Morgunblaðið - 13.09.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 13.09.2018, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018FRÉTTIR Pantaðu ráðgjöf á brimborg.is Fyrirtækjalausnir Brimborgar veita fyrirtæki þínu ráðgjöf sem tryggir hagkvæmar, sérsniðnar heildarlausnir í bílamálum. Í boði eru yfir 500 gerðir af fólksbílum, jeppum og atvinnubílum frá 5 heimsþekktum bílamerkjum til kaups eða leigu hjá Brimborg. Framúrskarandi viðhalds, dekkja- og hraðþjónusta og flotastýring hjá 250 sérhæfðum starfsmönnum Brimborgar tryggir fyrirtæki þínu hagræðingu, þægindi, sveigjanleika og lengri uppitíma. HAGRÆDDU. EINFALDAÐU BÍLAMÁL FYRIRTÆKISINS HEILDARLAUSNIR Í BÍLAMÁLUM BÍLAR ÞJÓNUSTA FLOTASTÝRING BYGGINGARIÐNAÐUR Hagnaður af rekstri samstæðu Límtrés Vírnets, sem rekur verk- smiðju til framleiðslu og sölu báru- stáls til þak- og veggjaklæðninga, límtrés, þak- og veggeininga, nam 73 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. Þetta er um tvöfalt meiri hagnaður en árið 2016, þegar fyrir- tækið hagnaðist um 39 milljónir króna. Rekstrartekjur samstæðunnar á árinu námu 3,5 milljörðum króna, og jukust um einn milljarð króna miðað við árið á undan. Heildar- eignir félagsins nema nú þremur milljörðum króna samkvæmt efna- hagsreikningi, og jukust um rúman milljarð milli ára. Eigið fé í árslok er 75 milljónum króna hærra en ár- ið á undan og nemur nú 520 millj- ónum króna. Eiginfjárhlutfall er 17% og fjöldi starfsmanna er 105. Hluthafar í árslok 2017 voru 23 talsins, þar af voru tveir lang- stærstir, Stekkur fjárfestingar- félag, sem er í eigu Kristins Aðalsteinssonar, með 45% hlut, og Bingo, sem er í eigu Hjörleifs Þórs Jakobssonar og Hjördísar Ásberg, með 35% hlut. Sjórn félagsins leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa á árinu 2018 vegna 2017. Límtré Vírnet tvöfaldar hagnað Þeim sem eru sjálfstætt starfandi hefur fækkað um þrjú þúsund frá árinu 2006. Það ár voru 25 þúsund talsins sem voru með rekstur á eigin kennitölu og náði fjöldinn hámarki það ár. Árið 2017 var fjöldi sjálfstætt starfandi 22 þúsund. Þetta er á með- al þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um efnahagslegt mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja (LMF) í íslensku hagkerfi og unnin var af Reykjavík Economics fyrir Íslandsbanka. Í skýrslunni er lögð áhersla á mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja (LMF), þ.e. fyrirtæki sem hafa ársveltu frá 5-500 milljónir króna; að þau séu hryggj- arstykki hagkerfisins, að eiginfjár- hlutfall þeirra fari batnandi, veltan hafi aukist og skuldir lækkað. Rekstrarform sem var algengara á árum áður Spurður um þessa fækkun ein- yrkja segir Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur Reykjavík Eco- nomics, hana vera eðlilega. „Í dag er það algengara að fólk í rekstri sé bara með einkahlutafélag í kringum sig. Oft hefur verið sagt að árþúsundakynslóðin vilji flakka meira á milli vinnuveitenda og vilji hafa fleiri vinnuveitendur heldur en fyrri kynslóðir. Þannig að það verði algengara að fólk verði sjálfstætt starfandi. T.d. hönnuðir sem vinna hjá mörgum fyrirtækjum eða eru lausráðnir hér og þar,“ sagði Magn- ús við ViðskiptaMoggann en þessi þróun virðist ekki vera í takt við það. „En það er forvitnilegt að skoða þetta út frá öðru. Þetta form, að hafa rekstur á eigin kennitölu, var al- gengt í gamla daga. T.d. voru apótek rekin á eigin kennitölu. Nú eru þetta allt orðin félög sem eru meira og minna einkahlutafélög. Það var al- gengara hér á árum áður að fólk tók áhættuna sjálft á sig í staðinn fyrir að nota hlutafélagsformið. Þetta er kannski vísbending um að fólk sé frekar með starfsemi í samlags- félögum eða einkahlutafélögum heldur en á eigin kennitölu,“ segir Magnús. Í skýrslunni er einnig minnst á skiptingu vinnsluvirðis LMF eftir landshlutum. „Þar sjáum við að þessi meðalstóru og litlu fyrirtæki eru mikilvægari á Suðurlandi, Norð- urlandi vestra og Vestfjörðum held- ur en t.d. í Reykjavík þar sem stóru fyrirtækin eru. Það er vísbending um framlag þessara fyrirtækja til hagvaxtar. Hlutdeild þessara fyrir- tækja á Suðurlandi er t.d. hátt í helmingur. Það fannst okkur athygl- isvert,“ segir Magnús en hlutfall LMF í heildarveltu fyrirtækja á Íslandi árið 2016 var 56%. „Á landsbyggðinni er því ekki bara eitt fyrirtæki sem ræður. Það virðist vera breyting þar á, meðal annars vegna umsvifa í ferðaþjón- ustu. Atvinnulífið er orðið fjölbreytt- ara úti á landi en áður,“ segir Magn- ús. Sjálfstætt starfandi hefur fækkað talsvert Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Þeim sem eru sjálfstætt starfandi fækkaði um þrjú þúsund frá árinu 2006 til 2017 hér á landi. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um lítil og meðalstór fyrirtæki. Morgunblaðið/Ómar Sjálfstætt starfandi fækkaði um þrjú þúsund frá árinu 2006 til ársins 2017. FERÐAÞJÓNUSTA Heildarafkoma samstæðu Isavia á fyrri helmingi ársins 2018 var já- kvæð um 1.571 milljón króna, sam- anborið við 1.482 milljónir á sama tímabili á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Sé horft til afkomu samstæðunnar fyrir fjármagnsliði og skatta var afkoman jákvæð um 2.186 milljónir króna og jókst um 9% á milli ára. Rekstrar- tekjur félagsins námu 19.015 millj- ónum króna á tímabilinu sem er 2.099 milljóna króna aukning frá sama tímabili á síðasta ári eða 12%. „Afkoma Isavia var í megin- atriðum í takt við áætlanir félags- ins,“ segir Björn Óli Hauksson, for- stjóri Isavia, í tilkynningunni. Hann segir að ferðamönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fyrstu sex mánuði ársins hafi fjölgað um 15,6% frá sama tímabili í fyrra. „Það er veruleg fjölgun sem er að stærst- um hluta tilkomin vegna fjölgunar skiptifarþega sem er í takt við spár Isavia. Metfjöldi farþega hefur farið um Keflavíkurflugvöll nú í lok sum- ars. Eigið fé samstæðu Isavia í lok tímabils nam tæpum 33 milljörðum króna, og er eiginfjárhlutfall félags- ins 43,0%. Afkoma Isavia jákvæð um 1,6 milljarða króna Morgunblaðið/Árni Sæberg Björn Óli Hauksson segir afkomu Isavia í takt við áætlanir félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.