Morgunblaðið - 13.09.2018, Side 20

Morgunblaðið - 13.09.2018, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018SJÓNARHÓLL HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í KRISTINN MAGNÚSSON Gjarnan er talað um að fjölmiðlar séu fjórðavaldið, við hlið dómsvaldsins, framkvæmda-valdsins og löggjafarvaldsins með tilvísun til hlutverks þeirra sem einnar af stoðum lýðræðisins. Sumir halda því fram að fjölmiðlar séu í eðli sínu nei- kvæðir, að þeir fjalli frekar um neikvæðar hliðar mannlífsins en þær jákvæðu. Meint gagnvirkni milli fjölmiðla og samfélagsmiðla hefur síst slegið á þessar kenningar. Ef til vill er það svo að neikvæðar fréttir vekja meiri athygli en þær jákvæðu og afkoma fjöl- miðla byggist sem kunnugt er á sem mestri athygli og svörun. Hve miklum árangri ætli sífelld endurtekning skili þegar kynna á mikilvægi tiltek- inna sjónarmiða? Hlutir verða stundum fyrst áberandi ef þeir eru endurteknir. Þannig getur endurtekningin aukið áhrifamátt skilaboða og í auglýsingum og markaðssetningu er þetta áber- andi. Dr. Joe Vitale hefur haldið því fram að hugsanir séu sendar út með rafrænni tíðni og dragi þann- ig að sér samsvarandi tíðni. Því oftar sem sama hugsunin sé send út, þeim mun meiri líkur séu á samsvörun, eða nokkurs konar seguláhrifum. Hve oft ætli umræðan á kaffistofunum spegli umfjöllun fjöl- miðlanna? Áhugavert er að skoða hlutverk fjölmiðla þegar kemur að skoðanamyndun almennings. Nýlegasta dæmið er kannski yfirlýsing sænska ríkissjónvarpsins (SVT) í kjölfar ummæla Jimmies Åkessons, formanns Svíþjóðardemókrata, í kosningaþætti þar í landi. Yfirlýsingin var þess efnis að orðræða Jimmies hefði falið í sér „blygðunarlausa alhæfingu um útlendinga og að SVT hafnaði henni“. Menn veltu því fyrir sér hvort þessi yfirlýsing gæti haft áhrif á niðurstöður kosninganna og þá á hvorn veginn. Enginn veit með vissu hvaða áhrif fjölmiðlar hafa á þróun markaða með umfjöllun sinni en nokkuð ljóst er að þau áhrif geta verið mikil. Af þessu leiðir að fjölmiðlar geta þannig haft áhrif á hugsanir og skoðanir þeirra sem taka kaupákvarðanir. Í þessu samhengi er vert að velta fyrir sér áhrifum fjölmiðla á hagsveiflur. Ætli „krepputal“ fjölmiðla geti ýtt undir eða flýtt fyrir hagsveiflum í báðar átt- ir? Undanfarið hefur borið á aukinni tíðni svokallaðra kreppufrétta hjá íslenskum fjölmiðlum. Tíðar fréttir af versnandi stöðu íslensku flugfélaganna hafa til dæmis verið áberandi. Sama gildir um þróunina í ferðaþjónustunni og jafnvel þótt einungis hafi hægt á fjölgun ferðamanna hingað til lands mætti halda af inntaki fréttanna að þeim hefði fækkað stórlega! Í síðustu viku gaf Hagstofan út tölur um hagvöxt á öðrum fjórðungi þessa árs og reyndist hann vera 7,2% sem verður að teljast jákvæð þróun, sérstaklega í samanburði við und- angengna þróun á þessum vettvangi. Fáir fjölmiðlar brugðust við þessari nið- urstöðu og áhugavert er að velta því fyrir sér af hverju svo er. Var þessi jákvæða frétt ekki til þess fallin að vekja áhuga almennings? Var hún ekki nógu krassandi eða var hún ekki í takti við þær fréttir sem hafa birst und- anfarið og vísa í gagnstæða átt? Árið 2012 birti greiningardeild Arion K-orðs vísi- töluna svokölluðu í fyrsta sinn en hún byggðist á sambærilegri vísitölu og þeirri sem breska vikublaðið The Economist fann upp á, eða svokölluðum R-word index. Vísitalan er frekar einföld og er í því fólgin að telja hversu margar fréttir eða greinar innihalda orð- ið „kreppa“ (e. recession) á ákveðnu tímabili. The Economist taldi fréttirnar sem innihéldu orðið í dag- blöðunum Washington Post og New York Times á hverjum ársfjórðungi. Margt bendir til þess að neikvæðar fréttir búi til svartsýnar væntingar og að þær hafi síðan neikvæð áhrif á ganginn í hagkerfinu. Þetta kallar svo aftur á neikvæðar fréttir og svo koll af kolli. Í þessu sam- bandi væri áhugavert að skoða fylgnina á milli K- orðs vísitölunnar og væntingavísitölunnar. Þannig mætti komast nær um það hver áhrif frétta eru á væntingavísitöluna og þar með á hagkerfið. MARKAÐSMÁL Þorsteinn Þorsteinsson rekstrarhagfræðingur (M.Sc.) og deildarstjóri hjá Hagstofu Íslands Krepputal ” Hlutir verða stundum fyrst áberandi ef þeir eru endurteknir. Þannig getur endurtekningin aukið áhrifamátt skila- boða og í auglýsingum og markaðssetningu er þetta áberandi. FORRITIÐ Að henda reiður á kvittunum getur verið hin mesta pína, og margt skemmtilegra og gagnlegra hægt að gera við tímann en að rýna í tölurnar á litlum snifsum og slá þær inn í bók- haldsforrit. Enn verra er síðan fyrir fólk á ferðinni að halda kvittunum til haga, og hvort sem kaupa þarf bens- ín á leiðinni með sendingu til Egils- staða, eða greiða fyrir hádegisverð með mikilvægum viðskiptavini í París þá er svo afskaplega auðvelt að týna kvittuninni inni í hanskahólfi eða ofan í ferðatösku. Receipt Stash (www.receipt- stash.com) á að létta kvittana- utanumhaldið og notar til þess gervigreind. Notandinn hleður ein- faldlega forriti niður í snjallsímann sinn, tekur síðan ljósmynd af kvitt- ununum og sér Receipt Stash um að greina það sem stendur á hverjum miða. Höfundar hugbúnaðarins halda því fram að Receipt Stash geti skilið hér um bil allar gerðir af kvittunum – a.m.k. ef þær eru á ensku – og miðlað áfram til bókhaldsforrits fyrirtækisins upplýsingum eins og hvað var keypt og hvar, og hve hár hluti hvers reiknings eru skattar. Er síðan hægt að nota gögnin til að halda utan um útgjöld stakra starfsmanna, teyma eða deilda, og færa stjórnendum í hendurnar tæki til að samþykkja eða synja beiðnum um endurgreiðslur á útlögðum kostnaði. ai@mbl.is Láttu símann sjá um kvittanabókhaldið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.