Morgunblaðið - 13.09.2018, Síða 11

Morgunblaðið - 13.09.2018, Síða 11
Mælingin á Rodrygo Goes var mikilvæg fyrir Soccer Genius. Eft- ir að kappinn sló öll met í mæl- ingum fyrirtækisins og var svo fjórum árum síðar keyptur til eins stærsta og ríkasta knattspyrnu- félags heims á 45 milljónir evra var komin sterk tenging við það að mælingar Soccer Genius virð- ast mæla raunveruleg gæði knatt- spyrnufólks. Tilviljun ein réð því hins vegar að úr þeirri mælingu varð. Einn framkvæmdastjóra þýska íþrótta- vöruframleiðandans Adidas í Bandaríkjunum sá Soccer Genius við mælingar í skóla í Bandaríkj- unum. Bauð hann þeim að slást í för með Adidas að kynna Messi- skóinn í Texas. Þar var lið Santos statt. Brynjar segir mælinguna á Goes skipta máli og bætir við: „Þú getur ímyndað þér ef við ættum mælingar frá Ronaldo, Messi eða Neymar þegar þeir voru 13 ára. Hvort krakkar hefðu ekki áhuga á að gera sömu þrautir og sjá hvar þeir eru í samanburði.“ Rodrygo Goes hvatti aðra til að reyna að slá met sitt fyrir fjórum árum. Dýrmæt mæling á Rodrygo Goes MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 11SPROTAR Rodrygo Goes er nafn sem ekki margir þekkja í knattspyrnuheim- inum. Hann er 17 ára gamall drengur frá Brasilíu og var keyptur til spænska knattspyrnuliðsins Real Madrid í sumar á 45 milljónir evra sem nemur rúmum fimm milljörðum íslenskra króna. Drengurinn er fót- boltasnillingur og það hefur Brynjar Bjarnason, stofnanda íslenska fyrir- tækisins Soccer Genius, grunað um nokkurt skeið. Fyrirtækið sérhæfir sig í mælingu á getu knattspyrnu- fólks og mælir fimm þætti: knattrak, sendingar, spretti, skothraða og ná- kvæmni skota. Fyrir fjórum árum var Goes mældur með tækjum Soccer Genius og til að gera langa sögu stutta þá sló Goes öllum við sem höfðu prófað. Varan sem Soccer Genius býður upp á er aftur á móti ekki aðeins mælingar á knattspyrnu- getu. Sérstaðan liggur í samanburð- inum. Félög geta borið saman hvar þeirra leikmenn standa að meðaltali við önnur félög. Þá geta leikmenn sjálfir borið sig saman við fyrri mæl- ingar sínar og séð hvar þeir geta bætt sig. Samanburður við aðra úti í heimi er einnig mögulegur ef maður vill. Stefna á 100 þúsund mælingar „Þetta er spennandi og skemmti- legt verkefni sem á góða möguleika á markaði. Hversu mikla verður fram- tíðin að leiða í ljós. En þetta er spennandi hugmynd og spennandi fyrirtæki,“ segir Brynjar Bjarnason, stofnandi og framkvæmdastjóri Soccer Genius, í samtali við Við- skiptaMoggann. Fyrirtækið var stofnað árið 2011 og er með starfsemi í þremur löndum, á Íslandi, í Banda- ríkjunum og á Írlandi en Craig Moore, fyrrverandi fyrirliði ástralska landsliðsins í knattspyrnu, er um- boðsmaður fyrirtækisins í Ástralíu. Soccer Genius hefur verið vel tekið víða og er ónefnt félag utan efstu deildar á Englandi með búnaðinn til reynslu. Þá ber þess að geta að Guðni Bergsson, formaður KSÍ og fyrrverandi atvinnumaður í knatt- spyrnu, er einn aðilanna á bakvið fyrirtækið. Um 130 milljónir íslenskra króna hafa verið settar í Soccer Genius sem hlaut meðal annars 25 milljóna styrk frá Tækniþróunarsjóði. Fyrirtækið einblínir á bandarískan markað eins og heiti þess gefur til kynna og er nú þegar í samstarfi við þrettán félög þar í landi, sum hver í efstu deild, sem hafa keypt Soccer Genius græj- ur til að mæla iðkendur. Fyrirtækið stefnir á að vera komið með 100 þús- und