Morgunblaðið - 03.09.2018, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2018
✝ Sigþór Björg-vin Sigurðsson
fæddist í Reykjavík
15. mars 1938.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 23. ágúst 2018.
Hann var sonur
hjónanna Maríu
Þórðardóttur og
Sigurðar Eyjólfs-
sonar. María átti
fyrir börnin Nönnu,
Má, Óskar og Helgu, Sigurður
átti fyrir synina Berg, Eyjólf,
Einar, Braga, Baldur og Skúla.
Þau eru öll látin. Albróðir Sig-
þórs er Gylfi Kristinn Sigurðsson.
Sigþór ólst upp á Fálkagötu 34
í Reykjavík og hóf þar síðar sinn
búskap. Hann kvæntist Þóru
Björnsdóttur þann 22. september
1962. Þau eignuðust þrjú börn;
Guðlaugu Birnu, Bylgju Björk og
Sigurð Má.
Birna er lögfræðingur, var gift
Helga G. Kristinssyni og á fjögur
börn; Tryggva Stein, Hönnu
Þóru, Eyrúnu Sif og Andra Rafn.
Birna á sex barna-
börn.
Bylgja er sölu-
maður, var gift Ósk-
ari Guðjónssyni og á
þrjú börn; Maríu
Ósk, Atla Rúnar og
Sigþór Inga. Bylgja
á tíu barnabörn.
Sigurður er véla-
maður. Hann er í
sambúð með Binh
Tran og á dótturina
Kolbrúnu My.
Þóra lést eftir erfið veikindi
árið 1987.
Árið 1989 kynntist Sigþór
eftirlifandi eiginkonu sinni Kol-
brúnu Ágústsdóttur. Foreldrar
hennar voru Ásta G. Þorkels-
dóttir og Ágúst Nathanaelsson.
Kolbrún átti einn son, Ragnar
Ágúst, en hann lést af slysförum
stuttu eftir að þau kynntust. Sig-
þór og Kolbrún bjuggu lengst af
á Klapparstíg 35 í Reykjavík.
Útför Sigþórs fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 3. september
2018, og hefst klukkan 15.
Hann pabbi er farinn. Ekki
bara pabbi minn heldur líka vinur
minn. Ég er ekki alveg hlutlaus en
ég tel að betri mann sé erfitt að
finna og tel að þeir sem til þekkja
séu sama sinnis.
Í veikindum mömmu, sem
stóðu um árabil, alveg frá því að
ég var krakki, var hann alveg ein-
stakur svo ekki sé meira sagt. Eft-
ir lát hennar sagði hann mér einu
sinni þegar við áttum spjall saman
að hann ætlaði aldrei að gifta sig
aftur. Ég spurði hvers vegna og
svarið var: Ég veit ekki hvort ég
gæti aftur lofað því að standa mig í
blíðu og stríðu. Frekar líkt honum
að taka loforð alvarlega.
En svo kynntist hann Kollu
sinni og rétt stuttu eftir að þau
kynntust gerðist sá hörmulegi at-
burður að hún missti einkason
sinn af slysförum. Pabbi réttur
maður á réttum stað og hafa þau
verið saman síðan. Kolla hefur að
sama skapi stutt dyggilega við
bakið á honum og hugsað um hann
á ævikvöldinu eftir að Alzheimers-
sjúkdómurinn bankaði upp á. Ég á
eftir að sakna hans en nú hefur
hann fengið langþráða hvíld.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Bylgja.
Sigþór Björgvin
Sigurðsson
✝ Elín HelgaBlöndal
Sigurjónsdóttir
fæddist á Sauðár-
króki 13. ágúst
1961. Hún lést á
Heilbrigðisstofn-
unni Sauðárkróki
18. ágúst 2018.
Foreldrar
hennar voru
Sigurjón Sigur-
bergsson bóndi, f.
28. mars 1931, d. 24. febrúar
2004, og Heiðbjört Jóhann-
esdóttir, f. 26. júní 1932.
