Morgunblaðið - 13.09.2018, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 15FRÉTTIR
Það er vissara að fara að öllu með gát. Fólksbílaframleiðandinn Volvo
Cars, sem m.a. er þekktur fyrir að hafa fundið upp bílbeltið, hefur lengi
haft á sér orð fyrir að vilja forðast hvers kyns áhættu. Þessa frægu var-
kárni má mjög greinilega sjá í þeirri ákvörðun félagsins að fresta skrán-
ingu á hlutabréfamarkað. Sænska fyrirtækið, og kínverska móðurfélagið
Geely, óttast að tollastríð gæti haft neikvæð áhrif á útboðsverð hlutabréf-
anna.
Ákvörðun Volvo er í þveröfuga átt við Aston Martin sem staðfesti á
mánudag að félagið stefndi að skráningu. En uppáhalds-bílasmiður
James Bond vill meina að fyrirtækið geti markaðssett sig sem lúxus-
vörumerki. Það gæti veitt þeim einhverja vernd frá þeirri ógæfu sem hef-
ur plagað stóru bílaframleiðendurna. Er eðlilegt af Volvo að halda að titr-
ingur á mörkuðum muni koma sér illa fyrir félagið. Stoxx 600
bílgreinavísitalan hefur lækkað um 15% það sem af er þessu ári.
En að þessu sögðu þá er stærsta ógnin við fyrirhugað hlutafjárútboð
Volvo allt of hátt viðmiðunarverð, miklu frekar en það að stórveldin fari að
skiptast á að hækka tolla hvort á annað. Tollastríð ætti að hafa takmörkuð
áhrif á reksturinn. Á sex ára tímabili til og með 2017 fjórfaldaði Volvo
heildarhlutfall þeirra bíla sem fyrirtækið framleiðir í Kína upp í 17%. Til að
komast í kringum hækkaða tolla eru þeir XC60 sportjeppar sem Volvo sel-
ur í Bandaríkjunum núna framleiddir í Svíþjóð frekar en Kína. Ný verk-
smiðja í Suður-Karólínu mun auka enn frekar á sveigjanleika félagsins.
Það verð sem Geely hefur reiknað út er mun stærri þröskuldur. Félag-
ið metur Volvo Cars á 30 milljarða dala sem er sextán sinnum meira en
Geely greiddi Ford fyrir allan reksturinn árið 2010. Virðist þetta helst til
vel í lagt, þó svo að Geely hafi tekist undravel að reisa reksturinn við.
Þökk sé Geely gat Volvo sótt í digra sjóði og hafði með því svigrúm til að
endurskapa vörumerkið. Fyrir vikið er Volvo ekki lengur efniviður í
brandara eins og þennan: Hvað kallarðu Volvo sem er kominn upp á háan
hól? – Kraftaverk. Bankarnir sem koma að hlutafjárútboðinu reyna að
réttlæta verðmatið með því að benda á aðrar eignir samsteypunnar, s.s.
rafbílamerkið Polestar, og óheftan aðgang að kínverska markaðinum. En
30 milljarðar dala jafngilda því að heildarvirði Volvo Cars nemi tífaldri
EBITDA. Jafnvel þó að til standi að selja tvöfalt fleiri bíla um miðjan
næsta áratug og auka arðsemi fyrirtækisins um 50%, þá er verðmatið
hátt. Til samanburðar er heildarvirði BMW fimmfalt hærra en EBITDA.
Daimler er rétt yfir tvöföldu EBITDA.
Volvo vonast til að hlutafjárútboðið muni bara frestast, frekar en að það
verði blásið af. Félaginu veitir ekki af meira fjármagni til að standa undir
metnaðarfullum áætlunum á sviði rafdrifinna og sjálfakandi bíla. En þeg-
ar að lokum kemur að skráningu þarf Geely að slá af kröfunum. Rétt eins
og fólkið sem ekur þeim þá eru Volvo bílar íhaldssamir og jarðbundnir.
Hið sama mun líklega gilda um útboðsverð fyrirtækisins sem fram-
leiðir þá.
LEX
Geely og Volvo:
stigið á bremsuna
Í úthöfunum má finna ólýsanleg
verðmæti. Þar er þó ekki um að
ræða gull og gimsteina í flökum
sokkinna skipa heldur nýstárlegri
tegund af fjársjóði: erfðaefni millj-
óna sjávardýra.
Fyrirtæki eru nú þegar byrjuð að
sækja í þennan sjóð. Búið er að veita
einkaleyfi fyrir um það bil 13.000
genaröðum úr meira en 800 sjávar-
dýrum – og á þýski efnaframleiðand-
inn BASF tæplega helming þessara
leyfa. Þessar sláandi tölur eru meðal
þess sem rætt verður um á fundum
sem nú standa yfir hjá Sameinuðu
þjóðunum í New York um mikið
hitamál: hver ætti að eiga og njóta
góðs af gríðarlegri líffræðilegri fjöl-
breytni hafsins?
Spurningin er jafn víðfeðm og haf-
ið er djúpt, og þarf að svara með
hliðsjón af nýjustu framförum á sviði
vísinda, viðskiptahagsmunum og al-
þjóðasáttmálum – sem öll geta
stangast á. Samningur Sameinuðu
þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni
og Nagoya-bókunin frá 2010 veita
þjóðum vernd gegn líffræðilegum
stuldi (e. biopiracy), þ.e. að aðilar
eigni sér erfðaefni plantna og dýra
sem lifa í hverju landi fyrir sig. En
þessi vernd nær ekki mikið lengra
en niður að flæðarmálinu og á ekki
lengur við þegar komið er út á al-
þjóðleg hafsvæði utan 200 mílna lög-
sögunnar.
