Morgunblaðið - 03.09.2018, Page 21

Morgunblaðið - 03.09.2018, Page 21
og bjuggu þar í allmörg ár. Lauga varð tíræð og bjó lengst af hjá dætrum sínum, en eftir and- lát hennar fluttu Þuríður og Gugga að Kleppsvegi 4. Að lok- um fluttu þær í öryggið á Dal- braut 27, þar sem þeim leið afar vel síðustu árin hjá indælu starfs- fólki. Eins og hjá mörgum lands- mönnum á þessum tíma var fá- tækt hlutskipti mæðgnanna fram eftir ævi, en með gætni í fjár- málum tókst þeim að komast vel af. Þuríður vann lengi við þrif í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, seinna á tannlæknastofu í Stór- holtinu. Systurnar voru verk- lagnar og samkomulagið á milli þeirra gott. Eftir þær liggja fal- legir dúkar, málverk og fleiri list- munir. Þegar gesti bar að garði var vel tekið á móti þeim og syst- urnar ræktuðu vinskap við frændfólk og aðra vini úr Öræf- um, sem og ættingjana úr Fljóts- hlíð. Þuríður var eftirtektarsöm, næm á fróðleik og las allt sem hún náði í, afskaplega yfirveguð, en vissi hvað hún vildi og sætti sig ekki við hvað sem var. Hug- urinn stefndi alltaf að aukinni þekkingu. Minnið var gott, alveg fram að því að hún lagðist bana- leguna og oft leituðu ættingjar og vinir til hennar til að fá upplýs- ingar eða skýringar. Hún fylgdist vel með þjóðmálum og hafði sínar skoðanir þó hún setti þær fram af hógværð, var glaðsinna og hafði einatt lag á að sjá það besta í stöðunni. Þuríður hafði gaman af blómarækt og var lagin við rækt- un. Trjálundur sem hún kom upp við Vesturhúsin er enn til mik- illar prýði á Hofi og í Neðribæn- um á Fagurhólsmýri er rósa- runni frá henni í garðinum og inni lifir enn fallegt blóm sem hún gaf Sigrúnu systur þegar hún kom 16 ára í skóla til Reykja- víkur, sem Sigrún flutti aftur með sér í Öræfin þegar hún flutti heim fyrir 19 árum. Við Sigrún erum þakklátar fyrir að hafa notið samvista við Þuríði Eyjólfsdóttur alla ævi okkar. Hún var okkur þekking- arbrunnur og fyrirmynd á marg- an hátt og við biðjum henni allrar blessunar. Jónína Sigurgeirsdóttir. Mig langar að birta hluta af sögunni hennar Þuríðar frænku, sem ég heyrði hjá móður minni. Eyjólfur faðir Þuríðar gat sér gott orð sem vinnumaður og fékk tækifæri til að víkka sjóndeild- arhringinn þegar hann flutti með vinnuveitanda sínum sr. Jóni Norðfjörð frá Sandfelli að Staða- stað á Snæfellsnesi. Guðlaug Oddsdóttir (Lauga) móðir Þuríð- ar var fædd í Skaftafelli en for- eldrar hennar fluttu að Hofi þeg- ar hún var barn að aldri. Eyjólfur flutti aftur í Öræfin og þau Lauga gengu í hjónaband og bjuggu á æskuheimili Laugu í Vesturhús- um á Hofi, ásamt Oddi föður Guðlaugar og Jóni bróður henn- ar. Þau eignuðust þrjú börn, and- vana fædda stúlku árið 1916, Þuríði árið 1918 og Guðrúnu (Guggu) árið 1923. Jón Oddsson (langafi minn) kvæntist Helgu Sigurðardóttur (langömmu minni) árið 1928 og Vesturhús urðu einnig heimili þeirra um allmörg ár. Vesturhús voru hefðbundinn torfbær: fjósið undir baðstofunni veitti yl um allt húsið. Lítil heimarafstöð sem langafi setti upp árið 1925 ásamt Helga Arasyni dugði til ljósa og til að hita eina eldavélarhellu. Oft var stór vatnspottur hafður á hellunni með litlum straumi yfir nóttina, þá var vatnið heitt um morguninn. Ekki mátti slökkva bæði ljósin og á eldavélinni yfir nóttina, þá myndaðist yfirspenna á kerfinu. Fjölskyldurnar bjuggu í sömu baðstofu með þili á milli. Lauga og Eyjólfur bjuggu með dætrum sínum innan við þilið en Jón og Helga bjuggu í frambað- stofunni ásamt Oddi og seinna börnum sínum þrem, þeim Oddi (Dodda), Guðmundu (Mundu ömmu) og Sigurjóni. Fyrir börn- in var þetta dásamlegt, þau ólust upp eins og einn systkinahópur. Mikil eftirsjá var þegar leiðir skildi; Jón og Helga fluttu með börnum sínum þremur í nýbyggt steinhús sitt að Malarási árið 1940 (árið sem Oddur faðir Jóns og Laugu lést). Þetta hafa amma og Þuríður oft rifjað upp, en þeg- ar þau fluttu var amma 10 ára en Þuríður rúmlega