Morgunblaðið - 03.09.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.09.2018, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2018 Hvaleyrarlón Útsýnið frá golfvellinum í Hafnarfirði er fallegt og þar ber margt fyrir augu þegar horft er yfir Hvaleyrarlón, heilmikið fuglalíf og skemmtileg speglun. Eggert Raforkusala til Evr- ópu um sæstreng er hreint ekki ný hug- mynd. Hún er að verða eða orðin 30 ára gömul. Var m.a. til skoðunar í iðnaðarráðuneytinu þegar ég tók þar við árið 1993. Meira að segja hafði þá gefið sig fram kaupandi – þó heldur varasamur – í Bretlandi sem hafði hug á að nota raforku frá Íslandi til götulýsingar á dimmasta tíma ársins. Skoðun máls- ins lauk á minni tíð. Frá lagningu sæstrengsins var alfarið horfið. Ástæðurnar voru einkum og sér í lagi þessar: 1) Mjög mikill kostnaður var tal- inn verða við lagningu strengsins. Langt umfram getu íslensku þjóð- arinnar. 2) Svo langur jarðstrengur hafði aldrei verið lagður og meira en vafa- samt að þáverandi tækni fengi við það ráðið. 3) Virðisauki af orkusölunni yrði ekki til staðar á Íslandi, eins og ver- ið hefur, heldur í landi kaupanda. 4) Orkutap yrði feikilega mikið á hinni löngu leið og kæmi það fram sem tekjutap við hlið kostnaðar við lagningu strengsins. 5) Raforkuverð á Íslandi myndi gerbreytast í samræmi við reglur hins evr- ópska markaðar. Raf- orkuverð til almenn- ings myndi þannig hækka til mikilla muna. Fordæmið: Reynsla Norðmanna. Fátt hefur breyst Aðeins fátt eitt getur hafa breyst frá þessum niðurstöðum. Vissulega má vera að tækninni hafi fleygt svo fram að lagning svona sæstrengs svo langa leið sé orðin tæknilega möguleg. Einnig virðist líklegra nú en þá að útlendir fjárfestar fengjust til þess að kosta línulögnina, sem nú mun talin kosta 800 þúsund milljónir króna. Varla gera þeir það nú ókeypis. Hver skyldi orkusending- arkostnaðurinn verða um þá feiki- dýru sjólínu – og hver á að borga sendingarkostnaðinn annar en send- andinn? Allt annað stendur óhagg- að. Líka áhrifin af því að tengjast evrópskum orkumarkaði. Óhjá- kvæmilegt yrði að hækka orkuverð til almennings á Íslandi til samræm- is við Evrópumarkaðinn. Þannig virkar hinn sameiginlegi markaður eðlilega. Þannig myndi hann einnig virka – en í öfuga átt – ef Evrópu- markaður yrði opnaður fyrir fram- leiðsluvörur landbúnaðarins. Nema að þar myndu íslenskir neytendur hagnast um 30% – eða sérhver fjöl- skylda um tugi þúsunda króna á hverju einasta ári. Það vill víst eng- inn. En að kostnaðurinn vegna raf- orkusölu hækki orkuverðið til al- mennings um svipaðar fjárhæðir? Þeir, sem vilja, vilja víst ekki við- urkenna. Hvað myndi breytast? En hvað annað myndi breytast? M.a. það að framleiðendur orku munu geta sett upp hærra verð fyrir orkusölu sína til fyrirtækja og stofn- ana á evrópskum markaði en þeir gera hér. Myndu þessi íslensku fyrirtæki þá ekki hagnast sem því nemur? Jú, auðvitað. En jafnvel hörðustu stuðningsmenn sæstrengs voga sér ekki að halda því fram að sá ágóði orkusalanna yrði notaður til þess að greiða niður raforku til al- mennings þannig að engin hætta væri á því að það orkuverð myndi hækka. Enda væri slíkt ekki leyfi- legt samkvæmt reglum hins evr- ópska orkumarkaðar! Þeir segja einfaldlega að ríkið gæti hafið nið- urgreiðslu á orkureikningi heim- ilanna – og láta í það skína að aukn- ar orkusölutekjur orkusölu- fyrirtækja í ríkiseigu myndu standa undir kostnaði við slíka niður- greiðslu. En eru ekki sömu aðilar að gera því skóna að stærsta orkusölu- fyrirtækið, Landsvirkjun; verði einkavætt og er sá boðskapur ekki talsvert hávær? Myndu þá kaupend- urnir, íslenskir eða útlendir, vera sáttir við að ágóði þeirra yrði not- aður til þess að lækka orkuverðið til Jóns og Sigríðar? Eftirlitsstofnun með Evrópumarkaði Þriðja orkutilskipun ESB, sem nú er rædd af kappi hér á Íslandi og sýnist sitt hverjum, fjallar um sam- ræmt eftirlit með orkusölu og orku- flutningi á hinu evrópska markaðs- svæði. Nokkurs konar evrópsk Orkustofnun sem sinnir því að markaðsreglunum sé alls staðar fylgt og hefur heimild til inngrips ef svo er ekki. Mjög eðlilegt eftirlit með sameiginlegum orkumarkaði. Tilskipunin kemur okkur Íslend- ingum nákvæmlega ekkert við – svo lengi sem við ekki erum á hinum evrópska orkumarkaði. Það munum við ekki verða nema við föllumst á að lagður verði sæstrengur þar sem íslensk orka yrði seld til Evrópu og við gengjum þar með til liðs við hinn evrópska markað. Að mínu viti er það enn ein röksemdin til viðbótar við allar hinar um að slíkur sæ- strengur verði ekki lagður. Stöndum utan við Við Íslendingar höfum – öfugt við Norðmenn sem eru aðilar að hinum sameiginlega evrópska orkumarkaði – nákvæmlega enga þörf fyrir hinn þriðja evrópska orkupakka. Þar sem við erum ekki aðilar að umræddum markaði getum við með þeim rök- stuðningi vísað innleiðingu orku- pakkans frá okkur án þess að það gæti haft nein áhrif á okkar stöðu – og erum við þar einnig með allt aðra stöðu en Norðmenn. Ásakanir um að þessi orkupakki neyði okkur til lagningar sæstrengs eða sé fyrsta skrefið í átt til þess að ESB leggi undir sig íslenskar orkulindir eiga sér enga stoð í veruleikanum. Þær eru hreinn tilbúningur. En andmæl- endur þurfa ekki að búa sér til svona falsrök. Rökin gegn innleiðingu orkupakkans, sem höggvin eru í stein og rakin hafa verið hér, eru nægileg til þess að við stöndum á rétti okkar sem skapast af því að við stöndum utan evrópsks orkumark- aðar. En þeir sem vilja gangast und- ir þann markað og þá í hagnaðar- skyni verða líka að horfast í augu við um hvað þeir eru að biðja. En þeir um það! Eftir Sighvat Björgvinsson »Myndu þá kaupend- urnir, íslenskir eða útlendir, vera sáttir við að ágóði þeirra yrði notaður til þess að lækka orkuverðið til Jóns og Sigríðar? Sighvatur Björgvinsson Höfundur er fyrrv. iðnaðarráðherra. Ísland og orkupakkinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.