Morgunblaðið - 13.09.2018, Side 14

Morgunblaðið - 13.09.2018, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018FRÉTTIR Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar „Viðskiptastríð eru af hinu góða, og auðvelt að standa uppi sem sigurveg- ari,“ tísti Donald Trump sísvona í mars síðastliðnum. Í sögubókunum verður þessara ummæla ef til vill minnst sem spádóms af sama toga og þegar því var spáð í Bretlandi í ágúst 1914 að fyrri heimsstyrjöldinni myndi „verða lokið fyrir jól“. Þegar Bandaríkjaforseti reið á vaðið í júní og hækkaði tolla á 50 milljarða dala virði af kínverskum innflutningi þá leiddi það ekki til skjótfengins sigurs. Þvert á móti svöruðu Kínverjarnir í sömu mynt. Núna undirbýr Trump að leggja tolla á kínverskar vörur fyrir 200 millj- arða til viðbótar, og sennilegt að ráðamenn í Peking gjaldi líku líkt, enn eina ferðina. Heimsbyggðin rambar á barmi meiriháttar við- skiptastríðs á milli Bandaríkjanna og Kína og ósennilegt að átökunum ljúki fljótlega. Vonast eftir samningum Fram til þessa hafa markaðirnir verið undarlega rólegir yfir þessari þróun. Kannski væntir fólk þess að Bandaríkin og Kína nái að semja á síðustu stundu. En það er allt of mik- il værukærð að reikna með að allt blessist. Raunin er sú að pólitískir, efnahagslegir og taktískir þættir eru að ýta báðum fylkingum út í lang- dregin átök. Ef bæði lönd standa við það sem þau hafa hótað þá munu nýir tollar bráðum ná yfir meira en helminginn af öllum viðskiptum sem þau eiga sín á milli – og Trump hótar að ganga jafnvel enn lengra þegar því marki er náð og í reynd hækka tolla á allan innflutning frá Kína til Bandaríkj- anna. Stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna og mikilvægustu vörurnar sem það- an koma eru nú þegar í eldlínunni. Í síðustu viku varaði Apple við því að snjalltækjaframleiðandinn gæti þurft að hækka verð á vörum sínum ef verður af þeim tollahækkunum sem boðaðar hafa verið. Forsetinn brást við þessu með því að leggja til að Apple færði framleiðslu sína til Bandaríkjanna. Bandarískum bænd- um, sem hafa liðið fyrir hækkaða tolla Kínverja á sojabaunir, hefur verið boðið að fá ríkisstyrki og sagt að sýna meiri þjóðhollustu. Pólitískir þættir valda því að það mun verða mjög erfitt fyrir bæði Trump og Xi Jinping Kínaforseta að vera fyrri til að gefa eitthvað eftir. Hugsanlega gæti Trump sætt sig við táknrænan sigur en Xi hefur ekki efni á táknrænum ósigri. Almenningi í Kína hefur verið kennt að „öld nið- urlægingar“ hafi hafist þegar Bret- land þvingaði Qing-konungsættina til að gera tilslakanir í milliríkja- viðskiptum á 19. öld. Xi hefur lofað samlöndum sínum að „reisa kín- verska alþýðu aftur til dýrðar“ svo að landið verði aldrei niðurlægt á ný. Engar minniháttar tilslakanir Það er líka rétt að efast um, þegar Kína á í hlut, að ríkisstjórn Trumps geti gert sér að góðu minniháttar til- slakanir – eins og það loforð Kínverja að kaupa meira af vörum frá Banda- ríkjunum eða breyta núgildandi reglum um samvogunarfélög (e. joint ventures). Fylgjendur verndarstefnu í innsta hring ríkisstjórnarinnar – og sér í lagi alþjóða- viðskiptafulltrúinn Robert Lighthizer, og Peter Navarro viðskipta- og iðnaðarráðgjafi Hvíta hússins – hafa lengi litið á Kína sem aðalástæðuna fyrir viðskiptavanda Bandaríkjanna. Það er ljós í myrkrinu fyrir bjart- sýnisfólkið að Trump hefur að undanförnu, en þó hugsanlega bara tímabundið, dregið úr hótunum sín- um í garð Mexíkó og Evrópusam- bandsins. Mexíkóarnir hafa lofað að breyta aðfangakeðjum bílaverk- smiðjanna þar í landi og Evrópusam- bandið heitið því að kaupa meira af bandarískum sojabaunum og jarð- gasi, og hefja viðræður um gerð frí- verslunarsamnings. En deilur Bandaríkjanna og Kína eru mun víðfeðmari en deilurnar við ESB og Mexíkó. Þær varða ekki bara tilteknar verndaðar atvinnu- greinar, heldur hvernig allri upp- byggingu kínverska hagkerfisins er háttað. Bandaríkin eru sér í lagi mótfallin því hvernig Kína notar iðnaðarstefnu sína til að byggja upp fyrirtæki sem hafa burði til að verða leiðandi í mikilvægustu iðngreinum framtíð- arinnar, s.s. framleiðslu sjálfakandi bíla og þróun gervigreindar. En þær breytingar sem Bandaríkin vilja að ráðamenn í Peking geri á „Framleitt í Kína 2025“ áætluninni myndu krefj- ast víðtækrar endurskoðunar á tengslum kínverska ríkisins og alls iðnaðar í landinu, og það myndi ekki bara hafa efnahagslegar heldur einn- ig pólitískar afleiðingar. Frá sjónarhorni stjórnarherranna í Peking virðist sem að Bandaríkin séu að reyna að koma í veg fyrir að kínversk iðnfyrirtæki nútímavæðist þannig að Bandaríkin geti áfram haldið yfirburðastöðu sinni á arðbær- ustu sviðum alþjóðahagkerfisins, og á sviði hernaðarlega mikilvægrar tækni. Gildir einu hver er við stjórn- völinn í Kína – þar verður aldrei fall- ist á að draga úr metnaði landsins á þessum sviðum. Þeir einu sem ógna í raun Deilurnar um iðn- og tæknigreinar framtíðarinnar undirstrika líka að sú togstreita sem hefur skapast við- skiptum þjóðanna hefur á sér takt- ískar hliðar – sem er nokkuð sem kemur ekkert við sögu í ágreiningi ríkisstjórnar Trumps við Mexíkó, Kanada og ESB. Kína er eina landið sem gæti með raunhæfum hætti ógnað yfirburða- stöðu Bandaríkjanna á alþjóðavett- vangi á 21. öld. Þó að tollarnir sem Trump hefur innleitt séu til marks um hans eigin sérvisku – sér í lagi langvarandi hrifningu hans á vernd- arstefnu – þá eru tollarnir líka til marks um víðtæka breytingu sem er að verða á viðhorfi Bandaríkjanna í garð Kína. Víða í bandaríska stjórnkerfinu, og langt út fyrir ríkisstjórn Trumps, nýtur það viðhorf minnkandi fylgis að besta leiðin til að fást við æ sterk- ari stöðu Kína sé að auka viðskiptin á milli þjóðanna. Þvert á móti eru sí- fellt fleiri sem þætti réttast að þjóð- irnar tvær færu í hár saman. Hátt sett fólk úr röðum demókrata kallar núna af jafn miklum krafti og Trump eftir því að tollum og viðskiptaþving- unum verði beitt á Kína. Það magnar upp hættuna af átök- um milli Bandaraíkjanna og Kína að löndin virðast bæði trúa því að þau muni hafa betur í þessari rimmu. Bandaríkjamenn halda að þeir muni sigra af því að Kína er í dag með mjög mikinn afgang af vöruskiptum sínum við Bandaríkin, muni því tapa meiru á tollastríði og verða fyrra til að gefa eftir. Kínverjarnir gera sér aftur á móti grein fyrir þeirri ring- ulreið sem ríkir í Washington og hversu fljótt það ergir bandaríska kjósendur ef þeir verða varir við að verðlag er tekið að hækka. Báðar fylkingar eru að setja sig í stellingar til að sýna hvor er sterkari. Og það er ólíklegt að niður- staðan verði ljós fyrir jól. Stefna hraðbyri í átt að viðskiptastríði Eftir Gideon Rachman Fátt bendir til þess að stjórnvöld í Washington eða Peking muni gefa þannig eftir í viðskipta- deilum sín í milli að forða megi frá meiriháttar við- skiptastríði milli risanna tveggja. Justin Sullivan/AFP Forystumenn Bandaríkjanna og Kína takast hart á og stórt tollastríð er í uppsiglingu að öllu óbreyttu. ©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Af síðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.