Systkini Elínar eru Jóhannes
Blöndal Sigurjónsson, f. 16.
janúar 1956, maki Kari Elise
Mobeck, f. 4. maí 1960, og
Þóra Ingigerður Sigurjóns-
dóttir, f. 17. nóvember 1957,
staðaskóla og síðar Varma-
hlíðarskóla. Þaðan lá leiðin í
Húsmæðraskólann á Hallorms-
stað og síðar í Landbúnaðar-
skólann á Hvanneyri.
Hún kynntist fyrri eigin-
manni sínum Sigurði vegna
vinatengsla hans við Jóhannes,
bróður Elínar, og unnu þau
saman á sjó og landi í nokkur
ár. Árið 1990 fluttu þau saman
á Reyki í Tungusveit, Skaga-
firði, þar sem móðurbræður
Elínar bjuggu. Þau skildu árið
1996. Elín giftist Jóni Magnús-
syni 2006 en þau voru skilin
þegar Elín féll frá.
Elín tók við búskapnum af
móðurbræðrum sínum og
sinnti hún honum af mesta
myndugleika til dauðadags.
Að auki starfaði hún á slát-
urhúsi, í kjötvinnslu og fisk-
vinnslu með bústörfum nokkur
misseri.
Útför Elínar Helgu fer fram
frá Reykjakirkju í Skagafirði í
dag, 3. september 2018, og
hefst athöfnin klukkan 14.
maki Rune Vibega-
ard.
Elín átti fjögur
börn. Tvo syni með
Sigurði Torfa
Jónssyni, Dag
Torfason, f. 16.
júní 1990, og Jó-
hannes Inga Torfa-
son, f. 10. maí
1993. Dótturina
Kristínu Rós Blön-
dal Unnsteins-
dóttur, f. 15. nóvember 1999,
með Hlyni Unnsteini Jóhanns-
syni, f. 29. apríl 1953. Einnig
eignaðist hún dótturina Ingi-
gerði Blöndal hinn 22. nóv-
ember 2002 með Magnúsi
Bjarnasyni.
Elín ólst upp í Hamrahlíð í
Tungusveit, gekk í Steins-
Ég þekkti Elínu tengdamóð-
ur mína í alltof skamman tíma.
Ég man daginn vel þegar Dag-
ur sonur hennar ákvað að
kynna mig fyrir fjölskyldu sinni
í byrjun árs 2015. Eins og
henni einni var lagið þá fyllti
hún borðið af kræsingum, sett-
ist niður og ræddi við mig um
alla heima og geima. Hún gaf
sér alltaf góðan tíma í að sitja
með manni og ræða málin. Mér
var tekið af hlýju, kurteisi og
velvild.
Hún var ein af þeim mann-
eskjum sem mér hefur þótt
vænst um að kynnast. Strax frá
fyrsta degi sendi hún mér góða
og hlýja strauma og frá þeim
degi fannst mér eins og hún
vildi allt fyrir mig og mína fjöl-
skyldu gera. Ég fann strax að
hún var sérlega hjartahlý kona.
Það var gott að vita af henni í
nálægð sinni.
Hún hafði yndi af því að gefa
og gleðja aðra. Gerði hún allt
sem í hennar valdi stóð til að
aðstoða alla í kringum sig.
Það er mér ofarlega í huga
hversu mikil hetja hún var.
Nú þegar komið er að leið-
arlokum vil ég þakka þér fyrir
allar okkar góðu stundir saman
og allt það sem ég lærði af þér.
Kveðjum við þig með söknuði
og geymum allar góðar minn-
ingar í hjörtum okkar.
Blessuð sé minning þín.
Ég þakka Guði löngu liðinn dag
sem lét mig eignast þig að ævivin.
Og öll þau blóm sem uxu á þinni leið
með ilm og fegurð hresstu og
glöddu mig.
Og birtan sem þú breiddir yfir allt
sló bjarma á lífið allt í kringum þig.
(Oddný Kristjánsdóttir)
Sandra Ósk
Valdemarsdóttir.
Elsku kjarkmikla, duglega,
Elín mín.