Fyrir erfðavísindabyltinguna
Og þar verða reglurnar óljósar.
Hafréttarsamningur Sameinuðu
þjóðanna frá 1982, sem var ritaður
löngu áður en erfðavísindabyltingin
hófst, kveður á um að þær auðlindir
sem finna má á eða undir sjávar-
botninum, s.s. steinefni, eru „sam-
eiginleg arfleifð mannkynsins“.
Óvissan um hvernig heimfæra á
þessar reglur upp á erfðaefni sjávar-
lífvera – og samræma við það frelsi
sem lögin tryggja öllum til að ferðast
óheft um úthöfin – veldur því að sjór-
inn er farinn að minna á svæðið
Klondike á tímum gullæðisins mikla.
Marjo Vierros, rannsóknar-
fræðimaður á hafréttarsviði Háskóla
Sameinuðu þjóðanna, fræðastofnun
SÞ, hefur kortlagt hvernig fyrirtæki
hafa fengið einkaleyfi á erfðaefni
sjávarlífvera af nærri öllum mögu-
legum toga, frá svömpum, kórölum,
ormum, lindýrum, þörungum, fisk-
um (þar á meðal hákörlum) og örver-
um (fornbakteríum og bakteríum).
Margar af þessum genaröðum ættu
að geta nýst í efnaframleiðslu, en
sumar væri mögulega hægt að nota
til að þróa ný lyf eða jafnvel sem hrá-
efni í snyrtivörur.
Flest af þeim einkaleyfum sem
gefin hafa verið út til þessa ná til
erfðaefnis lífvera sem fundist hafa
innan efnahagslögsögu þjóða, en
verðmætustu erfðaefnin gætu leynst
á dýpstu úthafssvæðum. Á hafsbotni
búa jaðarlífverur (e. extremophiles)
sem hafa aðlagast miklum kulda,
gríðarlegum þrýstingi og, þegar þær
lifa nálægt jarðhitasprungum, mjög
súru umhverfi. Með því að finna þau
erfðaefni sem gera örverum mögu-
legt að lifa við hitasprungur á hafs-
botni og t.d. splæsa þeim saman við
nytjaplöntur sem gætu þá vaxið í
súrum jarðvegi, væri augljóslega
hægt að hagnast vel. Reiknað er með
að árið 2025 verði sjávarlíftækni-
markaðurinn orðinn meira en 6,4
milljarða dala virði.
BASF þurfti ekki að ráðast í
kostnaðarsama rannsóknarleið-
angra til að sanka að sér stóru safni
einkaleyfa: það eina sem fyrirtækið
gerði var að kemba erfðaefnisgagna-
grunna sem eru öllum opnir og síð-
an, á fullkomlega löglegan hátt,
sækja um einkaleyfi á genaröðunum.
BASF sópar til sín erfðaefnum
Í grein sem birt var á dögunum í
Science Advances skjalfestir Robert
Blasiak, sem stundar rannsóknir á
verndun sjávarlífvera við Stokk-
hólmsháskóla, hvernig fyrirtækið
sópaði til sín erfðaefnunum.
Auk þess að sýna hve fyrirferðar-
mikið BASF er orðið á þessu sviði,
þá leiddi greining á nærri 13.000
einkaleyfum á erfðaefni sjávar-
lífvera í ljós að 165 ríki eiga engin
slík einkaleyfi, og vekur það eðlileg-
ar spurningar um hvað telst réttlátt í
þessum efnum. Hann skrifar að það
sé „brýnt að lagaramminn utan um
aðgang að erfðaefni sjávarlífvera, og
réttinn til að nýta það, verði gerður
skýrari“. Eitt tilbrigði við lausn væri
að eigendum einkaleyfa væri gert að
láta fé af hendi rakna í alþjóðlegan
sjóð sem fátækari þjóðir gætu sótt í.
Skráning einkaleyfa á erfðaefni
sjávarlífvera minnir á lagadeilurnar
sem spunnust í kringum eignarhald
á erfðaefni úr mannfólki. Þær deilur
hófust um miðjan 10. áratuginn þeg-
ar Myriad Genetics sótti um einka-
leyfi á tveimur genum sem tengjast
auknum líkum á myndun brjósta-
krabbameins. Fyrirtækið þróaði
einkaréttarvarið erfðapróf sem það
seldi fyrir 4.000 dali og höfðaði mál á
hendur keppinautum sem buðu
ódýrari próf til sölu. Þessi deila stóð
til ársins 2013 þegar Hæstiréttur
Bandaríkjanna úrskurðaði á end-
anum að einkaleyfi Myriad væru
ógild því að erfðaefni yrði til með
náttúrulegum ferlum.
Núna þurfum við öll að leggja á
djúpið og reyna að fá því svarað
hver er réttmætur eigandi svamp-
anna, kóralanna, fiskanna, lindýr-
anna, ormanna og jafnvel
bakteríanna.
Í höfunum leynist líf-
fræðilegur fjársjóður
Eftir Anjönu Ahuja
Hver getur gert tilkall til
þeirra milljóna sjávardýra
sem í höfunum búa? Munu
einkafyrirtæki geta brotið
þann eignarrétt undir sig
eða verður þjóðum heims
gert kleift að nýta þau
verðmæti sem í þeim
kunna að felast? Það ligg-
ur ekki enn ljóst fyrir.
Bylting í vísindum veldur því að nú geta erfðaefni, sem áður voru mönnum
með öllu dulin, orðið með ýmsum hætti uppspretta gríðarlegra verðmæta.
Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is
Sími: 535 9000 | bilanaust.is
Gæði, reynsla og gott verð
Vottaðir hágæða
VARAHLUTIR
í flestar gerðir bifreiða
Siðan 1962
Bílanaust er einnig í Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum