Morgunblaðið - 13.09.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 13.09.2018, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 21SJÓNARHÓLL Loftpressur - stórar sem smáar BÓKIN Bandaríski fjárfestirinn og millj- arðamæringurinn Ray Dalio hjá Bridgewater Associates sló heldur betur í gegn með sinni fyrstu bók, Principles, sem hann sendi frá sér í fyrra. Virðist Dalio ekki ætla að láta eina bók duga því í október er von á nýju verki: A Template for Understanding Big Debt Crises. Eins og heiti bókarinnar gefur til kynna kafar Dalio hér ofan í eðli og hegðun skulda- kreppa. Heldur hann því fram að sú þekking sem bókin miðlar til lesenda hafi hjálpað Bridgewater að sjá fyrir og laga sig að skakkaföllum sem aðr- ir sjóðir áttu í mestu erfiðleikum með að bregðast við. Markaðurinn hegðar sér, að mati Dalios, eftir mynstrum sem endurtaka sig í sí- fellu og með því að skoða þróun und- anfarinna ára og áratuga, og koma auga á rétt samhengi hlutanna, megi sjá hvenær hætta er á að ný skulda- kreppa sé við það að myndast. Bókin skiptist í þrjá hluta og byrj- ar Dalio á að útskýra kenningar sín- ar og nálgun. Þá fer hann í saumana á kreppunni miklu, efnahagshremm- ingum Weimar- lýðveldisins á þriðja áratugnum og fjármálakrepp- unni sem hófst 2008. Að endingu útlistar Dalio, með alls kyns línuritum og samantektum, 48 skuldakreppur sem dunið hafa á mannkyninu á und- anförnum 100 ár- um. Honum gengur ekki það eitt til að hjálpa fjárfestum að halda sjó þegar hriktir í stoðum markaðarins, heldur vonast hann líka til að efni bóknarinnar geti hjálpað stjórnmálamönnum að var- ast hætturnar og stýra löndum frá hörmulegum skuldakreppum sem, eins og Dalio segir á einum stað, leiða iðulega til þess að lýðskrum og önnur leiðindi fá vaxandi hljóm- grunn hjá kjósendum. ai@mbl.is Ray Dalio greinir skuldakreppur Þann 14. júní sl. tilkynnti eftirlitsstofnun EFTA aðstofnunin gerði ekki athugasemdir við nýjar regl-ur norskra stjórnvalda sem lúta að því að styrkja norska fjölmiðla. Hinar nýju reglur gera ráð fyrir stofnun sérstaks sjóðs sem mun styrkja fjölmiðla og tryggja þannig fjölbreytni og upplýsta umræðu. Norsk stjórnvöld tilkynntu eftirlits-stofnuninni fyrirfram sérstaklega um þessar nýju reglur og komst stofnunin að þeirri nið- urstöðu að engar athugasemdir yrðu gerðar. Í þessari grein verður fjallað um þessar reglur, svo og aðrar norsk- ar reglur sem er ætlað að styrkja fjölmiðla, og af hverju eftirlitsstofnun EFTA gerði ekki athugasemdir við nýju reglurnar. En af hverju tilkynntu norsk stjórnvöld eftirlitsstofnun EFTA um þessar nýju reglur? Ástæðan er sú að samkvæmt 61. gr. EES samningsins er hvers kyns rík- isaðstoð ólögmæt að meginstefnu til. Í ákvæðinu segir m.a. að hvers kyns aðstoð sem ríki veitir eða veitt er af ríkisfjármunum og raskar eða er til þess fallin að raska samkeppni með því að ívilna ákveðnum fyrirtækjum sé ósam- rýmanleg samningnum. Í þessu felst að aðstoð, sem veitt er af hálfu (i) ríkis; (ii) er til hagsbóta fyrir móttakandann; (iii) sem hyglir tilteknum fyrirtækjum; (iv) raskar eða kann að raska samkeppni; og (v) hefur áhrif á viðskipti milli aðila að EES-samningnum, er ólögmæt. Af þessu víðtæka orðalagi er ljóst að ríkisaðstoð getur tekið á