Ég er svo þakklát fyrir að
hafa fengið þig og fjölskyldu
þína inn í líf mitt. Að hafa feng-
ið þína vináttu og kærleik. Að
hafa fengið að kynnast hversu
sterk þú varst, svo ótrúlega
dugleg og sterk. Ég dáðist að
styrkleika þínum. En því miður
bar þinn skelfilegi sjúkdómur,
krabbameinið hryllilega, sigur
úr býtum.
Við kynntumst fyrir rúmlega
þremur árum þegar sonur þinn
Dagur og dóttir mín Sandra
fóru að vera saman. Þakklátar
vorum við og ánægðar.
Ég kveð þig með djúpum
söknuði, kærleik, og virðingu.
Megi hið æðra varðveita sálu
þína, elsku besta vinkona.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Elsku Dagur, Jóhannes,
Kristín Rós og Ingigerður,
Sandra og Vala, ykkar missir
er mikill og sár. Minning um
góða konu lifir.
Þín
Hallfríður Óladóttir
(Haddý).
Það var mikil harmafregn að
heyra af andláti Elínar á
Reykjum. Hún náttúrubarnið
sem þeysti um grundir á vökr-
um gæðingi. Hún gyðjan Arte-
mis með bogann spenntan og ör
á streng. Hún háa og fagurlim-
aða tréð, sem stendur eitt og
sér og breiðir úr krónu sinni.
Eins og keisaraöspin fallega á
hlaðinu á Reykjum. Hún var sú
sem allir tóku eftir hvar sem
hún fór, því að hún bar af.
Hvernig má það vera að hún sé
horfin úr heimi hér í blóma lífs-
ins? Hversu smáir erum við
mennirnir gagnvart sjúkdómi
sem þó hefur þekkst svo lengi.
Sem rænir hraust og sterk-
byggt fólk lífinu þegar svo mik-
ið er til að lifa fyrir. Það svíður
sárt að ekki skuli enn fundin
lækning sem dugar.
Elín varð hluti af fjölskyld-
unni þegar hún giftist bróður
mínum árið 2005. Sú stund er
greypt í huga minn þegar hann
einn sólskinsdag snemma vors
birtist með hana sér við hönd í
garðinum okkar á Brúnavegi.
Mikið sem hún var tíguleg og
falleg. Mikið sem þau voru ást-
fangin. Í hönd fóru mikil ham-
ingjuár í lífi þeirra beggja. Það
var einstaklega skemmtilegt að
heimsækja þau að Reykjum,
þar sem okkur var ætíð tekið
með kostum og kynjum. Og
þegar þau komu suður voru þau
oftast hlaðin skagfirsku góð-
gæti úr búri Elínar sem var
listamaður í að tilreiða íslensk-
an mat. Reyndar lék allt í
höndum hennar, úti sem inni.
Þau Jón voru samhent í að hlúa
vel að umhverfi sínu á Reykjum
og njóta tilverunnar þar ásamt
börnum hennar sem enn voru
ung að árum.
Þær voru góðar saman, hún
og mamma, báðar drífandi og
duglegar, algerlega lausar við
sýndarmennsku og fagurgala.
Það var því ekki að undra að
þær hefðu gaman af hvor ann-
arri og ættu auðvelt með að
hlæja saman. Gaman var að sjá
þær stússast við veisluhald í
Mosó. Síðasta ferðalag mömmu
í þessu lífi var einmitt að
Reykjum í fermingu Kristínar
Rósar, dóttur Elínar.
Það fór svo að þær greindust
báðar með krabbamein um
svipað leyti. Við tóku erfiðir
tímar og allt breyttist þótt enn
væri glaðst og haldið í horfinu.
Í ársbyrjun 2014 lést mamma
og skömmu síðar skildu leiðir
Elínar og bróður míns. Örlögin
höguðu því þannig að okkur
auðnaðist ekki að vera henni sá
stuðningur í veikindunum sem
við hefðum viljað vera. Bænir
um bata henni til handa voru
sannarlega beðnar af heilu
hjarta, en meira varð ekki að
gert. Hugir okkar eru fullir
þakklætis fyrir vináttuna, ör-
lætið og umhyggjuna sem hún
ætíð sýndi okkur þann áratug
sem hún var hluti af fjölskyld-
unni.