mælingar á leikmönnum á fyrri helmingi næsta árs í gagnagrunn sinn og stefnir einnig á að vera í sam- starfi við tíu klúbba til viðbótar þar í landi á sama tímabili. Breytt tekjumódel Fyrst um sinn gekk tekjumódel Soccer Genius út á að selja mæl- ingabúnaðinn. Það breyttist hins vegar eftir að Brynjari og félögum var boðið, ásamt öðrum norrænum sprotafyrirtækjum, að fara til Silicon Valley í Bandaríkjunum. Í stað þess að gera mælingatækin sjálf að aðal- söluvöru var framleiðslunni breytt, hún gerð ódýrari, og hafist var handa vinna við að búa til app þar sem seld- ur er aðgangur að svokallaðri „premium-útgáfu“ en stefnan er að það verði aðaltekjulind fyrirtækisins. Generalprufa í Bandaríkjunum „Við seljum búnaðinn á rúmlega 1000 bandaríkjadali. Mælingarnar eru svo fríar og krakkarnir fá app frítt og þar geta þeir séð hvernig þeir eru að standa sig og geta borið sig saman við liðsfélaga ef þau vilja. En Soccer Genius er fyrst og fremst hugsað fyrir krakka til að sjá hvar þau geta bætt sig,“ segir Brynjar. „Premium-aðgangurinn veitir krökkum aðgang að samskiptakerfi við alla í heiminum. Það kemur til- kynningarkerfi. T.d. þegar einhver lendir í topp 10 í fylkinu, eða heim- inum. Þá fá allir tilkynningu um það. Einstaklingar geta þannig komið sér á framfæri ef þeir kjósa svo,“ segir Brynjar. Í ársbyrjun 2019 mun fyrirtækið taka nokkurs konar generalprufu í Bandaríkjunum og gefa út appið fyr- ir leikmenn sem geta fengið upplýs- ingar um hvernig þeir standa sig beint í símann sinn um leið og mæl- ingu lýkur, endurgjaldslaust. Þjálf- arar þessara félaga sem taka þátt munu einnig fá aðgang til þess að bera saman mælingar leikmanna inn- an sinna raða. Þá mun einnig verða sérstakur aðgangur fyrir njósnara knattspyrnuliða sem geta nálgast mælingar þeirra leikmanna sem hafa kosið það sjálfir að hafa aðgang sinn opinn. Leit að fjárfestum hluti af langtímaplani Brynjar og félagar hyggjast einnig vera með viðburði í kringum Soccer Genius í Bandaríkjunum á næsta ári og er það einkum til þess að vekja at- hygli á vörunni. „Stefnan er að vera með Soccer Genius fylkisins, Soccer Genius Ís- land og svo framvegis. Þeir sem verða með premium-aðgang munu hafa rétt til þess að keppa að því að komast á þessa viðburði. Á þá geta væntanlegir viðskiptavinir mætt til að sjá og upplifa stemninguna. Þá sjá einnig njósnarar alla bestu leikmenn- ina á einum stað,“ segir Brynjar. „Markmiðið hjá okkur er að um þetta leyti á næsta ári þá séum við að taka inn eða leita eftir stórum fjár- festum og séum búin að fara með nýja módelið í gegnum alla þá kúnna sem við erum með og komnir inn í fleiri klúbba til viðbótar. Að við verð- um með þetta app og búnir að láta reyna á það og sanna, og leita þá eftir fjárfestum til að springa út ef að- stæður verða þannig. Það er svona planið okkar að ná þessu eftir ár,“ segir Brynjar. Fótboltasnillingar framtíðar mældir Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Fyrirtækið Soccer Genius mælir getu knattspyrnu- fólks á ýmsum sviðum knattspyrnunnar og hyggst gefa út app á næsta ári þar sem notendur geta borið saman mælingar sínar við sig og aðra og komið sér á framfæri á stóra sviðinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Brynjar Bjarnason er stofnandi Soccer Genius. Hér eru mælingartækin uppsett og ungir iðkendur á fullri ferð. Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.