Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 12
hafa þá efnt til mótmæla þar vegna hvalveið- anna.“ En eitt er það að semja við Kristján Loftsson um kaupin. Annað mál og ekki síður vandasamt snýr að fjármögnuninni sem Landsbankinn hafði veg og vanda af. Fölna ekki grandalausir banka- menn þegar þú berð þeim þau tíðindi að þú hygg- ist kaupa HB Granda fyrir milljarðatugi og að þú þurfir að fá bankann til að leggja út fyrir því? „Nei, nei. Þeir þekkja mig þarna. Við keyptum Útgerðarfélag Akureyringa á sínum tíma. Það var lægri fjárhæð en þetta en mjög há á þeim tíma. Bankinn er í þeirri stöðu með þessi við- skipti að hann veit vel hvað verið er að kaupa. Auk þess er Brim stórt og öflugt fyrirtæki og með sterkt eigið fé og hefur lengi verið í við- skiptum við bankann. Við lítum svo á að það við- skiptasamband teygi sig sextíu ár aftur í tímann. Á þeim tíma hefur margt gerst og oft er minnst á bankahrunið í því sambandi en þau mál hafa öll verið gerð upp og hafa engin áhrif á viðskipti milli okkar.“ Landsbankinn tapaði engu á Brimi Þar vitnar Guðmundur til þess að hann átti í hlutafélögum sem töpuðu gríðarlegum fjár- munum við fall bankanna. Hann segir umræðuna um afskriftir vegna þeirra viðskipta ósanngjarna. „Þessi félög fóru á hausinn en þau höfðu fyrir orð bankanna fjárfest í bankakerfinu. Það reynd- ist reist á ótraustum grunni. Bréfin hurfu og skuldirnar um leið. Bankarnir tóku áhættu og þess vegna greiðum við þeim vexti og álag. Það var ekki eins og að við hefðum tekið lán í bank- anum og farið á eitthvert eyðslufyllerí. Við fjár- festum í kerfinu sjálfu og það einfaldlega hrundi.“ En lánafyrirgreiðslan hjá Landsbankanum var stór í sniðum. Með viðskiptunum skapaðist auk þess yfirtökuskylda á félaginu og veltu margir vöngum yfir því hvort Guðmundur hefði burði til þess að taka félagið allt í fangið ef stemning yrði fyrir því í hluthafahópnum að hverfa frá borði. Hann segist aldrei hafa óttast að sú staða kæmi upp. „Við vissum að það voru margir sem vildu koma með okkur í þessi kaup. Við mátum það svo að það væri farsælast fyrir samfélagið og HB Granda að lífeyrissjóðirnir myndu áfram vera stórir eigendur í fyrirtækinu. Sjóðirnir hafa á síð- ustu árum kvartað mikið undan því að hafa ekki tækifæri til að fjárfesta í sjávarútvegi en sjávar- útvegurinn hefur verið dálítið skeptískur út í líf- eyrissjóðina því á árunum 1991 til 2005 þegar sjávarútvegurinn var á almennum hlutabréfa- markaði þá voru lífeyrissjóðirnir fyrstir út úr fyrirtækjunum þegar eitthvað bjátaði á. Ég fór vel yfir það með forsvarsmönnum lífeyrissjóð- anna að það væri mikilvægt fyrir alla að hafa stórt og stöndugt félag í þessari grein skráð á markað. Með því móti hefur almenningur mögu- leika að kaupa hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtæki. Sjóðirnir keyptu það, enda af hverju hefðu þeir átt að selja sig út úr eina sjávarútvegsfyrirtæk- inu sem er á markaði? Til þess eins að leita sér að nýjum fjárfestingarkostum? Með þessum kaup- um voru lífeyrissjóðirnir í raun bara að fá með sér annan fagaðila inn í HB Granda og það hlýtur að hafa verið góð lending fyrir þá. “ Þannig að lífeyrissjóðirnir ákváðu fljótt að taka slaginn með þér í þessum viðskiptum? „Ég kynnti þeim framtíðarsýn sem ég hef fyrir fyrirtækið. Ég vildi að HB Grandi yrði í 12% Í mötuneytinu hjá HB Granda er boðið upp á dýrindis fiskibollur þegar blaðamann ber að garði. Allt virðist ganga sinn vanagang í þessu rótgróna fyrirtæki, jafnvel þótt nýlega hafi Guð- mundur Kristjánsson komið sem stormsveipur á vettvang, keypt 37% hlut í félaginu á 23,6 millj- arða króna og tekið sæti stjórnarformanns. Stjórnendur og starfsfólk voru rétt að ná áttum þegar forstjórinn fór frá borði og eins og hendi var veifað var stjórnarformaðurinn tekinn við forstjórastöðunni. Einhverjir hafa eflaust haldið að þá myndi öld- urnar lægja, í bili að minnsta kosti. En þeir þekktu ekki nýjan skipherra nægilega vel. Í lið- inni