Elín á Reykjum var óvenju-
lega sterkur persónuleiki og
minnti um margt á kvenhetjur
bókmenntanna. Hún beitti upp
í vindinn og stóð í stafni eins og
Auður djúpúðga. Hún var ögr-
andi og óhrædd eins og Kapít-
óla. En fyrst og fremst var hún
einstaklega ástrík og fórnfús
móðir barnanna sinna. Þau
voru henni upphaf, miðja og
endir alls. Mikill harmur er
kveðinn að þeim Degi, Jóhann-
esi, Kristínu Rós og Ingigerði.
Við systkinin og fjölskyldur
okkar vottum þeim einlæga
samúð okkar. Svo og Heið-
björtu móður Elínar, bróður
hennar í Noregi og systur í
Kanada.
Kristín Magnúsdóttir.
Tilviljun ein réði því að við
Elín kynntumst fyrir fjórum ár-
um. Báðar vorum við í slök-
unarferð í Tyrklandi með
krökkunum okkar og ætluðum
sko ekki að blanda geði við aðra
Íslendinga, bara njóta þess að
vera í fríi. En sem betur fer
lágu leiðir okkar saman, sem
leiddi af sér mikla vináttu, kát-
ínu og skemmtun.
Við náðum öll vel saman og
við Ella gátum rætt um allt
milli himins og jarðar. Hún var
svo stolt og ánægð að fá þessar
stundir með krökkunum sínum.
Það voru mikil forréttindi að
kynnast þessari duglegu konu
sem var að jafna sig eftir hetju-
lega baráttu við krabbamein.
Það var yndislegt að heimsækja
hana í fallegu sveitina hennar
og ávallt gaman þegar við
heyrðumst í síma.
Elsku Dagur, Jóhannes,
Kristín og Ingigerður, við vott-
um ykkur innilega samúð.
Andrea, Þórdís og Kristín.
Hetjulegri baráttu elskulegr-
ar vinkonu er lokið.
Kynni mín af Ellu hófust fyr-
ir margþættar tilviljanir, ég
hitti hana fyrst á Reykjum að
haustlagi árið 2000, þá var
Margrét dóttir mín að nálgast
þriggja ára aldurinn og var
ekki mikið gefið um ókunnugt
fólk. En þegar við ókum í hlað
á Reykjum kom Ella út og
Margrét hljóp upp um hálsinn á
henni – það segir margt um
hvílíka útgeislun Ella hafði.
Strax frá fyrstu mínútu kunni
ég vel við þessa hávöxnu,
grönnu og glaðlegu konu og
mat ég vináttu hennar mikils.
Það var gott að koma að
Reykjum, alltaf voru höfðing-
legar móttökurnar hjá Ellu og
þó að oft liðu margir mánuðir á
milli samverustunda var eins og
við hefðum hist fyrir viku. Hún
var kraftmikil og dugleg og sí-
starfandi við allt sem til féll í
sveitinni.
Hún fór ekki varhluta af
ýmsum skráveifum lífsins en
hún tók öllu af stakri yfirvegun
og æðruleysi og mátti margt af
henni læra í þeim efnum.
Baráttuþrek hennar í veik-
indum síðustu árin virtist óbil-
andi, það var bara í síðasta sím-
tali okkar rúmum mánuði fyrir
kveðjustundina að ég heyrði
annan tón en venjulega – bar-
áttujaxlinn virtist vera farinn
að lýjast.
Á vegi manns gegnum lífið
verður margt fólk en einungis
fáir skilja eftir sig spor – Ella
var svo sannarlega ein af þeim
sem hafa markað spor í mitt lif.
Ég er þakklát fyrir vináttuna
við Ellu og á eftir að sakna
hennar.
Ég sendi börnum hennar og
öðrum aðstandendum innilegar
samúðarkveðjur.
Ólafía M. Guðmundsdóttir.
Skagafjörðurinn skartaði
einum af fallegustu dögum
sumarsins þann 18. ágúst sl. en
þann dag lauk jarðvist hennar
Ellu á Reykjum eftir langa og
erfiða baráttu við krabbamein.