tvítug. Almennilegir skór og góður skjólfatnaður var ekki til á þess- um árum. Eyjólfur hafði unnið sem vinnumaður árum saman og það starf krafðist útiveru í ýms- um veðrum, sérstaklega í smala- mennskum. Hann var orðinn slæmur í lungum og fékk iðulega lungnabólgu ef hann fékk kvef, þá kom sér vel að fjölskyldan var samhent í verkum. Amma (Munda) minnist þess hvað Lauga var myndarleg. Hún setti upp vef og óf allt vaðmál fyr- ir heimilið. Þegar hún hafði ofið var dúkurinn tekinn úr vefstóln- um og settur í stamp með dálitlu vatni og grænsápu. Tveir hjálp- uðust að við að þæfa vaðmálið: héldust í hendur til að halda jafn- vægi og tróðu svo á vaðmálinu í stampinum. Þetta minnti á dans þar sem fótunum var rennt fram til skiptis og þeir sem þæfðu þurftu að vera samtaka í hreyf- ingum þar til vaðmálslengjan varð þæfð. Það þurfti að þæfa áð- ur en efnið var sniðið í föt svo að sniðið á flíkinni myndi ekki aflag- ast þegar ullin þófnaði. Þegar vaðmálið var tilbúið saumaði Lauga föt úr því á litla hand- snúna saumavél, en Eyjólfur gekk alltaf í buxum úr heimaofnu vaðmáli. Mér þótti gaman að fræðast um ævi Þuríðar og ákvað að leyfa fleiri að heyra af henni líka. Lydía Angelíka Guðmundsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2018 21 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Leikfimi með Maríu kl. 9. Ganga um nágrennið kl. 11. Handavinna með leiðb. kl. 12:30-16. Félagsvist með vinningum kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir úti - og innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 535-2700. Félagsmiðstöð Aflagranda 40 Endilega komið til okkar og kynnið ykkur þær nýjungar sem verða í húsinu í haust. Nú eru fastir liðir að hefjast aftur og byrjar útskurðurinn aftur í dag kl 13:00 og félagsvistin verður á sínum sstað kl 13:00 Félagsmiðstöðin Vitatorgi Milli kl. 9 og 10 verður boðið upp á kaffi í setustofunni á 2. hæð. kl. 13 hefst Handaband aftur eftir sumarfrí. Handaband er skapandi vinnustofa með textílhönnuðum þar sem unnið er úr efni sem fellur til við íslenska framleiðslu. Vinnustofan er öllum opin og þátttaka ókeypis. Kl. 13.30 er söngstund í sal við píanóið með Siggu Nóu. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir. Sjáumst á Vitatorgi. Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501.Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá 09:30-16:00. Vatnsleikf. Sjál. kl.7:30 /8:15 /15:15. Kvennaleikf. Sjál. kl. 9:30. Liðstyrkur . Sjál kl. 10:15. Kvennaleikf. Ásg. Kl.11:15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bridge í Jónshúsi kl. 13:00. Zumba í Kirkjuhvoli kl: 16:15 Gerðuberg Mánudagur Opin Handavinnustofan kl 08:30-16:00. Útskurður m/leiðb. kl. 09:00-16:00. Línudans kl. 13:00-14:00. Kóræfing kl. 14:30-16:30 Leikfimi maríu kl. 10:00-10:45. Leikfimi Helgu Ben 11:00-11:30. Allir velkomnir. Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Hádegismatur kl. 11.30. Jóga kl 14:15 - 15:15 Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9, útvarpsleikfimi kl. 9.45, leikfimi með Carynu, hádegismatur kl. 11.30, frjáls spilamennska kl. 13, leikfimi og slökun með Önnu kl. 13:15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl.8.50, listasmiðjan opin fyrir alla kl.9-12, línudansnámskeið kl.10, ganga kl.10, myndlistanámskeið hjá Margréti Zophoníasdóttir kl.12.30, handavinnuhornið kl.13, félagsvist kl.13, síðdegiskaffi kl. 14:30 allir velkomnir óháð aldri nánari upplýsingar í síma 411-2790 Korpúlfar Ganga kl. 10 frá Grafarvogskirkju og frá Borgum, hrðaganga og sniglaganga, félagsvist hefst kl. 13:00 í dag í Borgum. Allir velkomnir. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30,morgunleikfimi kl.9.45,upplestur kl.11, trésmiðja kl.13-16, gönguhópurinn kl.14,bíó á 2.hæð kl.15.30.Uppl í s.4112760. Seltjarnarnes Gler neðri hæð Félagsheimilisins við Suðurströnd kl. 9. og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga á Skólabraut kl. 11.Handavinna Skólabraut kl. 13.Vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness kl. 18.30. Skráning hafin í "óvissuferðina" sem farin verður þriðjudaginn 18. sept. Skráningarblöð liggja frammi. Allar nánari upplýsingar í síma 8939800 Stangarhylur 4, ZUMBA Gold kl. 10.30 Tanya leiðir hópinn. STERK OG LIÐUG 8 - vikna leikfimis námskeið hefst mánudaginn 3. septem- ber kl. 11.30. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt HERRASKÓR - STAKAR STÆRÐIR 39, 40, 41, 42, 45, 46, og 47. Verð: 6.990kr Laugavegi 178, sími 551 2070. Opið mán. - fös. kl. 10–18, Laugardaga kl. 10 - 14 Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Vantar þig smið? FINNA.is ✝ Þrúður Finn-bogadóttir (Dúa) fæddist í Flat- ey á Breiðafirði 18. janúar 1926. Hún lést á dvalar- heimilinu Skjóli 20. ágúst 2018. Foreldrar henn- ar voru Finnbogi Guðmundsson, f. 18.9. 1892, d. 18.1. 1978, og Þórunn Gunnlaugsdóttir, f. 14.5. 1895, d. 5.12. 1974. Hún var næstyngst í fjögurra 1944 í Grafarnesi í Eyrarsveit, giftur Bóthildi Friðþjófsdóttur, f. 8.6. 1944, börn þeirra eru Þrúð- ur, f. 25.2. 1965, og Bergdís, f. 8.1. 1977, Jóhanna Hrefna, f. 5.11. 1946 í Grafarnesi, gift Sölva Jónassyni, f. 22.7. 1946. Lang- ömmubörnin eru níu og langa- langömmubörnin eru tvö. Þrúður, eða Dúa eins og hún var alltaf kölluð, og Baldvin bjuggu sér heimili að Kleppsvegi 38 í Reykjavík. Hún starfaði í Sanitas til margra ára við sultu- og djús- gerð ásamt því að skúra hjá Mjólkursamsölunni. Einnig starfaði hún sem „amma“ í þónokkur ár eftir að hún hætti í Sanitas. Útför hennar fer fram í Laugarneskirkju í dag, 3. sept- ember 2018, klukkan 13. systkina hópi sem öll eru nú látin. Hinn 29. janúar 1944 giftist hún Baldvini Baldvins- syni, f. 22.11. 1918, d. 30.5. 1987. Börn þeirra eru: Baldvin, f. 29.6. 1943 í Flat- ey, d. 15.12. 1989, börn hans eru Þór- unn, f. 27.7. 1975, og Hrönn, f. 8.11. 1983. Áður átti Baldvin tvö börn, Hebu og Baldvin Þór. Þau dóu bæði kornung. Finnbogi Þór, f. 19.6. Elsku amma er látin, þetta eru þung orð að setja niður á blað en ég trúi að henni líði núna vel, komin til afa, Venna frænda og Hebu og Baldvins Þórs. Við áttum ansi mörg ár sam- an, ég og amma, og ótal minn- ingar hrannast upp af ýmsum toga eins og ófáar bæjarferðir fyrir jólin sem við fórum saman og enduðum alltaf á Hressó í súkkulaði með rjóma og vöfflum eða hamborgara. Við fórum líka í nokkrar ferðir með ferðafélag- inu Útivist. Ég man þegar ég fór í klippingu í fyrsta skipti, hafði verið með hár niður fyrir rass og það var klippt stutt, amma kom inn á hárstofuna og fór að sópa saman hárinu mínu sem lá úti um allt gólf og setti hluta af því í plastpoka og ég held að hún hafi geymt það í mörg ár. Ég var ansi oft hjá ömmu og afa um helgar og oftast vorum við amma bara tvær þar sem afi var að vinna. Hún fór með mig að skauta á stórum ísilögðum polli sem var í Laugarnesinu og við fórum í bakaríið á Dalbraut og amma keypti alltaf rúgbrauð og marengskökur og einstaka sinnum snúð. Jólaboðin á annan í jólum eru ógleymanleg þar sem alltaf var nóg í boði, bæði af mat og ást. Síðustu ár voru ömmu erfið, hún var ekki vön að sitja kyrr í hjólastól og komast ekki sínar eigin leiðir en brosið hennar var samt ekki langt undan og þá sérstaklega þegar við töluðum saman um fjölskylduna og hún elskaði að fá að fréttir af öllum langömmubörnunum og langa- langaömmustelpunum. Henni þótti vænt um uppruna sinn og ósjaldan ræddum við um gamla tíma og fólkið hennar í Flatey. Ég á eftir að sakna þín, amma mín, og það verður skrít- ið að fara ekki á Skjól að sækja þvottinn þinn og sitja og spjalla saman. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlétst okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Elsku amma, ég þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og bið góðan Guð að geyma þig. Þín nafna, Þrúður. Þrúður Finnbogadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.