Morgunblaðið - 03.09.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.09.2018, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það vakti at-hygli fyrirhelgi, þegar fregnir bárust af því frá Úkraínu, að helsti leiðtogi uppreisnar- manna í austurhluta landsins, Alexander Zakharchenko, hefði látið lífið í dularfullri spreng- ingu á kaffihúsi í Donetsk, óop- inberri höfuðborg uppreisnar- manna. Zakharchenko vildi helst að hann væri kallaður for- seti uppreisnarhéraðanna og sagði oftar en einu sinni að markmið sitt væri einfaldlega að koma á fót nýju ríki. Það fer hins vegar tvennum sögum af því hvort allir í hópi uppreisn- armanna hafi verið tilbúnir til þess að fallast á yfirráð hans. Uppreisnarmenn og Rússar bentu fljótt á stjórnvöld í Kænugarði sem helsta söku- dólginn í morðinu á Zakharc- henko en fulltrúar stjórnvalda neituðu því og sögðu líklegra að einhver andstæðingur hans meðal uppreisnarmanna eða jafnvel Rússar sjálfir hefðu staðið að baki banatilræðinu. Kenningin um Rússa er lang- sótt en að aðrir uppreisn- armenn hafi staðið fyrir sprengingunni er það ekki endilega. Hvort sem uppreisnarmenn eða stjórnvöld hafa rétt fyrir sér er hins vegar athyglisvert að Zakharchenko er ekki fyrsti leiðtogi uppreisnarmanna sem deyr í dularfullri sprengingu. Þann- ig létust tveir af helstu leiðtogum þeirra með stuttu millibili sitt hvorum megin við áramótin 2016 og 2017, auk þess sem Oleg Anashchenko, sjálfskipaður „ríkislög- reglustjóri“ uppreisnarmanna, lést í bílsprengingu í fyrra. Enn hefur ekki verið leitt í ljós hverjir stóðu þar að baki. Hitt er síðan enn óljósara hvaða áhrif þetta muni hafa á Úkraínudeiluna sem nú hefur staðið yfir í um fjögur ár og kostað meira en 10.000 manns lífið. Þó að vopnahlé hafi átt að heita í gildi á síðustu árum hef- ur því lítt verið fylgt eftir. Báð- ir aðilar hafa brotið það á hverj- um degi í marga mánuði. Ítalir tóku í upphafi ársins við formennsku í ráðstefnunni um öryggi og samvinnu í Evr- ópu, RÖSE. Enzo Moavero Milanesi, utanríkisráðherra þeirra, sagði fyrir helgi að eitt af forgangsverkefnum Ítala í því hlutverki væri að koma Úkraínudeilunni aftur á frið- arsporið og að það ylti meðal annars á því að báðir aðilar öxl- uðu ábyrgð á stöðunni og virtu vopnahléið. Þessi nýju tíðindi af því að leiðtogi uppreisnar- manna hafi fallið benda ein- dregið til þess að enn sé þess langt að bíða að friður náist í Úkraínu. Uppreisnarmenn falla einn af öðrum}Athyglin aftur á Úkraínu Ögmundur Jón-asson skrifaði eftirtektarverða grein í sunnudags- blaðið. Þar nefnir hann að meðan hann átti sæti í framkvæmdastjórn Ríkis- útvarpsins kynnti hann opin- berlega hugmyndir um hvernig nýta mætti þær miklu lóðir sem sú stofnun hafði fengið úthlutað í samræmi við byggingaþörf. Tæknin leiddi hins vegar til þess að sú þörf var ekki lengur til staðar. Ríkisútvarpinu var þá heimilað að „braska“ með lóðirnar. Slíkt leiðir undan- tekningarlaust til þess að „braskarinn“ þrýstir nýtingar- hlutfalli lóðanna upp úr öllu valdi. Og það hefur gerst þarna eins og Ögmundur bendir á: „Útvarpshúsið er nú að hverfa að baki Kínamúrum blokkar- bygginga og allt svæðið orðið malbikað út í eitt.“ Meginreglan var sú að þeir sem ekki þurftu þær lóðir sem þeir fengu úthlutað skiluðu þeim gegn endurgreiðslu gatnagerðargjalda og þess háttar. En brask í slíkum stíl er óþekkt. En Ögmundur bendir á annað þessu til viðbótar sem hefur farið fram hjá flestum þótt það sé ofan í andlit- inu á þúsundum manna daglega: „En þetta er ekk- ert einsdæmi, sams konar malbikunarvélar eru að verki á Austurvelli þessa dag- ana. Og það í orðsins fyllstu merkingu. Það er nefnilega í al- vöru byrjað að malbika inn á Austurvöll, inn í sjálft hjarta borgarinnar. Þarna, af öllum stöðum, á að rísa enn eitt hót- elið með tilheyrandi malbiki undir rútur og leigubíla og enn meiri umferð. Ég hef ekki hitt einn einasta mann sem er þessu hliðhollur. Vel að merkja þá hef ég ekki rætt við fjárfestana. Hef hins vegar lesið andmæli gegn áformum þeirra um að malbika og byggja yfir gamla kirkjugarðinn, sem veit að Aðalstræti.