viku var tilkynnt að HB Grandi hefði fest kaup á öllu hlutafé útgerðarfélagsins Ögurvíkur. Kaupverðið, litlir 12,3 milljarðar. En seljandinn er Brim (Guðmundur er þar stærsti einstaki hluthafi) og þótt ekki fari það hátt er pískrað á markaði um þessar vendingar allar. Þess vegna er tímabært að taka hús á Guðmundi og fara yfir stöðu mála. Hvað olli því að þú tókst ákvörðun um að ráð- ast í þessi risakaup í HB Granda? „Ég hef verið í sjávarútvegi alla mína ævi og ég hef búið í Reykjavík í 20 ár. HB Grandi er spennandi og öflugt fyrirtæki, staðsetningin er góð. Það var mjög freistandi að taka við þessu sögufræga fyrirtæki.“ Setti sig í samband við Kristján Loftsson En það er ekki úr vegi að spyrja Guðmund hvernig kaup af þessari stærðargráðu komast á rekspöl. „Ég hringdi í Kristján Loftsson en við höfum þekkst mjög lengi og ég þekki sýn hans á rekst- ur. Hann og Árni Vilhjálmsson hafa rekið fyrir- tækið með mjög farsælum hætti í 30 ár. Ég var mjög ánægður með að Kristján vildi setjast niður og skoða þetta.“ En tók langan tíma að komast að niðurstöðu í viðræðunum milli ykkar? „Nei. Þetta gekk mjög hratt fyrir sig. Eftir að við ákváðum að setjast niður þá vorum við ekki lengi að þessu. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að menn eigi ekki að hanga lengi yfir svona hlut- um.“ Spurður út í þá ákvörðun Kristjáns að selja hlutinn segir hann að líta megi á hana sem rök- rétt framhald í starfsemi fyrirtækisins. „Það má segja að það hafi verið eðlilegt að það kæmi að kynslóðaskiptum í HB Granda núna. Kristján og Árni tóku við félaginu á 9. áratugnum og hafa breytt því mjög frá þeim tíma. Nú er komið að nýjum kafla. Ég virði það mjög við Kristján að hafa litið með þeim augum á þetta. Hann hefur látið HB Granda ganga fyrir.“ Guðmundur segir að með eigenda- og kyn- slóðaskiptunum felist einnig tækifæri sem ekki liggi í augum uppi. „Flestir Íslendingar skilja mikilvægi þess að veiða hval upp á jafnvægið í lífríkinu en það virð- ast vera svo margir annarrar skoðunar úti í heimi sem eru ekki sáttir við hvalveiðar og vinnslu af- urða úr þeim. Sú staðreynd hefur háð HB Granda í því að koma sér inn á neytendamarkað vegna þeirra tengsla sem voru milli fyrirtækisins og Hvals hf. Kristján og allir vita það mæta vel. Nú kunna að vera tækifæri fyrir HB Granda þeg- ar þessi tengsl eru ekki lengur til staðar. Það hef- ur t.d. reynst erfitt hingað til að koma vörum okkar beint á stóru verslanakeðjurnar í Banda- ríkjunum og Evrópu því hvalafriðunarsinnar kvótaþakinu að minnsta kosti. En það er fleira sem þarf að gerast. Við munum án efa leita sam- starfs við sjávarútvegsfyrirtæki í nágrannalönd- unum og víðar. Og þá viljum við líka fjárfesta í sölu- og markaðsfyrirtæki erlendis. Félagið er að byrja vinnu við nýja stefnumótun í þessum anda.“ Guðmundur segir þessa nálgun nauðsynlega, ætli HB Grandi að standast þá samkeppni sem honum er búin á heimsmarkaði. „Við þurfum að hafa eins miklar aflaheimildir og kostur er til að tryggja hagkvæmni og afhend- ingaröryggi til okkar viðskiptavina. En við þurf- um líka að komast nær viðskiptavinunum svo við vitum nákvæmlega á hverjum tíma hvað hann vill fá. Í dag er of langt á milli okkar og þeirra. Reksturinn ræðst einfaldlega meira og meira af því hvað kúnninn er tilbúinn til að greiða fyrir vöruna og hvað við fáum fyrir fiskinn þegar við flytjum hann úr landi.“ Meiri verðmæti út úr hráefninu Eru stærstu áskoranirnar í verðlagningu vör- unnar? „Meðal annars. Og nýtingunni á afurðinni. Sjáðu bara Kerecis og kollagenframleiðsluna, hvernig við þurrkum hausa á Nígeríu, niður- suðuna á lifrinni og kavíar úr hrognunum. Þarna liggja gríðarleg tækifæri til verðmætasköpunar. En við verðum líka að fá viðskiptavinina til að meta vöruna rétt. Í dag erum við að selja karfa og ufsa á u.