sem er að
eiga sér stað í viðhorfum og þörfum
almennings. „Þannig eru þau betur í
stakk búin til að skaffa þá þjónustu
og vörur sem almenning mun van-
haga um og geta náð betur til fólks í
gegnum mark-
aðsstarf sitt,“
segir David Matt-
in forstöðumaður
alþjóðasviðs hjá
félaginu Trend-
Watching sem
þekkt er fyrir að
gefa út vandaðar
framtíðarspár.
David verður
aðalfyrirlesari á
ráðstefnunni Innsýn í framtíðina
sem Gallup heldur í Hörpu 11. sept-
ember næstkomandi.
Breytingar skapa ugg
Í erindi sínu mun David kafa ofan í
nokkra meginstrauma sem líklegt
má telja að muni móta komandi ár:
„Meðal þess sem verður að skoða eru
þær vaxandi áhyggjur sem fólk hef-
ur af hvað framtíðin mun bera í
skauti sér. Þessar áhyggjur spanna
allt frá breytingum á vinnumarkaði
vegna nýrrar tækni, s.s. gervigreind-
ar, yfir í hækkandi fasteignaverð og
vaxandi misskiptingu auðs. Fólk
bæði óttast um eigin kjör, lífsgæði og
atvinnuhorfur, en hefur líka áhyggj-
ur af hvernig aðstæður börnin þeirra
munu þurfa að búa við þegar fram í
sækir,“ útskýrir David. „Á sama
tíma virðist sem dragi úr trausti á
getu stjórnvalda til að bregðast við
þessum vandamálum. Það sem hinn
almenni borgari vill hvað helst við
þessar kringumstæður er að vera
„framtíðarvarinn“ (e. future proo-
fed) svo hann þurfi ekki að hafa
áhyggjur af því sem koma skal.“
Í þessari þróun eru fólgin verð-
mæt tækifæri og nefnir David
hvernig kínversk stjórnvöld hafa t.d.
markað þá stefnu að mennta ungt
fólk á sviði gervigreindartækni, eða
hvernig netverslunarrisinn Amazon
býður núna starfsfólki sínu sem
vinnur í vöruhúsum og við dreifingu
að sækja námskeið sem eiga að und-
irbúa það fyrir störf framtíðarinnar.
„Í tilviki Íslands kallar þessi þróun
m.a. á að skoða hver sérstaða lands-
ins er og hvernig atvinnulífið er búið
undir komandi breytingar.“
Hafi gætur á gervigreindinni
Annað atriði sem David vill gefa
sérstakan gaum er áhrif gervi-
greindar á starfsemi fyrirtækja og
þróun samfélagsins. Hann segir
tæknina skapa mikil tækifæri, og
ómæld verðmæti en reynslan undaf-
arin misseri hafi sýnt okkur að gervi-
greind og snjallt algrím geti líka ver-
ið mjög vandmeðfarið. „Við stefnum
í þá átt að tölvuforrit munu stýra
heiminum í æ meira mæli og taka nú
þegar ákvarðanir sem hafa áhrif á líf
milljarða manna. Vandinn er sá að
forritin eru ekki gallalaus og þau
geta gert mistök eða haft veika
bletti, alveg eins og mannfólkið.“
David nefnir sem dæmi að það hafi
komið í ljós að atvinnuleitarhugbún-
aður Google átti það til að mismuna,
gegn konum, þegar kom að því að
manna hálaunastörf. Facebook hef-
ur líka verið gagnrýnt fyrir það
hvernig forritið sem stýrir sam-
félagsmiðlinum getur aukið út-
breiðslu falsfrétta og hræðsluáróð-
urs. „Facebook hefur reynt að bæta
úr þessu með nýjum hugbúnaði sem
þeir kalla Fairness Flow og með því
vill fyrirtækið með markvissum
hætti koma í veg fyrir óæskilega
hlutdrægni.“
Þessi þróun snertir allt atvinnu-
lífið og segir David að fyrirtæki og
stofnanir getu m.a.vænst þess að al-
menningur vilji fá vissu um að sú
tækni sem þeir komast í snertingu
við sé ekki að taka ákvarðanir sem
litast af hlutdrægni. „Jafnvel bara
orðalag í snjallsímaforritum og á vef-
síðum þarf að vera nægilega hlut-
laust, að ekki sé talað um hugbún-
aðinn sem notaður er á bak við
tjöldin.“
Vaxandi áhyggjur
einkenna framtíðina
AFP
Rót Svo miklar breytingar kunna að vera í vændum að margir gætu átt erf-
itt með að aðlagast. Róbotinn Sophia ávarpar gesti á ráðsefnu í Hong Kong.