“ Á þessum vettvangi hefur verið rætt um stefnu- og stjórn- leysi borgarinnar á mörgum sviðum. Og nú kemur þetta. Sömu yfirvöld eru komin lang- leiðina með að gera gamla bæ- inn í Reykjavík óþekkjanlegan, kaldan og snauðan af því sem einkennir lífsfyllingu og mildi. Ögmundur Jónasson rekur horn sín í og það ekki að ástæðu- lausu} Hvernig stendur á þessu? A thugasemdakerfi fjölmiðla og samfélagsmiðla eru um margt bráðskemmtileg fyrirbæri. Þau hafa að nokkru leyst af hólmi þjóðarsálina sem árum saman var eitt vinsælasta útvarpsefni landsins. Þangað hringdi almenningur, hlustendur rás- ar 2, með athugasemdir sínar á mönnum og málefnum og allt var þetta hin besta skemmtun, framan af að minnsta kosti. Innhringjendur lágu hreint ekki á skoð- unum sínum en svívirðingum og persónuníði var þó stillt í hóf. Færi svo að einhver hras- aði á svellinu í orðavali sínu var hann beðinn um að velja skoðunum sínum vandaðri fram- setningu en skoðanaskiptin voru vægast sagt lífleg áfram. Í dag er vissulega innhringitími á ein- hverjum ljósvakamiðlunum en almenningur getur einn- ig komið skoðunum sínum á framfæri í athugasemda- kerfum net- og samfélagsmiðlana. Þar má segja að ríki nokkurs konar stríðsástand. Svívirðingarnar sem lesa má um menn, stofnanir og fyrirtæki eru slíkar að jafn- vel orðhvatasta fólk sýpur hveljur. Opinberar persónur svo sem forstjórar, skólastjórar, prestar, listamenn, að við tölum nú ekki um stjórnmálamenn mega upplifa það ítrekað að vera kallaðir fávitar, geðsjúklingar, fífl, afæt- ur, heimskingjar, þjófar og skítseiði. Þetta þykir í dag bara ekkert tiltökumál. Daglega sjáum við slíka orð- ræðu á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum fjöl- miðlana. Daglega sjá börn okkar og óharnaðir ungling- ar fullorðið fólk tala saman í fjölmiðlum með þessum hætti. Ástæðan virðist sú að ritari er við- komandi ósammála um einhverja hluti. Ekki batnar nú ástandið þegar lesendur fara að ræða málin sín á milli í fjölmiðlum. Um helgina mátti t.d. lesa á visi.is umræðu við frétt um ólögleg eiturlyf og notkun þeirra. Einn ritari sagði mikilvægt að leyfa ekki eit- urlyf á meðan annar sem var ósammála við- komandi bað hann um að „hætta að tala með rassgatinu“ því viðkomandi vissi betur „en það kjaftæði sem hann hefði verið að æla út úr sér alls staðar“. Þriðji viðmælandinn bað fólk um að gæta kurteisi á meðan sá fjórði kvað upphafsmann umræðunnar vera „heila- dauðan“. Nú er ég ekkert endilega orðvarasta mannveran á svæðinu en ég er samt ekki viss um að þessi umræðuaðferð sé að gera okkur neitt gott. Ég velti aðeins fyrir mér hvort við ættum að fá þá Ævar Kjartansson og Stefán Jón Haf- stein, sem einmitt voru umsjónarmenn þjóðarsálar rás- ar 2 hér í árdaga, til að setja okkur einhverjar örlitlar siðareglur á athugasemdakerfum vef- og samfélags- miðlanna, þó að ég viti fullvel að það er ekkert hægt. Ég er kannski meira að óska eftir smá umræðu því um leið og það er mikið fagnaðarefni að sjá marga taka þátt í þjóðfélagsumræðu komumst við svo ósköp stutt í þess- um svívirðinga- og níðingshætti. Þá koðna öll blæbrigði umræðunnar niður. Helga Vala Helgadóttir Pistill Þjóðarsálin Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Væntingar eru um að á haust-þingi verði lagt framstjórnarfrumvarp semleysi úr álitamálum tengd- um tilgreindri séreign vegna hækk- unar á mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði, sem kveðið var á um í kjarasamningi Alþýðusambands Ís- lands og Samtaka atvinnulífsins árið 2016. Tilgangurinn með aðgerðinni