þ.b. 2 dollara kg út úr landinu. Mark- ríllinn er á 1,5 dollara, loðnan hefur farið upp í 1 dollara og kg af þorski selst á 4 dollara. En lax- inn, sem er eldisfiskur, er kominn upp í 8-9 doll- ara á kg þrátt fyrir gríðarlegt framboð af honum. Við eigum mikið starf framundan við að hækka verðið á villtu sjávarfangi úr Norður-Atlantshafi. Það gengur ekki að eldislaxinn sé seldur á tvö- földu verði á við þorskinn og fjórföldu verði á við ufsann og karfann. Næsta skref er að markaðs- setja þessa vöru þannig að viðskiptavinirnir verði ánægðir með að kaupa villta náttúruafurð.“ Þegar Guðmundur er spurður nánar út í möguleika HB Granda til þess að stækka nefnir hann að félagið sé lítið í samanburði við mörg þeirra fyrirtækja sem það keppi við á heims- markaði. „Við komumst ekki einu sinni á blað. Eitt af því sem kemur í veg fyrir frekari vöxt í dag er þakið á aflamarkinu sem er 12%. Ég er reyndar á þeirri skoðun að HB Grandi ætti að hafa meiri heim- ildir. Félagið er skráð á markað, í dreifðri eignar- aðild og allir geta keypt sig inn í það eða selt. Stjórnvöld verða að ákveða hvar markið liggur en ég sæi fyrir mér að skráð félag eins og HB Grandi gæti haldið á 20% aflaheimildanna í land- inu. Við sjáum að það eru ekki mörg stór dagblöð á Íslandi, það eru ekki margir stórir bankar eða mörg stór tryggingafélög. Til þess að ná árangri í markaðssetningu, alþjóðlegri samkeppni, auk- inni sjálfvirkni, þróun vörunnar og öðru slíku þá þýðir ekki fyrir okkur sem þjóð á keyra þetta allt á litlum fyrirtækjum. Þá tapast tækifærið sem felst í aukinni hagræðingu og þá tapa allir. “ Guðmundi verður tíðrætt um aflamarkið og þau takmörk sem HB Granda eru sett sökum þeirra girðinga sem kerfið byggist á. En hann segir að kaupin á Ögurvík í liðinni viku séu liður í að styrkja félagið innan þess ramma. „Með þessum kaupum erum við að styrkja stöðu félagsins í tegundum sem HB Grandi hefur ekki verið sterkur í. Þar á ég einkum við í þorski. Ég segi að það sé lykilatriði fyrir sjávarútvegs- fyrirtæki að gera það. Það er alltaf hægt að smíða skip. Það er enginn skortur á stáli í heim- inum eða vinnuafli til að smíða úr því skip. En aflaheimildirnar eru af skornum skammti.“ Kaupin á Ögurvík kosta HB Granda 12,3 milljarða ef þau hljóta samþykki í stjórn. Það er Þurfa að vaxa út fyrir landsteinana Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Guðmundur Kristjánsson, sem oftast er kenndur við Brim, segir gamlan draum hafa ræst þegar hann festi kaup á 37% hlut í HB Granda. Hann hyggst breyta fyrirtækinu á komandi árum og hann vill stækka með út- rás til útlanda. Hann segir Brim ekki hafa grætt mikla fjármuni á sölu Ögurvíkur til HB Granda í liðinni viku en að viðskiptin efli bæði fyrirtækin til framtíðar. 12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018VIÐTAL Segir veiðigjöldin v Guðmundur hefur líkt og fleiri í sjávarútvegi gagnrýnt veiðigjaldakerfið harkalega. Hann er ómyrkur í máli þegar talið berst að því. „Það verður að hafa þetta kerfi gagnsætt og að það sé ekki byggt upp þannig að það mismuni og menn gruni að verið sé að hygla vinum og kunningjum. Af hverju eru sumar tegundir með há gjöld en aðrar lág gjöld? Hann segist vilja breyta kerfinu og gera það gagnsærra. „Ég myndi vilja kalla þetta auðlindaskatt og að hann verði lagður á allar auðlindir. Stjórnmálamenn á Stór-Reykjavíkursvæðinu tala í upphrópunum um að sjávarútvegurinn eigi að geta bjargað öllu ríkisbákninu. Ríkið er með um 900 milljarða í tekjur. Hvort veiði- gjaldið er 5 eða 10 milljarðar skiptir ríkissjóð engu máli. En 85% sjávarútvegsins eru úti á landi og það skiptir hann og landsbyggðina öllu máli hvort skatturinn er 5 eða 10 millj- arðar, tala nú ekki um ef afkoma sjávar- útvegs er slæm. Hvernig heldur þú að yrði brugðist við ef þingmenn landsbyggðarinnar legðu nú ofuráherslu á að það yrði lagður sérstakur ofurskattur á Orkuveitu Reykjavík- ur og Veitur til þess að standa undir rík- isrekstrinum og í framhaldi yrðu griðarlegar hækkanir á fyrirtæki hér á Stór-Reykjavík- ursvæðinu? Ég er hræddur um að það yrði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.