Spár benda til að huga þurfi að óróleika almennings vegna ýmissa breytinga
David Mattin
3. september 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 106.86 107.38 107.12
Sterlingspund 138.92 139.6 139.26
Kanadadalur 82.09 82.57 82.33
Dönsk króna 16.703 16.801 16.752
Norsk króna 12.808 12.884 12.846
Sænsk króna 11.711 11.779 11.745
Svissn. franki 110.51 111.13 110.82
Japanskt jen 0.9643 0.9699 0.9671
SDR 149.67 150.57 150.12
Evra 124.55 125.25 124.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.4162
Hrávöruverð
Gull 1206.85 ($/únsa)
Ál 2126.0 ($/tonn) LME
Hráolía 77.53 ($/fatið) Brent
● Hluthafa-
fundur Eimskipa-
félags Íslands
verður haldinn 6.
september
næstkomandi og
hafa fimm boðið
sig fram til að
sitja í stjórn fé-
lagsins, en tveir
vilja sitja í vara-
stjórn. Í tilkynn-
ingu sem félagið sendi frá sér á laug-
ardag segir að sjálfkjörið sé í
stjórnina.
Frambjóðendur til setu í stjórn eru
Baldvin Þorsteinsson, Guðrún Ó.
Blöndal, Hrund Rudolfsdóttir, Lárus L.
Blöndal og Víglundur Þorsteinsson.
Til setu í varastjórn bjóða sig fram
Jóhanna á Bergi og Philip G. Quinlan.
Úr stjórninni víkja því Richard Win-
ston Mark d’Abo sem í dag er stjórn-
arformaður, og Marc Jason Smernoff
sem setið hefur í varastjórn.
ai@mbl.is
Sjálfkjörið í stjórn
Eimskipafélagsins
● Á föstudag
mældist mánaðar-
lækkun MSCI EM-
vísitölunar 2,2%
og var ágústmán-
uður sá fimmti í
röðinni sem vísital-
an hefur verið á
niðurleið. MSCI EM
vaktar gengi gjald-
miðla nýmarkaðs-
landa og segir Blo-
omberg að vísi-
talan hafi ekki lækkað í jafn marga
mánuði samfellt síðan árið 2015.
Meðal þeirra gjaldmiðla sem hafa
dregið vísitöluna niður eru tyrkneska
líran, sem þó styrktist lítillega á föstu-
dag eftir að tyrknesk stjórnvöld sögð-
ust ætla að lækka skatta á vexti
bankareikninga í innlendri mynt, en
hækka skatta á vexti reikninga í er-
lendum gjaldeyri. Þrátt fyrir styrk-
inguna á föstudaginn veiktist gengi lír-
unnar um hartnær 25% í ágústmánuði.
Suður-Afríska randið veiktist einnig
og átti raunar versta ágústmánuð sög-
unnar. Indónesíska rúpían lækkaði
sömuleiðis og hefur ekki verið lægri
síðan 1998 þegar asíska fjármála-
kreppan reið yfir. Indverska rúpían var
líka á niðurleið í ágúst, og hefur ekki
veikst eins mikið á einum mánuði síð-
an 2015. Argentínski pesóinn átti
sömuleiðis afleitan mánuð og lækkaði
um 29% gagnvart bandaríkjadal í
ágúst. ai@mbl.is
Gjaldmiðlar nýmarkaðs-
landa á niðurleið
Tap Við gjaldmiðla-
sölu í Buenos Aires.
STUTT
AFP
Harka Donald Trump forseti.
Trump segir NAFTA geta verið án Kanada
„Það er ekki pólitísk nauðsyn að
Kanada verði hluti af nýjum
NAFTA-samningi. Ef við getum
ekki gert samning sem er sann-
gjarn fyrir Bandaríkin, eftir
marga áratugi af slæmri meðferð,
þá verður Kanada ekki með.“
Þannig hljóðaði tíst sem Donald
Trump Bandaríkjaforseti sendi frá
sér á laugardag. Forsetinn bætti
því við að þingið ætti ekki að
skipta sér af samningaviðræð-
unum ella myndi hann slíta
NAFTA-samstarfinu eins og það
leggur sig.
Eftir að viðræður við Kanada
um breytingar á NAFTA-samn-
ingnum runnu út í sandinn á
föstudag upplýsti Trump þingið
um að hann hygðist skrifa undir
tvíhliða samning milli Bandaríkj-
anna og Mexíkó. Að sögn Reuters
hafa þingmenn varað við að erfið-
lega muni ganga að koma samn-
ingnum við Mexíkó í gegnum
þingið nema Kanada eigi líka að
honum aðild. ai@mbl.is
Varar þingið við að þvælast fyrir
STUTT