var að jafna stöðu almenna og opin- bera markaðarins. Á síðasta ári varð um það ágreiningur og óvissa hvort hægt væri að leggja hina tilgreindu séreign inn í annan sjóð en þann sem tæki við skyldugreiðslum. Fjármála- eftirlitið gaf að lokum út þau tilmæli að sjóðfélagar sem ráðstöfuðu hluta í séreignarsjóð réðu því sjálfir í hvaða sjóð það yrði. Byggist á málamiðlunartillögu Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að viðræður hafi átt sér stað við fjármálaráðherra um málamiðlunar- tillögu sem ASÍ og SA lögðu fram seint á síðasta ári. Fundir hafi átt sér stað í desember og janúar en stjórn- arslit á síðasta ári töfðu málið. Tillagan felur í sér í sér að sjóð- félögum verði heimilt að flytja til- greindan séreignarsparnað frá skyldutryggingarsjóði til annars vörsluaðila sem býður upp á til- greinda séreignarsparnaðarleið og öfugt. Við flutning tilgreindrar sér- eignar verður þeim sjóði sem sér um innheimtuna heimilt að taka gjald sem samsvari kostnaði við inn- heimtuna og flutninginn. Óheimilt er að heimta slíkt gjald í dag og því þarf til lagabreytingu. „Það var uppi ágreiningur milli okkar og Fjármálaeftirlitsins um túlkun á þessu ákvæði kjarasamn- ingana. Það leiddi til þess að okkar mat var að breyta þyrfti lögunum til að koma þessu á hreint,“ segir hann. „Við áttum fundi með Bjarna Bene- diktssyni í desember og janúar um þetta. Honum leist vel á þessa mála- miðlunartillögu. Það lá ljóst fyrir vegna sveitarstjórnarkosninga að ekki yrði hægt að klára þetta fyrir sumarleyfi sem við virtum. Það hefur verið rætt hvaða lagaákvæðum þyrfti að breyta og við höfum væntingar til þess að það verði til frumvarp á haustþinginu og þessum málum verði komið í þannig farveg að vel megi við una,“ segir Gylfi og nefnir að sam- kvæmt málamiðlunartillögunni muni launþegar áfram hafa frjálst val um sjóði, þeir geti valið sér vörsluaðila. Hann segir eðlilegt að þeir sjóðir sem innheimti iðgjöld standi ekki einir undir kostnaði við innheimtuna, held- ur verði kostnaðnum deilt. „Í lögunum stendur að það megi ekki rukka fyrir það og að þetta sé mönnum að kostnaðarlausu. En þetta er engum að kostnaðarlausu, allir sjóðsfélagar taka þátt í því að reka innheimtudeild og það er eðlilegt að menn greiði eðlilegt afgjald. Það eru t.d. mjög skýr ákvæði um það að þeg- ar lífeyrissjóður tekur að sér að inn- heimta greiðslur í sjúkrasjóð eða or- lofssjóð, þá borgar viðkomandi sjóður fyrir það í formi innheimtu- gjalds. Þar er verið að deila kostnaði en það má ekki vera með álagningu,“ segir Gylfi. „Ef valið leiðir á endanum til þess að félagsmenn mínir tapi á því þá getum við ekki forsvarað það að viðhalda valinu. Þá ræðum við við Alþingi og ríkisstjórn um hvort við getum breytt lögunum þannig að þetta gangi upp. Í því felst málamiðlunar- tillagan,“ segir hann. Vænta frumvarps um tilgreinda séreign Síðasti áfangi af þremur í hækk- un mótframlags vinnuveitenda í lífeyrissjóð tók gildi 1. júlí sl., hækkun um 1,5%. Frá árinu 2016 hefur mótframlagið hækk- að úr 10%, en að meðtöldu ið- gjaldi launþega, 4%, er fram- lagið 15,5%. Hækkunina, þ.e.a.s. allt umfram 12%, geta sjóðfélagar valið um að setja í samtryggingu eða í tilgreinda séreign. Hinn sérstaki hluti, þ.e. frá 12% til 15,5%, skiptir einnig máli fyrir örorkulífeyri, en líf- eyrisréttindi til 65 ára aldurs eru reiknuð eftir því hve mikið viðkomandi hefði að óbreyttu greitt í lífeyrissjóð á starfsævi. Nýtur við- komandi enda rétt- inda í hlutfalli við það sem hann greiðir af hækkuninni í samtryggingu eða séreign. Tilgreind séreign HÆKKUN Á MÓTFRAMLAGI Gylfi Arnbjörnsson Morgunblaðið/Golli Starfsemi Lagt er til að sjóðfélögum verði heimilt að flytja tilgreindan séreignarsparnað frá skyldutryggingarsjóði til annars vörsluaðila.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.