Morgunblaðið - 03.09.2018, Qupperneq 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2018
Skúli Margeir Óskarsson, fyrrverandi heimsmetshafi í kraftlyft-ingum, á 70 ára afmæli í dag. Hann er í hópi helstu afreks-manna Íslendinga í íþróttum. Hann keppti í lyftingum frá 1970,
setti fjölda Íslandsmeta sem hann á flest enn, setti fjölda Norður-
landa- og Evrópumeta og eitt heimsmet í réttstöðulyftu árið 1980.
Hann var kosinn íþróttamaður ársins árið 1978 og aftur 1980. „Ég var
mjög heppinn lyftari því ég meiddist lítið á ferlinum.“
Skúli fæddist á Fáskrúðsfirði. Hann var í sveit á unglingsárunum,
vann á síldarplönum og í fiski á Fáskrúðsfirði, var á vertíð á Seyðis-
firði í eitt ár og í Vestmannaeyjum 1973 en flúði þá undan gosinu til
Reykjavíkur og hefur verið búsettur þar síðan þá. Hann starfaði hjá
Nýju blikksmiðjunni í Ármúla 1973-79 og var næturvörður hjá Baugi
1979-2003 en var staðarhaldari orlofsbúða Landsbankans í Selvík í
Þrastaskógi 2003-2008. „Svo endaði ég sem húsvörður í Landsbank-
anum í Austurstræti og hætti þar 67 ára. Ég fékk síðan heilablóðfall
og hjartastopp viku seinna. Það var ekki í planinu og ég hef ekki verið
alveg heill síðan þetta gerðist en er orðinn sjálfbær og hef náð mér vel
upp miðað við marga aðra. Um leið og ég gat fór ég að hreyfa mig,
byrjaði í sundinu og hef aðeins tekið í lóðin en geri ekki mikið af því,
má það eiginlega ekki, Aðalatriðið er að hreyfa sig.“
Kona Skúla er Svanhvít Hrönn Ingibergsdóttir, húsmóðir og nudd-
ari. Dóttir Skúla og Svanhvítar Hrannar er Sara María. Stjúpdætur
eru Lilja Björg og Hjaltey. Barnabörnin eru átta. Skúli á tvíburabróð-
ur, Sigurþór vélstjóra, sem er búsettur í Njarðvík. Hann fagnar því
einnig 70 ára afmæli sínu í dag.
Skúli ætlar ekki að gera neitt sérstakt í dag út af afmælinu en þau
hjónin fara í sólina í enda mánaðarins í tilefni af 70 ára afmæli þeirra
beggja og öll stórfjölskyldan með.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Lyftingakappinn Skúli tekur í lóðin, en myndin er frá því í vor. Hann
gerir þó lítið af því að lyfta en er duglegur að stunda aðrar æfingar.
Setti fjölda Íslands-
meta og á þau flest enn
Skúli Óskarsson er sjötugur í dag
B
orgþór Vestfjörð
Kjærnested fæddist 3.
september 1943 í Sand-
gerði. Hann ólst upp í
Ásum í Stafholts-
tungum en var fimmtán ára fjöl-
skyldan þegar fjölskyldan flutti til
Reykjavíkur.
Borgþór lauk prófi frá Gagnfræða-
skóla Austurbæjar 1961 en stundaði
nám við lýðháskóla í Borgå í Finn-
landi 1961-1962. „Ég fékk styrk til að
fara í lýðháskóla á Norðurlöndunum
og valdi Finnlandi, því mér fannst ég
vita allt um hin norrænu löndin.
Þetta var mikil upplifun.“ Síðan hóf
hann tölvunám hjá IBM í Finnlandi
1970-71 og nám í dagskrárgerð og
fréttamennsku hjá finnska útvarpinu
YLE 1974-75. Borgþór var fréttarit-
ari finnska útvarpsins á Íslandi 1975-
84, fréttaritari Norðurlanda á vegum
Borgþór V. Kjærnested, rithöf., þýðandi og leiðsögum. – 75 ára
Í Sankti Pétursborg Borgþór ásamt Pétri og Bethinu og Sólveigu Fríðu og Tryggva.
Skráði Sögu Finnlands
Feðgin Borgþór ásamt Ann-Marie skipstjóra, en móðir hennar er finnsk.
Hildur Lilja Hjaltadóttir hélt
tombólu fyrir utan Nóatún og
safnaði 1.845 kr. Hún færði
Rauða krossinum á Íslandi
söfnunarféð.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir líkama og sál
Laugarnar í Reykjavík
Frá
morgnifyrir alla
fjölskylduna
í þínu
hverfi t i l kvölds