Ella var sveitastelpa í bestu
meiningu þess orðs. Hún ólst
upp og bjó í Lýtingsstaða-
hreppi hinum forna í Skaga-
firði. Hún var fríð sýnum, há-
vaxin, ljóshærð, hafði fallegt
bros sem náði alltaf vel til
augnanna. Hún hafði skemmti-
legan húmor – stundum dálítið
svartan. Var stolt og sterk og
vildi vera sér og sínum sjálf-
bjarga sem mest hún gat.
Flest fáum við okkar skerf af
skini og skúrum í gegnum lífið
en ég held að skúrirnar hafi
verið heldur margar hjá henni
Ellu minni. Hún sýndi ótrúlegt
jafnaðargeð og þrautseigju í
veikindum sínum. Hún var gott
dæmi um manneskju sem bogn-
ar en ekki brotnar við mótlæti
lífsins. Oftast þegar ég spurði
hana um líðan í veikindunum
hennar var svarið oftast „bara
gott “. Ef hún hún kvartaði var
ástæða til að hafa áhyggjur.
Iðulega ferðaðist hún ein sár-
veik í slæmum veðrum milli
heimilis og Akureyrar til að
sækja sína krabbameinsmeð-
ferð.
Hún Ella var mikill dugnað-
arforkur og ótrúlega myndar-
leg í svo mörgu sem hún tók
sér fyrir hendur. Var meðal
annars algjör snillingur í að
reykja kjöt. Þær gleymast seint
sendingarnar sem hún færði
okkur gjarnan á aðventu,
heimagerð, reykt bjúgu, hangi-
kjöt, sultur, patè og fleira – oft-
ar en ekki sárlasin við að útbúa.
Það var gott að koma í heim-
sókn að Reykjum. Umræðuefn-
ið margskonar, fjölskyldan,
dægurmál, pólitík eða önnur al-
varleg mál – alltaf gott samt.
Ávallt góðar veitingar og hlýtt
faðmlag.
Það er sárt þegar fólk er á
besta aldri er hrifið brott frá
ástvinum. Ella skilur eftir sig
fjögur efnileg og mannvænleg
börn sem hún getur verið stolt
af. Þeirra missir er mikill og
sár.
Það er eftirsjá að henni vin-
konu minni og þegar ég minnist
hennar sé ég hana fyrir mér
ríðandi um sveitina sína á vilj-
ugum gæðingi út í sumarnótt-
ina – brosandi út að eyrum,
skagfirsk miðnætursólin logar
um allt – hún frjáls.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar elsku Dagur, Jóhannes,
Kristín Rós og Ingigerður!
Blessuð sé minning Ellu á
Reykjum.
Helga Rósa
Elín Helga Blöndal
Sigurjónsdóttir
SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Suðureyri við Súgandafjörð
lést á Elliheimilinu Grund miðvikudaginn
29. ágúst.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju
fimmtudaginn 6. september klukkan 13.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar fyrir alúð og umhyggju.
Kristján H. Þorleifsson Kristín Kristjánsdóttir
Ingunn Þorleifsdóttir Leó Pálsson
Sigurbjörg Þorleifsdóttir Sölvi Bragason
Sigþór Þorleifsson Aðalheiður Gylfadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær frænka mín,
ÞURÍÐUR EYJÓLFSDÓTTIR
frá Hofi, Öræfum,
Dalbraut 27, Reykjavík,
lést á öldrunarlækningadeild Landspítala,
Fossvogi, fimmtudaginn 23. ágúst.
Jarðarför fer fram frá Áskirkju mánudaginn 3. september
klukkan 11.
Guðmunda Jónsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir
og mágur,
GUÐMUNDUR BOGI BREIÐFJÖRÐ
blikksmiður,
Laugateigi 27, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju
miðvikudaginn 5. september klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Alzheimersamtökin.
Bertha R. Langedal
Agnar Knut Breiðfjörð
Kristjana Ó. Breiðfjörð
og fjölskylda