Morgunblaðið - 03.09.2018, Blaðsíða 26
Áheyrendur og horfendur Fólk kunni að meta það sem það sá og heyrði.
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Flest lítum við á internetið sem
skammlífan miðil. Það sem birtist á
netinu í dag er horfið á morgun og
leynist einhvers staðar aftast á vef-
síðum fréttamiðlanna eða drukknar í
flaumnum á Facebook. Í sumum til-
vikum, eins og á Snapchat, er allt
efni sem sett er inn horfið nánast
jafnóðum. Svo gerist það hreinlega
að vefsíður bila, breytast eða hverfa
svo að gamlir tenglar verða gagns-
lausir. Það sem er ritað á netinu virð-
ist stundum ritað í sand.
„Kollegi minn hjá Breska lands-
bókasafninu gerði á þessu könnun.
Safnið varðveitir valið efni af inter-
netinu og þegar hann bar saman það
sem bókasafnið geymdi og það sem
enn mátti finna á netinu kom í ljós að
tveimur árum eftir birtingu voru
40% af öllu efni á netinu horfin, og af
því sem enn var til staðar var um það
bil helmingurinn mikið breyttur,“
segir Kristinn Sigurðsson, yfirmað-
ur upplýsingatækni hjá Lands-
bókasafni Íslands – Háskóla-
bókasafni.
Kristinn hefur umsjón með Ís-
lenska vefsafninu (www.vefsafn.is)
en um er að ræða verkefni sem varð-
veitir afrit af íslensku efni á internet-
inu.
Hafði langan aðdraganda
„Internetið ryður sér til rúms
undir lok síðustu aldar og líður ekki
á löngu þar til fólk byrjar að gera sér
grein fyrir að þar sé efni sem sé rétt
að varðveita rétt eins og við varð-
veitum allt annað útgefið efni. Það
var Þorsteinn Hallgrímsson, sem þá
var aðstoðarlandsbókavörður, sem
átti frumkvæði að því að leita leiða til
að geyma efni af íslenskum vefsíðum
en fljótlega kom í ljós að það myndi
reynast snúið verkefni,“ segir Krist-
inn.
Úr varð að efna til samstarfs við
landsbókasöfn hinna landanna á
Norðurlöndum og segir Kristinn að
jafnvel þegar allir hafi lagst á eitt
hafi reynst þrautin þyngri að leysa
úr þeim tæknilegu áskorunum sem
fylgja því að varðveita safn heilla
þjóðarléna. „Fleiri lönd bættust við
samstarfsverkefni Norðurlandanna
svo að til urðu samtökin Inter-
national Internet Preservation Con-
sortium, og á þeim vettvangi að hald-
ið var áfram að þróa nægilega
öflugan hugbúnað sem loksins leit
dagsins ljós og fékk nafnið Heritrix.“
Íslenska vefsafnið verður síðan til
í kjölfar endurskoðunar á skilalögum
árið 2002. Eins og sumir lesendur
Íslenska
internetið
varðveitt
Íslenska vefsafnið afritar allar síður á
íslenska þjóðarléninu a.m.k. þrisvar á ári
Samfélagsmiðlarnir skapa sérstakan
vanda því þeir reyna að stöðva afritun
þeirrar umræðu sem á sér þar stað
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Hraði „Vefir sem
metnir eru sérstaklega
mikilvægir, t.d. frétta-
vefir og vefsíður sem
fjalla um dægurmálin,
eru afritaðir oftar,
enda kvikari vefsíður
og jafnvel uppfærðar
mörgum sinnum á
dag,“ segir Kristinn.
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2018
Verumgáfuð ogborðum
fisk
Plokkfiskur
- Hollur kostur tilbúinn á 5mín.
Kveðja Grímur kokkur • www.grimurkokkur.is
Hollt og
fljótlegt[ ]
ÁNMSG
P
R
E
N
T
U
N
.IS