sig ýmsar myndir. Aðstoð í þessum skilningi getur t.d. falist í nið- urfellingu skatta eða beinum fjárstyrkjum frá ríkisvaldi til fyrirtækja. Af hverju samþykkti eftirlitsstofnun EFTA hinar nýju ríkisstyrkjareglur til fjölmiðla að teknu tilliti til þess að ríkisaðstoð er ólögmæt samkvæmt 61. gr. EES- samningsins? Ástæðan fyrir því er sú, að rekstrarstaða fjölmiðla er orðin svo slæm að ríkisstjórnir á Vestur- löndum sjá engan annan kost í stöðunni en að styrkja rekstur fjölmiðla. Hin slæma staða fjölmiðla er ekki ein- ungis áhyggjuefni eigenda fjölmiðlanna, heldur enn- fremur samfélagslegt vandamál. Fjölmiðlar hafa almennt verið taldir mikilvægir hverju samfélagi og hafa verið taldir nauðsynlegur hluti gagnrýnnar umræðu. Það er því áhyggjuefni hversu erfið rekstrarstaða fjölmiðla er orðin. Af tilkynningu eftirlitsstofnunar EFTA er ljóst að fjöl- margar aðrar reglur gilda um ríkisstyrki í Noregi. Þann- ig eru í gildi reglur um niðurfellingu virðisaukaskatts af áskriftarblöðum og rafrænum fjölmiðlaveitum (svokall- aður „núll-skattur“), styrkir til svæðisbundinna fjölmiðla og dreifingarstyrkir til tiltekinna fjölmiðla. Reglur um ríkisstyrki hafa í fjölmörgum tilvikum verið tilkynntar til eftirlitsstofnunar EFTA og hefur stofnunin komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé brotið gegn 61. gr. EES- samningsins með setningu reglnanna. Ofangreindir styrkir eru ekki einskorðaðir við Noreg. Sam- bærilegar styrkjareglur eru til staðar í allflestum Evrópu- löndum, s.s. Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Frakklandi, Stóra- Bretlandi, svo og í Bandaríkj- unum. Í bók sinni State Aid for Newspapers frá 2013 fjallar Paul Murschetz, ásamt fleirum, um stöðuna í fjölmörgum löndum og kemst að þeirri niðurstöðu að ríkisstyrkir virðist frekar vera meginreglan frekar en undan- tekningin. Aftur á móti sé að mörgu að hyggja þegar slíkar reglur séu útfærðar. Rétt útfærðir ríkisstyrkir geta sannanlega bætt rekstrarstöðu fjölmiðla en rangar útfærslur geta haft neikvæð áhrif. Að teknu tilliti til þess, að ríkisstyrkir til fjölmiðla eru meginregla, en ekki undantekning, vekur það nokkra furðu að íslensk stjórnvöld hafa um árabil ekki tekið á erfiðu rekstrarumhverfi fjölmiðla hér á landi. Það verða því að teljast stórtíðindi þegar mennta- og menningarmálaráðherra tilkynnti í gær aðgerðir stjórn- valda til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjöl- miðla. Er hér fylgt fordæmum annarra ríkja hvað varðar stuðning við einkarekna fjölmiðla. Núverandi staða á ís- lenskum fjölmiðlamarkaði er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur hluti alþjóðlegrar þróunar. Er því eðlilegt að ís- lensk stjórnvöld fari að fordæmi annarra ríkja, þ. á m. ná- grannaþjóða okkar, þegar reglur eru útfærðar hér á landi um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Ríkisstyrkir til fjölmiðla LÖGFRÆÐI Finnur Magnússon hæstaréttarlögmaður og aðjunkt við lagadeild Háskóla Íslands ” Að teknu tilliti til þess, að ríkisstyrkir til fjölmiðla eru meginregla, en ekki undantekning, vekur það nokkra furðu að ís- lensk stjórnvöld hafa um árabil ekki tekið á erfiðu rekstrarumhverfi fjöl- miðla hér á landi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.